Morgunblaðið - 11.05.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 11.05.2018, Síða 16
FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu hækkaði í gærmorgun um nærri heilt prósent, og fór upp í 77,89 dali á fatið. Hækkun WTI-hráolíu var svipuð og endaði fatið í 71,78 dölum. Olíuverð hafði áður hækkað um 3% á miðviku- dag og hafa bæði Brent- og WTI-olía ekki verið dýrari síðan í nóvember 2014. Hækkunin stafar fyrst og fremst af þeirri ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á þriðjudag að draga landið út úr samningi sem gerður var árið 2015 milli Írans, ESB og ríkjanna sem eiga fastafulltrúa í öryggisráði SÞ um að setja kjarn- orkuáætlun Írans verulegar skorður í skiptum fyrir afnám viðskipta- þvingana. Íran framleiðir í dag um 4% af allri olíu í heiminum og er talið líklegt að ef Bandaríkinn leggja viðskiptaþvinga- nir á að nýju muni það draga úr fram- leiðslugetu Írana og jafnvel að olíu- útflutningur landsins verði takmarkaður við eina milljón fata á dag líkt og áður en samningurinn frá 2015 tók gildi. Í dag framleiðir Íran nærri fjórar milljónir fata af olíu á dag. Eykur líkurnar á átökum Að sögn FT hefur Bandaríkja- stjórn gefið fyrirtækjum 90 til 180 daga frest til að hætta viðskiptum við Íran. Steven Mnuchin, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði fyrirtæki geta sótt um undanþágur en mark- miðið væri að leggja „hámarks- viðskiptaþvinganir“ á Íran. Er talið líklegt að evrópsk fyrir- tæki muni hlíta viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna af ótta við að missa annars aðgang að Bandaríkjamark- aði og bandarísku fjármagni. FT seg- ir helst að fyrirtæki í Kína og mögu- lega í Rússlandi gætu valið að hunsa ákvörðun Trumps og halda áfram við- skiptum við Íran. Reuters segir sérfræðinga óttast að ákvörðun Trumps auki líkurnar á vopnuðum átökum í Mið-Austurlönd- um, ýmist á milli Írans og nágranna- ríkja þess eða jafnvel að Bandaríkin ráðist inn í Íran. Hvers kyns hern- aðarbrölt í þessum heimshluta myndi skerða framboð á olíu enn frekar. Hlutabréfavísitölur á uppleið Þrátt fyrir að boða ekki gott fyrir olíunotendur hafði hækkun hráolíu- verðs jákvæð áhrif á bandarískan hlutabréfamarkað. Hlutabréfaverð fyrirtækja á borð við Exxon Mobil, Chevron, Royal Dutch Shell og BP hefur hækkað í takt við hráolíufatið. Orkuvísitala S&P hækkaði um rösk- lega 2% á miðvikudag og stóru banda- rísku hlutabréfavísitölurnar þrjár hækkuðu um 0,75 til 1%. Deilt er um hvort ákvörðun Trumps er réttlætanleg en ef aðgerð- ir hans gegn Íran leiða til viðvarandi hækkunar á olíuverði gæti það reynst bandaríska hagkerfinu dýrkeypt. Í skýrslu sem gerð var fyrir National Foreign Trade Council í Washington árið 2008 komust höfundar að því að ef Íran fengi að framleiða olíu óhindr- að gæti það lækkað heimsmarkaðs- verð um 10%, sem myndi spara Bandaríkjunum 38 til 76 milljarða dala miðað við olíuverð 2005 annars vegar og 2008 hins vegar. Skrúfað fyrir í Karakas Þróun mála í Venesúela gæti líka hækkað olíuverð enn frekar. Líkt og Morgunblaðið hefur greint frá hafa efnahagslegt ófremdarástand og van- hæfni stjórnvalda í valdið því að olíu- framleiðsla Venesúela hefur minnkað um nærri fjórðung undanfarna sex mánuði og gæti minnkað um annað eins það sem af er þessu ári, eða sam- tals um tæpa milljón olíufata á dag. Umdeildar forsetakosningar verða haldnar í landinu 20. maí næstkom- andi og reiknað er með að Bandaríkin grípi til enn frekari refsiaðgerða gegn landinu ef Nicolas Máduro verður endurkjörinn. Samkvæmt gögnum bandarísku orkustofnunarinnar, EIA, er Venesúela í dag tólfti stærsti olíuframleiðandi heims og Íran sá sjötti stærsti. Olíuverð hærra vegna aðgerða gegn Íran  Ákvörðun Trumps mun minnka framboð á olíu frá Íran AFP Áhrif Hlutabréfavísitölur hafa hækkað en dýrara verður að fylla tankinn. Stjórn VÍS samþykkti á miðvikudag