Morgunblaðið - 11.05.2018, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Síðastliðinnaldarfjórð-ung hefur
hámarksútsvar
sveitarfélaga nær
tvöfaldast. Há-
markið nú er
14,52% en var
7,5% árið 1993. Þetta er með-
al þess sem fram kemur í
nýrri skýrslu Samtaka at-
vinnulífsins um stöðu 12
stærstu sveitarfélaga lands-
ins. Að hluta til stafar þessi
gríðarlega hækkun af yfir-
færslu grunnskólans til sveit-
arfélaganna árið 1996 og af
yfirfærslu á málefnum fatl-
aðra árið 2011. Nær helm-
ingur hækkunarinnar skýrist
þó af öðru, það er að segja
því sem kalla mætti almenna
skattahækkun. Hefði sú við-
bótarskattahækkun sveitar-
félaganna ekki komið til væri
hámarksútsvarið nú tæp
11,5% í stað rúmra 14,5% og
munar um minna fyrir skatt-
greiðendur.
Þetta er alvarleg þróun og
þyrfti að koma til umræðu í
flestum sveitarfélögum
landsins, enda innheimta
flest þeirra hæsta lögleyfða
útsvarið. En þróunin er enn
alvarlegri í Reykjavík því að
fyrir aldarfjórðungi hélt
borgin sig við lágmarks-
útsvarið en þegar vinstri
meirihlutinn tók við um miðj-
an tíunda áratug síðustu ald-
ar seig á ógæfuhliðina og út-
svarið var fært úr leyfilegu
lágmarki í leyfilegt hámark.
Í skýrslu Samtaka atvinnu-
lífsins er líka borin saman
fjárhagsstaða stærstu sveit-
arfélaganna. Sá samanburður
er verulegt
áhyggjuefni fyrir
íbúa Reykjavíkur.
Mun minni
sveitarfélög,
Akranes, Sel-
tjarnarnes,
Garðabær og
Vestmannaeyjar, raða sér á
topp listans með háa einkunn
fyrir fjárhagsstöðu. Reykja-
vík, sem í krafti stærðar ætti
að vera með fjárhagsstöðu á
við best reknu sveitarfélögin,
eins og raunin var áður en
vinstri meirihlutinn lét til sín
taka, er í ellefta sæti af tólf.
Næstneðsta sæti á lista
yfir fjárhagsstöðu er vægast
sagt ekki gott veganesti inn í
næsta kjörtímabil og nokkuð
sem vonandi fær verðskuld-
aða umræðu fyrir komandi
kosningar. Ekki síst þegar til
þess er litið að á sama tíma
mælist Reykjavíkurborg með
lægstu einkunn sveitarfélaga
í þjónustukönnun Gallup. Af-
staða meirihlutans í borgar-
stjórn til þessarar þjónustu-
könnunar er að stinga höfð-
inu í sandinn. Meirihlutinn
ákvað að borgin skyldi ekki
kaupa könnunina og vonaðist
til að þannig hyrfi hún.
Staðreyndin er hins vegar
sú að léleg þjónusta batnar
ekki við að reynt sé að koma í
veg fyrir að niðurstöður
þjónustukönnunar komi fyrir
augu almennings. Ekki frek-
ar en að fjárhagsstaða sveit-
arfélags batni við það að þeir
sem stýra sveitarfélaginu
haldi því fram að fjárhags-
staðan sé góð þegar tölulegur
samanburður sýnir að hún er
afleit.
Með hæstu skatta
og verstu þjónustu
er Reykjavík líka
með næstlökustu
fjárhagsstöðuna}
Afleit fjárhagsstaða
Eftir að hafastýrt Malas-
íu samfellt frá
árinu 1957, þegar
landið fékk sjálf-
stæði frá Bretlandi, hefur
Þjóðarflokkur Najibs Razaks
forsætisráðherra tapað fyrir
Bandalagi vonarinnar. En
það var enginn nýgræðingur
sem leiddi sigurvegarann,
heldur fyrrverandi forsætis-
ráðherra Þjóðarflokksins,
Mahathir Mohamad.
Mahathir, sem er 92 ára
gamall, tók þátt í stofnun
Þjóðarflokksins fyrir rúmum
sjötíu árum. Hann lét af emb-
ætti forsætisráðherra árið
2003, eftir 22 ára valdasetu.
Í seinni tíð hafa spillingar-
mál verið áberandi í Malasíu
og rannsókn víða um heim á
meintum stórþjófnaði for-
sætisráðherrans á
stóran þátt í falli
stjórnarflokksins.
Einnig það að for-
sætisráðherrann
stöðvaði ákæru á hendur sér í
Malasíu með því að reka
dómsmálaráðherrann og
nokkra ráðherra að auki.
Stundum er sagt að þjóðir
fái þá leiðtoga sem þær eigi
skilið. Malasía á örugglega
betra skilið en þá spillingu
sem hefur hreiðrað um sig á
liðnum árum. Athyglisvert er
að það hafi þurft 92 ára
„reynslubolta“ til að skakka
leikinn. Vonandi tekst honum
að beina landinu til betri
framtíðar. Að vísu segja sum-
ir fréttaskýrendur að pólitísk
framtíð hans til lengri tíma sé
óviss. Það er sennilega of-
mælt.
