Morgunblaðið - 11.05.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 11.05.2018, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018 ✝ Halldór Gunn-ar Pálsson fæddist í Hnífsdal 5. nóvember 1921. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 18. apríl 2018. For- eldrar hans voru hjónin Guðrún Guðríður Guðleifs- dóttir, f. 4. júlí 1895, d. 3. mars 1923, og Páll Páls- son, útvegsbóndi í Hnífsdal, f. 10. júlí 1883, d. 26. mars 1975. Seinni kona Páls og stjúpmóðir Halldórs var Kristín Jónsdóttir, f. 17. mars 1881, d. 20. október 1935. Eldri systkini hans voru: Páll, Jóakim, Helga, Leifur og Krist- ján. Þau er öll látin. Halldór kvæntist Ingu Ingi- marsdóttur, f. 12. júní 1924, d. 26. október 1981, 4. janúar 1949. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Guðmundsdóttir og Ingimar Finnbjörnsson, útgerð- armaður í Hnífsdal. Inga átti fyrir eina dóttur; Sigríður tvö stjúpbörn, börn Rikharðs Bess sem var sam- býlismaður hennar fimm síðustu árin. 4) Guðrún Guðríður, f. 7. júlí 1958, gift Stefáni Jónssyni, f. 20. júlí 1957. Þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. 5) Dag- mar, f. 12. febrúar 1961. Hún á þrjá syni og eitt barnabarn. Halldór var í sambúð með Birnu Sigurðardóttur, f. 5. mars 1923, frá árinu 1988. Þau bjuggu í Hafnarfirði allan sinn búskap og síðustu fimm ár á Hrafnistu í Hafnarfirði. Halldór fór ungur til náms í matreiðslu og nam þá iðn á Hót- el Skjaldbreið í Reykjavík. Hann starfaði við matreiðslu um skeið, meðal annars í Reykholti í Borgarfirði og á Straumnesfjalli þegar verið var að byggja upp ratsjárstöð og var hann mat- reiðslumaður fyrir íslenska verktaka. Starfsvettvangur Halldórs var þó aðallega tengd- ur fiskvinnslu. Hann var yfir- verkstjóri hjá Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal frá árinu 1958 til árs- ins 1982 að hann flutti suður til Reykjavíkur og starfaði í eftir- litsdeild Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna þar til að hann hætti störfum sökum aldurs. Útför Halldórs fer fram frá Víðistaðakirkju í dag, 11 maí 2018, kl. 13. Kristínu, f. 11. jan- úar 1942, d. 26. mars 2006. Faðir hennar var Krist- ján, bróðir Hall- dórs, en hann gekk henni í föður stað. Kristín var gift Kristni Friðbjörns- syni, f. 22. júní 1936, d. 22. apríl 1991. Þau eiga þrjár dætur, níu barnabörn og tvö barna- barnabörn. Saman áttu Halldór og Inga fimm börn. 1) Ingimar, f. 1. apríl 1949, kvæntur Kristínu Karls- dóttur, f. 10. maí 1952. Þau eiga tvö börn og fjögur barnabörn. 2) Páll, f. 17. september 1950, kvæntur Jóhönnu Margréti Haf- steinsdóttur, f. 9. júlí 1958. Þau eiga fjögur börn og tvö barna- börn. 3) Sigríður Elísabet, f. 3. október 1954, d. 25. nóvember 2004: Hún var gift Gunnari Finnssyni, f. 8. maí 1950, d. 9. ágúst 2010. Þau eiga tvær dætur og fimm barnabörn. Einnig átti Elsku besti pabbi minn er fall- inn frá. Eftir löng og náin sam- skipti situr eftir mikil sorg en aft- ur á móti ótal minningar um blíðan, hjartahlýjan, jákvæðan, duglegan og skemmtilegan pabba. Pabba sem var mér og mínum svo mikils virði. Pabbi minn fæddist í Hnífsdal 5. nóv- ember 