Morgunblaðið - 11.05.2018, Side 13
Morgunblaðið/Hari
Grunnskólafærni Meistaraverkefni Báru Fanneyjar nefnist Grunnskólafærni; markviss kennsla í leikskóla.
sinni og bíða eftir svari, biðja kenn-
arann kurteislega um aðstoð en í
tengslum við þá æfingu settum við
upp verkefni, sem við vissum að
þau ættu erfitt með að gera ein, og
sjötta æfingin fólst í að styrkja bið-
lundina,“ segir Bára Fanney og út-
skýrir að sjötta æfingin sé gagnleg,
til dæmis ef kennarinn getur ekki
sinnt nemandanum eins og skot.
„Sum börn eru fljót að læra og
eiga auðvelt með að aðlaga sig
skólaumhverfinu, en þau sem ekki
hafi náð ákveðinni grunnfærni í
leikskóla standa óneitanlega verr
að vígi þegar þau koma í grunn-
skóla. Rannsóknir hafa sýnt fram á
að góð félagsfærni er vísir að góð-
um námsárangri og að hegð-
unarvandi yngri barna geti leitt til
félags- og námserfiðleika. Niður-
stöður rannsóknar minnar lofa
góðu. Krakkarnir urðu færari í
samskiptum og óæskileg hegðun
var á undanhaldi. Með því að skrá
framvinduna og árangurinn mark-
visst niður sjáum við með vissu
hvaða börn ná færninni og hvaða
börn þurfa fleiri tækifæri til að æfa
sig.“
Gagn og gaman
Þótt erlendar rannsóknir sýni
að góð félagsfærni sé vísir að góð-
um námsárangri, virðist Báru
Fanneyju að á lokastigum leikskóla
sé lögð meiri áhersla á markvissa
kennslu í námsfærni, t.d. að kenna
börnum stafina og stærðfræði,
heldur en að veita þeim markvissa
kennslu í félagsfærni. Hún hefði
ekkert á móti því að innleiða PLS-
kennsluaðferðina í leikskóla lands-
ins og raunar segir hún kennarana
í Sjálands leikskóla jákvæða þótt
enn sé ekkert afráðið í þeim efnum.
Henni finnst þörf á fleiri rann-
sóknum á þessari kennsluaðferð, til
dæmis á stærri hópum. „Kennslan
gekk ljómandi vel, börnin höfðu
gagn og gaman af og leikskóla-
kennararnir voru ánægðir með
samstarfið,“ segir Bára Fanney,
sem mun hampa prófskírteini sínu
16. júní og hefja síðan störf sem
sálfræðingur hjá Greiningar- og
ráðgjafarstöð ríkisins.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt:
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ
Við látum framtíðina rætast.
Komdu við hjá sérfræðingum
okkar að Laugavegi 174
og kynntu þér úrval Volkswagenatvinnubíla í einni fjölhæfustu
fjölskyldu landsins.
FJÖLHÆFASTA
FJÖLSKYLDA
LANDSINS?
Glæsilegur og vel út búinn pallbíll
með 3.0 lítra, 225 hestafla, V6
dísilvél, 550 Nm togi, læst afturdrif,
dráttarbeisli, heithúðun á palli,
stigbretti, vetrardekk og nú á
einstöku tilboðsverði.
Volkswagen Amarok
verð frá 7.890.000 kr.
Hannaður með þarfir iðnaðar-
manna að leiðarljósi og með
átta þrepa sjálfskiptingu fyrir
allar útgáfur. Fjöldi útfærslna
á hleðslurými, farþegarými og
aðstoðarkerfi.
Volkswagen Crafter
verð frá 5.610.000 kr.
Einn vinsælasti atvinnubíll
á Íslandi undanfarin ár.
Áreiðanlegur, öruggur og
fæst í tveimur lengdum,
fjórhjóladrifinn og í fjölda
útfærslna.
Volkswagen Caddy
verð frá2.590.000 kr.
Transporter hefur fylgt
kynslóðum af fólki sem hefur
þurft á traustum og áreiðan-
legum vinnuþjarki. Fulkomin
stöðugleikastýring, spólvörn og
sjö þrepa sjálfskipting.
Volkswagen Transporter
verð frá4.180.000 kr.
Hjólreiðafélagið Tindur og Krónan í
samstarfi við Mjölni halda bikarmót
Hjólreiðasambands Íslands í fjalla-
hjólreiðum í Öskjuhlíð á morgun,
laugardaginn 12. maí. Seinna um dag-
inn verður All mountain (AM) hjóla-
mót opið fyrir almenningsflokk sem
hjólar að hluta til í sömu braut en sú
braut verður tæknilega erfiðari og
hægari yfirferðar.
Að sögn Þóru Katrínar Gunnars-
dóttur, kynningarstjóra Tinds, er
þetta önnur bikarkeppni af fjórum,
sem HRÍ stendur fyrir á árinu. Dag-
skráin er í grófum dráttum á þá leið
að kl. 10 verður svæðið hjá Mjölni
(gamla Keiluhöllin) opnað fyrir hjól-
reiðar og hálftíma síðar flautað til
leiks.
Í hádeginu verður boðið upp á
hressingu, HRÍ verðlaunaafhending
og undirbúningur fyrir fjallahjóla-
keppni almennings (AM), sem hefst
kl. 13. Á sama tíma hefst sparkhjóla-
mót fyrir 2 - 5 ára á grasbalanum
vestan við Perluna. Klukkan 14 er
barnahjólamót 6 til 12 ára. Skömmu
síðar lýkur svo fjallahjólakeppni AM
og hamborgarar og drykkir verða í
boði gegn tímaflögu.
Þóra Katrín segir mótið vera fyrir
alla aldurshópa og hina bestu fjöl-
skylduskemmtun. Hún hlakkar sér-
staklega til að fylgjast með árangri
helstu vonarstjörnu Tinds, Fannars
Freys Atlasonar, sem byrjaði að
keppa fyrir þremur árum og náði
þeim árangri að sigra í sínum flokki,
U15, á fyrsta bikarmóti ársins. Spurð
um vegalengdina segir hún brautina
fyrir bikarmótskeppendur XC vera
rétt rúma fimm kílómetra.
„Elite karlar, sem eru 23 ára og
eldri hjóla fimm hringi, Elite konur á
sama aldri þrjá og keppendur í Juni-
or-flokki, sem eru frá 13 til 23 ára,
hjóla tvo hringi.“
Þóra Katrín býst við æsispennandi
keppni og hvetur áhugasama til að
skrá sig til þátttöku í keppnina fyrir
miðnætti í kvöld á vef Hjólreiða-
sambands Íslands, ww.hri.is.
Hið árlega bikarmót í fjallahjólreiðum í Öskjuhlíð á morgun
Hjólreiðakappi Fannar Freyr Atlason hefur náð góðum árangri í bikarkeppni.
Vonarstjarna Tinds keppir í U15