Morgunblaðið - 11.05.2018, Page 14

Morgunblaðið - 11.05.2018, Page 14
SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í Landeyjunum sést vel að jörðin er kúpt. Þegar ekið er til fram sveitina í átt til sjávar eru Vestmannaeyjar að hálfu horfnar í haf, en rísa hærra og verða stærri eftir því sem nær strönd- inni er komið. Fjaran er í suðri útlína sveitarinn- ar sem nær upp á aurana þar sem þjóðvegur austan við Hvolsvöll liggur. Í vestri afmarkast svæðið af Hólsá og Markarfljóti í austri. Kóngulóarvefur Svona er þessu víðar farið á Suð- urlandi, milli stórfljóta eru víðfeðm héruð einskonar Mesópótamía eins og svæðið milli ánna Efrat og Tígr- is er kallað. Þar eru nú Írak, Sýr- land og Tyrkland; staðir stórra at- burða í sögunni. Sama gildir raunar um Landeyjar sem að stórum hluta eru sögusvið Njálssögu, þar sem greinir frá því er menn voru vegnir, bæir brenndir og önnur ósköp eftir því. Vegakerfið í Landeyjum er eins þéttriðinn vefur sem kónguló hefur spunnið; hér eru stofnbrautir, tengivegir og botnlangar sem liggja heim að bæjum. Net þetta er sam- anlagt tugir kílómetra en alls eru í Landeyjum 70-80 byggð ból og íbú- ar um 300 talsins. Áður fyrr var þessi sveit sveitarfélög, það er Vestur- og Austur-Landeyjar sem í kringum aldamótin voru sameinuð fleiri hreppum á þessum slóðum í eitt sveitarfélag; Rangárþing eystra. Sækja Landeyingar í dag alla helstu þjónustu á Hvolsvöll og krökkunum er ekið í og úr grunn- skóla þar. Sú var tíðin að hefðbundinn bú- skapur með kindur, kýr og hross var stundaður á flestum jörðum í Landeyjum. Þetta hefur breyst. Nú eru mjólkurbændur í Landeyjum alls 27 sem á síðasta ári framleiddu átta milljónir lítra. Nokkrir bændur hafa á undanförnum árum komið sér upp holdakúahjörð til nauta- kjötsframleiðslu, en grasgefnar mýrar Landeyja eru ákjósanlegar fyrir slíkan búskap. Hér eru líka allmargir sem stunda hrossarækt og tamningar og á nokkrum bæjum eru komnar stórar reiðskemmur. Mátti einmitt allvíða sjá knapa á hrossum sínum spretta úr spori þegar Morgunblað- ið var eystra nú í vikunni; á sól- ríkum vordegi. Þá er ferðaþjónusta aðeins komin hér á legg. Sömuleiðis er nokkuð um að fólk búi í Land- eyjum og sæki vinnu í þéttbýlið eða annað eftir atvikum. Sú var tíðin að álar og straumar lágu þvers og kruss um Landeyj- arnar, þar sem Markarfljót og Þverá flæmdust fram. Af því leiddi að bæir voru gjarnan reistir á lág- um hólum eða einskonar eyjum. Af því er komið nafnið Landeyjar. Bæjarnöfnin segja líka sína sögu um framangreinda staðhætti og má þar tiltaka; Hólmar, Hólmur, Svanavatn, Lækjarhvammur, Hóla- vatn, Vatnshóll, og Vatnahjáleiga. Einnig nöfn bæja sem enda á við- skeytinu bakki, ey og hóll. Skógrækt bindi kolefnið Fyrir öld eða svo tókst mönnum að beisla fljótin með varnargörðum sem gerði sveitina byggilegri. En þá var líka nauðsynlegt að ræsa mýrarnar fram með skurðum og rækta svo tún í þessari frjósömu mold. Nú telja margir að þjóðráð sé að moka aftur ofan í skurðina, sem úr streymi gas frá rotnandi jarð- vegi. Að fylla skurðina að nýju sé öflugasta bragðið sem Íslendingar hafi við bindingu kolefnis. „Að fylla skurðina, sem grafnir voru fyrir 50 til 60 árum, verður mikil fyrirhöfn. Ég er ekkert sann- færður um að þetta sé besta leiðin við kolefnisbindingu,“ segir Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíðbakka II. Hann vakti máls á þessu efni þegar hann tók sæti á Alþingi nú í vetur í nokkra daga sem varaþingmaður Miðflokksins. „Skógrækt er ekki síður árang- ursrík leið þegar vinna á gegn hlýn- un andrúmsloftsins og við eigum að horfa til hennar, fyrir svo utan að skógarnir setja fallegan svip á land- ið. Við þurfum miklu meiri vitn- eskju og vísindi í loftslagsumræð- una. Þekkingin á þessum málum er veik eins og margir hafa bent á,“ segir Elvar - sem með konu sinni Jónu Sigþórsdóttur og börnum býr að Skíðbakka með 55 mjólkurkýr, 60 holdagripi, nokkur hross og kindur. Þau reka einnig einnig gistiheimili í gamla grunnskólanum í Gunnarshólma og sinna verktaka- starfsemi innan sveitar, því margs þarfnast búið við og í sveitinni þarf fólk að vera fjölhæft og geta bjarg- að sér sjálft með flest. Þar sem bæirnir standa á hólum  Lífið í Landeyjum  Sveitin milli fljótanna er sögusvið Njálu  Bæir brenndir og menn vegnir  Búin eru blómleg og moldin frjó  Vötnin flæmdust fram  Skurðum rist svæði blæs út gasinu Myndarbýli Það er virkilega fallegt að horfa heim að Syðri-Úlfsstöðum. Elvar Eyvindsson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sveitin Gamla húsið á Vatnshól með sinni rauðryðguðu bárujárnsklæðningu fangar augu og athygli margra. AUST U R - L A N D EYJA R Akurey Stóra-Hildisey Skíðbakki Bakkaflugvöllur Markar- fljótsbrú Voðmúlastaðir Landeyjahöfn Hvolsvöllur Landeyjar Framræsla Skurðir í sveitinni eru margir tugir kílómetra að lengd. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018 Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrir VOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Aukin lífsgæði án verkja og eym Nutrilenk vörurnar fást í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. „Ég er búin að æfa mikið síðustu ár; hlaupa, stöðvarþjálfun, tabata ofl. og varð alltaf þreytt og aum í liðum og beinum eftir æfingar. Mér var bent á að prufa Nutrilenk Gold og byrjaði ég á að taka 6 töflur á dag í nokkrar vikur. Ég fann ótrúlega fljótt mun til hins betra svo ég ákvað að prufa að taka líka 1 töflu af Nutrilenk Active því ég var enn með verki og eymsl í höndum. Active virkar eins og smurning fyrir liðina en ég fann mikinn mun á mér og eru verkirnir nú horfnir. Í dag tek ég 4 Gold og 1 Active og ekki má gleyma Nutrilenk gelinu sem ég nota á axlir og hné en það kælir og dregur úr bólgum. Ég get því hiklaust mælt með öllum Nutrilenk vörunum, án þeirra gæti ekki hreyft mig eins mikið og ég geri í dag, verkjalaus.“ Erna Geirlaug Árnadóttir, 42 ára innanhúsarkitekt NUTRILENK ACTIVE sla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.