1921. Hann var kornabarn þegar móðir hans féll frá en var svo lánsamur að eignast stjúp- móður sem reyndist honum ákaf- lega vel. Því miður naut hennar ekki lengi við en hún lést vorið sem hann fermdist. Fjölskylda pabba var mjög samheldin og mikill vinskapur á milli þeirra systkina. Það var pabba mjög mikilvægt að fjölskylda hans stæði saman og hjálpaðist að í gleði og í sorg. Þar fór hann fremstur í flokki. „Það dýrmæt- asta sem við eigum er hvert ann- að,“ sagði hann gjarnan. Það hafði mikið að segja í þeim áföll- um sem hafa bankað upp á hjá okkur í gegnum árin. Hann var kletturinn okkar, fyrirmyndin okkar. Enginn rækti betur sitt fólk en pabbi minn. Hann var vinamargur og laðaði fólk að sér með ljúfri framkomu. Hvar sem ég kom í gegnum árin og hitti fólk sem þekkti pabba talaði það ávallt mjög fallega um hann. Ég hef alla tíð verið svo stolt af hon- um og að vera dóttir hans. Eftir að ég eignaðist mína fjölskyldu þá var pabbi aldrei langt undan sem betur fer. Hann aðstoðaði við uppeldi barna minna og gaf mér góð ráð. Ég man sérstaklega eftir einni setningu sem hann sagði gjarnan við mig sem móður og kennara: „ef þú nærð því ekki fram með góðu þá gengur það ekki með hörkunni.“ Þannig man ég hann alla mína æsku. Hann hækkaði sjaldan róminn en leið- beindi okkur á sinn einstaka hátt. Það gerði hann þar til yfir lauk. Hann hafði mikinn áhuga á öllu sem fólkið hans tók sér fyrir hendur og fylgdist vel með öllum. Hann var vakinn og sofinn yfir velferð okkar. Elsku pabbi minn hefði orðið 97 ára í haust. Síðustu 30 árin hefur hann haft Birnu sína sér við hlið. Ég er ákaflega þakklát því samskiptin við pabba öll mín ár hafa verið mér dýrmæt og gefandi. Elsku pabbi minn: „Takk fyrir allt og allt.“ Þín, Guðrún. Elskulegi pabbi minn er far- inn. Kletturinn í lífi mínu. Ég sit hér með tárin í augunum og veit ekki hvernig ég á að skrifa minn- ingargrein um hann en minning- arnar lifa og ég á þær margar og góðar um besta pabba sem ég gat hugsað mér. Við bjuggum saman í mörg ár eftir að mamma dó. Svo fæddust drengirnir mínir og þær voru margar sundferðirnar og ísrúntarnir með honum og ömmu Birnu. Pabbi hitti Birnu stjúpu mína fyrir 30 árum og var það mikil gæfa fyrir hann og áttu þau mörg góð ár saman og lifir hún hann. Við fórum víða saman og þær voru margar ferðirnar norð- ur í bústað til mín. Elsku pabbi minn! Hvíl þú í friði. Það er mikil sorg í hjarta mínu en þá er dásamlegt að eiga svo margar dýrmætar minningar eins og ég á um þig. Kysstu mömmu og systur mínar sem fóru allt of fljótt frá okkur. Þín dóttir, Dagmar. Nokkur minningarorð um tengdaföður minn og vin, Dóra Páls, eins og hann var jafnan kall- aður. „Það þýðir ekkert að skammast í ungu fólki sem manni finnst ekki gera hlutina vel eða rétt, maður verður að leiðbeina því.