að stefna að breytingu á fjármagns- skipan tryggingafyrir- tækisins svo að hún verði svipuð því sem gerist hjá tryggingafélögum annars staðar á Norðurlöndunum. Í til- kynningu frá VÍS segir að ef áætl- anir félagsins gangi eftir verði eig- infjárhlutfall þess orðið 25-28% eftir þrjú til fimm ár og að samhliða verði dregið úr markaðsáhættu fé- lagsins. Eiginfjárhlutfall VÍS var 36,1% á fyrsta ársfjórðungi 2017 og var komið niður í 31,5% á fyrsta fjórðungi þessa árs. Að því er fram kemur í tilkynningu leggur stjórn VÍS áherslu á að það sé forsenda fyrir lækkun eigin fjár á hverjum tíma að sjálfbærni félagsins til framtíðar sé tryggð og verður m.a. horft til þess að samsett hlutfall félagsins síðustu 12 mánuði sé undir 99%, gjaldþols- hlutfall þess haldist innan skil- greinds áhættuvilja, lausafjárstaða verði áfram sterk og að dregið verði úr markaðsáhættu. ai@mbl.is VÍS lækkar hjá sér eiginfjárhlutfallið 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018 Mörkinni 6 - Sími 568 7090 - veidivon@veidivon.is - veidivon.is Scierra vöðlur og vaðskór Pakkatilboð 29.990.- Kínverska tæknifyrirtækið Gold- wind hefur keypt hugverkaréttinn að ferðatúrbínunni Trinity frá ís- lenska nýsköpunarfyrirtækinu RH16. Í tilkynningu kemur fram að kaupverðið sé trúnaðarmál, en Goldwind vill setja Trinity á mark- að í Kína og mun RH16 veita ráð- gjöf við það verkefni ásamt því að þróa nýjar tæknivörur. Ágúst Arnar Ágústsson er eig- andi RH16 og segir hann að Goldwind sé einn stærsti framleið- andi vindtúrbína í heiminum. „Stuttu eftir kynningu okkar á ferðatúrbínunni á síðasta ári höfðu þau samband og sýndu þessari hönnun okkar mikinn áhuga,“ segir hann. Trinity er handhæg vindtúrbína sem rúmast t.d. í bakpoka eða tösku. Með tækinu geta notendur hlaðið raftæki með vindorku, nán- ast hvar sem þeir eru staddir. Í tilkynningu er haft eftir Li Qi, fulltrúa Goldwind, að fyrirtækið hafi lengi unnið að því að gera vindorku meðfærilegri í notkun. „Með Trinity hefur verið stigið stórt skref í að gera ferðavind- túrbínur þægilegri og auðveldari í meðhöndlun og auk þess afkasta- meiri. Við erum bjartsýn á að Tri- nity verði vel tekið í Kína enda býður ferðatúrbínan upp á betri orkulausn fyrir einstaklinga.“ ai@mbl.is Kínverjar kaupa ís- lenska vindtúrbínu Nett Trinity ferðatúrbínuna má brjóta saman og stinga í tösku. Ágúst Arnar Ágústsson Bandaríska skutlmiðlunin Uber greinir frá því fyrr í vikunni að fyr- irtækið hyggist bjóða upp á ferðir með nk. fljúgandi leigubílum ekki seinna en árið 2023. Telur Uber að með því að fjöldaframleiða sér- hönnuð loftför á nægilega stórum skala megi lækka til muna kostn- aðinn við að fljúga styttri ferðir og ætti skutlið með fullkominni Uber- þyrlu að geta kostað álíka mikið og far með Uber-bíl á jörðu niðri. FT segir marga hafa efasemdir um þetta ævintýralega verkefni Uber og kveðst Dara Khosorwshahi forstjóri fyrirtækisins hafa verið í þeim hópi. Sagði hann gestum á kynningarviðburði á miðvikudag að það hefði þurft „nokkra fundi og mikla yfirlegu“ til að sannfæra hann um að áætlunin væri raunhæf. Að sögn tæknifréttavefjarins TechCrunch áætlar Uber að flugið muni kosta jafnvirði um það bil 360 kr. á hvern farþegakílómetra, en lækki á endanum niður í um það bil 27 kr. á farþegakílómetra. Til sam- anburðar birtu Samtök sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu skýrslu í apríl á þessu ári þar sem kom í ljós að rekstrarkostnaður strætisvagna hér á landi er í kringum 30 kr. á farþegakílómetra m.v. 20 farþega í vagni, á meðan heildarkostnaður- inn er 61 kr. á farþegakílómetra þegar ferðast er með einkabíl, m.v. 1,25 manns í hverjum bíl. ai@mbl.is Metnaður Gestir á kynningunni virða fyrir sér líkan sem sýnir hug- mynd að hönnun Uber-flugtaxa. AFP Hægt verður að fljúga með Uber árið 2023

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.