Mahathir, 92 ára,
hristir upp í Malasíu}Sex áratuga stjórnarsetu lokið Að undanförnu hefur töluvert veriðrætt um borgarlínu, fyrirhugaðaralmenningssamgöngur á höfuð-borgarsvæðinu. Mig langar aðleggja fram mína fjóra punkta um
málið.
1. Umhverfisvernd er ekki lengur val. Um-
hverfisvernd er lykill að framtíð okkar á jörð-
inni. Það er samhnattræn skylda okkar að
bregðast við loftslagsvandanum en fyrir þá sem
eiga erfiðara með að skilja þá ábyrgð er ágætt
að minna á að ef Íslendingar standa ekki við
sínar alþjóðlegu skuldbindingar í loftslags-
málum mun það verða okkur fjárhagslega mjög
dýrt. Sektargreiðslur vegna vanrækslu í að
minnka kolefnislosun eru ekkert smáræði. Það
er óhrekjanleg staðreynd að einkabíllinn er
stærsti sökudólgurinn hvað varðar losun kol-
efnis og við höfum ekkert val um það að við verðum að
minnka stórlega notkun okkar á honum.
2. Samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu hafa verið mik-
ið í umræðunni. Þetta er ekki nýtilkomið vandamál heldur
hefur aukist jafnt og þétt með fjölgun borgarbúa, ferða-
manna og fjölgun einkabíla samhliða því. Notkun strætis-
vagna hefur aukist mikið en það er ekki nóg. Það þarf að
bregðast við og það hafa sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu sem betur fer gert í sameiningu enda er þetta
ekki bara vandi Hafnfirðinga, Reykvíkinga eða Kópavogs-
búa heldur er svæðið ein heild hvar íbúar og gestir sækja
störf og þjónustu þvert á mörk sveitarfélaganna. Búið er
að fara í mikla undirbúningsvinnu, rýna þörfina, kostnað-
inn, fólksfjölgun og möguleika svo hægt sé að hefjast
handa við þessa mikilvægu samgöngubót.
3. Áætlað er að íbúum höfuðborgarsvæðis-
ins fjölgi um 70 þúsund á næstu áratugum en
það jafngildir samanlögðum íbúafjölda Hafn-
arfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar. Ef við
höldum okkur við óbreytt ástand í samgöngu-
málum hér á höfuðborgarsvæðinu má áætla að
36 þúsund fleiri einkabílar verði komnir á göt-
ur höfuðborgarsvæðisins árið 2030. Það sér
það hver manneskja að það er ekki hægt að
bregðast ekki við, eða fjölga eingöngu umferð-
armannvirkjum, heldur þurfum við að bregð-
ast við með aukinni notkun á almennings-
samgöngum.
4. Svifryksmengun hefur aukist töluvert
með meiri notkun á einkabílum. Íbúar kvarta
yfir ónógum loftgæðum stöku dag en á sama
tíma virðast andstæðingar borgarlínu neita að
horfast í augu við það að svifryk myndast af notkun einka-
bílsins. Það er þess vegna sem þarf að bregðast við af fullri
alvöru; ekki með byggingu mislægra gatnamóta, göngu-
brúa og grænum umferðarljósum svo bílaflotinn komist
hraðar á milli heldur eingöngu með því að fækka einkabíl-
unum á götum borgarinnar.
Borgarlínan er hagkvæm og vistvæn leið til að auka
flutningsgetu á fólki innan og milli sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu. Ég vil hvetja sveitarfélögin á höfuð-
borgarsvæðinu áfram til dáða við uppbyggingu borgar-
línu.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Borgarlína til hvers
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Eleonor Tiblad, fæðinga-og kvensjúkdómalæknirog sérfræðingur í fóstur-greiningu á Karolinska
háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi,
segir nauðsynlegt að Norðurlanda-
þjóðirnar haldi góðum samskiptum
sín á milli þegar kemur að heil-
brigðisþjónustu en slíkt skilar sér í
betri þjónustu við sjúklinga.
Fyrir rúmu ári hófst samstarf
milli Landspítalans og Karolinska
sjúkrahússins um blóðgjöf til fóst-
urs hjá barnshafandi konum og
hafa nú þegar tvær íslenskar konur
farið út í slíka blóðgjöf í Svíþjóð.
Um er að ræða sjaldgæfan kvilla
þegar fóstur er ekki með nóg af
rauðum blóðkornum sem getur leitt
til bjúgmyndunar, hjartabilunar og
fósturdauða.
„Aðgerðin fer þannig fram að
með hjálp ómskoðunartækis er nál
stungið í naflastrengsæð fóstursins
og því gefið blóð. Auðvitað er að-
gerðin ekki án áhættu en mikilvægt
er fyrir Norðurlöndin að vera með
miðlæga sjúkrastofnun sem fram-
kvæmir allar þessar aðgerðir svo
þar myndist sérþekking og reynsla.