“ Þessi orð Dóra birtust ljós- lega í öllu sem hann gat haft áhrif á. Hann var yngstur fjölskyldu- meðlima og eftir móðurmissi að- eins tveggja ára gamall var hann alinn upp að fermingaraldri af Kristínu fóstru sinni við eldhús- störfin og annað er féll til á heim- ilinu, en bræður hans fóru hefð- bundna leið drengja þess tíma, til sjós. Við þessar aðstæður mótað- ist Dóri og varð óhefðbundinn á þeirra tíma mælikvarða. Fór í matreiðslunám, tileinkaði sér snyrtimennsku og lærði að meta blóm og handverk. Ásýnd Hrað- frystihússins í Hnífsdal ber þess vitni en þar starfaði Dóri sem yf- irverkstjóri lungann af starfsævi sinni. Meðan slorið lak um allar koppagrundir víða annars staðar hefði mátt halda að í Hnífsdal væri rekin saumastofa með myndlist á veggjum og stóla fyrir alla. Þannig var Dóri nýjunga- gjarn og gat verið bráðlátur í þeim efnum. Til marks um það horfðu Hnífsdælingar fyrst á sjónvarp heima hjá Dóra og Ingu, eins og þeir hefðu ekki séð nóg af snjó í gegnum tíðina. Eftir andlát Ingu tengdamóður minnar árið 1981 flutti Dóri suður og starfaði sem gæðaeftirlitsmaður hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og gat miðlað af reynslu sinni um land allt. Þegar Dóri var kominn suður urðum við innanbúðar- menn hvor hjá öðrum og nánir. Við lok starfsævinnar snéri sól- dýrkandinn og blómavinurinn sér að suðrænni slóðum og dvaldi í skemmri og lengri tíma á Mal- lorca, stundaði þar gönguferðir og borðaði hollt. Þar kynntist hann Birnu Sigurðardóttur sam- býliskonu sinni til 30 ára. Saman urðu þau hinir mestu sundgarpar og prófuðu nánast allar sundlaug- ar á höfuðborgarsvæðinu. Heim- ili þeirra á Laufvangi, Setbergi, Hjallabraut og Hrafnistu var jafnan samkomustaður ættingja og vina, enda Dóri með eindæm- um frændrækinn, fylgdist vel með fólkinu sínu, var með afmæl- isdaga allra ættingja á hreinu og mundi eftir þeim. Það lýsir ef til vill Dóra best að ekki er langt síð- an hann bað mig að kaupa fyrir sig rauðar gallabuxur því það væri málið og bætti við „maður þarf ekki að vera púkó þó að mað- ur sé gamall“. Á þessum tíma- mótum er mér þó efst í huga þak- kæti til Dóra tengdaföður míns fyrir ánægjulega samfylgd. Betri ferðafélagi í lífinu er vandfund- inn. Stefán Jónsson. Við minnumst Halldórs Páls- sonar með virðingu og hlýhug. Þegar hann lést var hann bú- inn að vera sambýlismaður eftir- lifandi móður okkar Birnu Sig- urðardóttur í nær 28 ár. Margar hlýjar og góðar minn- ingar hlaðast upp um leið og hugsað er til elsku Dóra. Má þar fyrst nefna heimilið í Furuberginu og síðar á Hjalla- brautinni í Hafnarfirði sem voru einstaklega falleg og hlýleg þar sem allir voru alltaf velkomnir. Allt var umlukið fallegum blómum og myndarleik þar sem vel var hugsað um allt. Ilmandi matarilmur úr eldhús- inu eða þau hjúin á leiðinni í sund eða að koma úr sundi, en þangað fóru þau nær daglega þar sem þau áttu fullt af sundvinum. Dóri var flottur kokkur og var alltaf með fasta góða rétti sem hann matbjó reglulega og bauð mörgum í mat og fylgdu þá oft skemmtilegar sögur af því þegar hann var kokkur á radarstöðinni á Straumnesfjalli. Hann hafði mjög græna fingur eins og sagt er og var sífellt að rækta hinar ýmsu plöntur og minntist hann oft á það að ef hann væri ungur í dag þá færi hann í Garðyrkjuskólann. Dóri var eftirminnilegur mað- ur og hafði hann til að bera sterka jákvæða útgeislun og átti því auð- velt með að kynnast nýju fólki. Honum