Aukin hæfni dregur úr áhættunni
og það er það sem við erum að
gera með samstarfinu,“ segir Tib-
lad, sem er afar ánægð með sam-
starfið. „Við erum stærsta sjúkra-
húsið á Norðurlöndunum sem
framkvæmir þessar aðgerðir og því
fórum við í samstarf við Landspít-
alann.“
Sækja í sérþekkinguna
Tilvik þar sem þörf er á blóð-
gjöf til fósturs á meðgöngu á Ís-
landi eru of fá til að hægt sé að við-
halda sérþekkingu og framkvæma
þessar aðgerðir hér á landi. Að
sögn Hildar Harðardóttur, fyrrver-
andi yfirlæknis á fósturgreiningar-
deild Landspítalans, koma í mesta
lagi eitt til tvö svona tilvik upp á
Íslandi á ári og stundum ekkert.
„Við gerum þetta að minnsta kosti
einu sinni í viku á Karolinska. Að-
gerðin er framkvæmd svona u.þ.b.
50 til 60 sinnum á ári,“ segir Ti-
blad. „Hæfnin sem þarf til að gera
þessa afar nákvæmu aðgerð er
mikil og ef þú framkvæmir hana
einu sinni á ári eða jafnvel annað
hvert ár er afar erfitt að verða góð-
ur í þessu,“ segir Hildur. Þær
segja báðar samstarfið milli há-
skólasjúkrahúsanna tveggja, Karol-
inska og Landspítalans, mikilvægt,
en sjúkrahúsin hafa starfað saman
á öðrum sviðum árum saman. Ís-
lenskur starfsmaður starfar á
sjúkrahúsinu sem tekur á móti
sjúklingum frá Íslandi og aðstoðar
þá á allan hátt. „Það er ómetanlegt
fyrir fólk sem er undir miklu álagi;
það veit að ófædda barnið er veikt
og jafnvel tvísýnt með horfur. Fólk
er á ókunnugum stað og þarf oft á
túlki að halda. Það er ekki bara
gott fyrir okkur læknana að vera í
miklu samstarfi heldur er það líka
betra fyrir sjúklingana því þeir eru
undir miklu álagi,“ segir hún.
Samstarfið skilað árangri
Fæðingarlæknar með sérþekk-
ingu í fósturgreiningu á Norður-
löndunum hittust á fjórðu árlegu
ráðstefnu sinni á Íslandi í síðustu
viku. Samstarf þessarar sérgreinar
á Norðurlöndunum er tiltölulega
ungt en bæði Hildur og Tiblad
segja það nú þegar hafa verið
árangursríkt. „Þótt það sé ekki allt-
af verið að senda sjúklinga á milli
er auðveldara að tala saman um
flókin læknisfræðileg mál þegar við
þekkjumst. Það er mikilvægt að
geta hringt í kollega sinn og fengið
ráðleggingar. Þetta er sérgrein
sem fer stækkandi en við fáum
stundum til okkar sjaldgæf tilfelli
og þá er nauðsynlegt að geta deilt
sérþekkingunni og verið með opið
samtal okkar á milli,“ segir Tiblad.
Ungt en mikilvægt
samstarf fæðingarlækna
Læknaráðstefna Liona Poon, prófessor frá Hong Kong, Eleonor Tiblad
og Brynja Ragnarsdóttir á ráðstefnu fæðingarlækna á Íslandi.
Fæðingarlæknar á Norðurlönd-
unum hafa komið saman á ráð-
stefnum síðastliðin fjögur ár.
Fyrsta ráðstefnan var haldin í
Gautaborg, síðan í Kaupmanna-
höfn, þá Helsinki og nú á Ís-
landi. Samfélagið hittist undir
heitinu Nordic Network of Fetal
Medicine og er Hildur Harðar-
dóttir í stýrinefnd samtakanna
fyrir Íslands hönd. Yfirskrift
ráðstefnunnar í ár var „Frá tali
til aðgerða“ og segir Hildur að
nú sé verið að ræða um að gera
sameiginlegar rannsóknir á
Norðurlöndunum. „Við erum að
reyna að taka þetta skref því
það er betra fyrir alla að gera
stærri rannsóknir en að hver og
einn sé í sínu horni að gera
minni rannsóknir. Þú færð
áreiðanlegri niðurstöður,“ segir
Hildur. „Norðurlöndin eru hvert
og eitt frekar lítil; Svíþjóð er
stærsta landið með 10 milljónir
íbúa og Ísland það minnsta
með 350 þúsund. Ef við vinnum
saman, allar Norðurlandaþjóð-
irnar, erum við 26 milljónir í
heild og þá fáum við marktæk-
ari rannsóknarniðurstöður,“
segir Tiblad.
„Frá tali til
aðgerða“
FÆÐINGARLÆKNAR HITT-
UST Í 4. SINN Á ÍSLANDI