þótti gaman að skemmta sér og hafa fólk í kringum sig og var oft glatt á hjalla á heimillinu. Hann var séntilmenni fram í fingurgóma, skipti nær aldrei skapi, og hafði yndi af að líta vel út og var alltaf flottur í tauinu. Hann var forvitinn að eðlisfari og hafði áhuga fyrir fólki og gat tal- að við alla og talaði eins við alla, einnig var hann stálminnugur t.d mundi hann nær alla afmælis- daga. Síðustu ár var honum erfið þar sem skrokkurinn var alls ekki í takt við andann og viljann, en hann hélt áfram að bera mikla umhyggju fyrir móður okkar, hvort hana vantaði nú ekki vatn á náttborðið eða hvort ekki væri búið að kveikja á hitapokanum hennar. Og svo gleymdi hann ekki að gefa henni koss eða klappa henni á kinnina þegar tækifæri gafst. Elsku Dóri, hvíldu í friði og takk fyrir allt. Jóhanna M. Tryggvadóttir, Tryggvi Tryggvason, Björg Thorlacius, Erlingur Tryggvason, Svanbjörn Tryggvason og fjölskylda. Hann afi okkar var einstakur maður. Hann var góður í gegn og sýndi alltaf hvað honum þótti vænt um fólkið sitt. Þegar við hugsum til baka koma upp mörg dásamleg minningarbrot um hann. Hann var alltaf svo duglegur og jákvæður og féll aldrei verk úr hendi, hvort sem það var að heim- sækja fólkið sitt, mála dúka og myndir eða búa til matarstell úr gleri fyrir hálfa ættina. Eitt skiptið þegar við systkinin kom- um í heimsókn til afa sat hann í stólnum sínum og var að læra að prjóna, þá 94 ára gamall. Hjá afa var nefnilega aldrei of seint að læra eitthvað nýtt og skemmti- legt. Þegar ég (Inga Dóra) var í söngnámi var afi Dóri aðdáandi númer eitt. Hann mætti á alla tónleika mína við skólann og sat þar á fremsta bekk og voru nem- endur og kennarar farnir að þekkja hann vel. Á einum tónleik- um var afi eitthvað seinn í sæti eftir hlé og var gestum tilkynnt af söngkennaranum að tónleikarnir myndu hefjast um leið og afi hennar Ingu Dóru kæmi í salinn, það yrði sko ekki byrjað án hans. Afi Dóri var mikill sundmaður og synti daglega eftir að hann var kominn á eftirlaun. Hann hringdi oft um helgar og bauð okkur í sundferð í Suðurbæjarlaugina og má segja að margir hafi tekið sín fyrstu sundtök með afa Dóra. Hann var einnig einstaklega gjafmildur og hvíslaði oft til okk- ar: „Sæktu veskið mitt í efstu skúffuna,“ og laumaði til okkar seðli þegar enginn sá til. Hann hefði viljað gefa okkur heiminn og sagði reglulega við okkur: „Ef ég ætti milljón myndi ég gefa þér hana,“ og erum við handviss um að hann hefði staðið við það. Elsku afi Dóri, mikið verður tómlegt án þín og það sem við eig- um eftir að sakna þín. Við elskum þig út í geim og til baka. Inga Dóra og Jón. Föðurbróðir minn, Halldór Pálsson, Dóri Páls, eins og hann var ávallt kallaður er nú fallinn frá síðastur þeirra systkina úr Pálshúsi í Heimabæ í Hnífsdal. Þau voru sex systkinin í Pálshúsi börn Guðrúnar Guðleifsdóttur og Páls Pálssonar, útvegsbónda í Hnífsdal, þau Páll, Jóakim, Helga, Leifur, Kristján og Hall- dór. Ætt þeirra á sér djúpar rætur í Hnífsdal eða allt síðan Halldór Pálsson hreppstjóri flutti í Hnífs- dal frá Ytrihúsum í Arnardal árið 1814. Hann bjó í Heimabæ en sum barna hans fluttu til Bolung- arvíkur m.a. Páll hreppstjóri sem flutti að Ósi og Margrét sem flutti að Gili. Sonur Margrétar, Páll Halldórsson útvegsbóndi, flutti síðar í Búð í Hnífsdal og svo í Heimabæ til Bjarna bróður síns. Páll kvæntist Helgu Jóakims- dóttur frá Syðri-Tungu á Tjör- nesi í Þingeyjarsýslu, var Páll mjög farsæll formaður og útgerð- armaður og hlekktist skipum hans aldrei á. Hefur fjölskylda hans verið nefnd Pálsætt. Hann reisti Pálshús árið 1897 í Heimabæ sem stendur enn, eitt reisulegasta húsið í Hnífsdal. Páll Pálsson sonur þeirra, afi Páll, tók við búi foreldra sinna og var þar alla sína tíð sem útvegsbóndi og mikill áhrifamaður í Hnífsdal og einn stofnenda Hraðfrystihússins í Hnífsdal hf. sem nú er Hrað- frystihúsið Gunnvör hf. Mörg skipa fyrirtækisins hafa borið nafn hans og verið mikil happaf- ley en nýr Páll Pálsson er nýkom- inn frá Kína. Það var sonur Dóra Páls, Páll Halldórsson skipstjóri, sem sigldi „afa“ sínum af öryggi til heimahafnar. Guðrún kona Páls Pálssonar lést aðeins 27 ára gömul þegar Dóri var aðeins tveggja ára gam- all. Það hefur verið mikill styrkur fyrir hann að móðurforeldrar hans voru á heimilinu, Guðbjörg Jónsdóttir, Gugga amma og Guð- leifur Ísleifsson frá Kjaransvík á Hornströndum. Gugga amma lést 101 árs gömul árið 1962. Dóri frændi var góðmenni og öðlingur og var bros hans og hlýja það fyrsta sem tók á móti mér þegar ég man eftir honum fyrst árið 1949. Systkinin úr Páls- húsi voru mjög samrýnd og mikill samgangur þeirra á milli alla tíð. Þau bjuggu öll í Hnífsdal nema mín fjölskylda sem bjó á Ísafirði og því voru margar ferðirnar út í Hnífsdal til að hitta ættingjana og var þá glatt á hjalla og oft tek- ið lagið þar sem Dóri var for- söngvarinn. Við börnin hlustuð- um á með andakt. Dóri var mikill gleðigjafi og var hann einn af for- söngvurum fyrir álfabrennuna í Hnífsdal í mörg ár. Ekki verður svo minnst á Dóra að Inga Ingimars eiginkona hans sé ekki nefnd. Hún var ein af þeim glæsilegu konum sem lifðu allan sinn aldur í Hnífsdal og settu mikinn svip á þorpið. Inga lést fyrir aldur fram en hún var dóttir Ingimars Finnbjörnsson- ar, útgerðarmanns í Hnífsdal, af Arnardalsætt og Sigríðar Guð- mundsdóttur frá Fossum, mátt- arstólpar bæði tvö í uppbygging- unni í Hnífsdal. Að leiðarlokum viljum við Sól- ey þakka Dóra frænda fyrir góð- ar samverustundir í gegnum tíð- ina og vottum fjölskyldu hans, frændfólkinu og Birnu okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Halldórs Pálssonar frá Hnífsdal. Kristján Pálsson. Það var á sjómannadaginn 1977 sem ég sá Dóra Páls í fyrsta sinni í sjómannadagskaffi í Fé- lagsheimilinu Hnífsdal og mér er það enn minnisstætt þegar Dóri gekk inn í salinn í brúna bleiser- jakkanum með gylltu tölunum og mér varð að orði: „Hvaða glæsi- legi maður er þetta?“ Já, hann Dóri Páls var alltaf glæsilegur og ekki var innrætið síðra. Þarna kynntist ég mínum besta vini og ég hef oft nefnt hann minn uppá- haldsvin. Sannur Hnífsdælingur í einni stórri fjölskyldu eins og Hnífsdælingar eru. Dóri var lengi verkstjóri í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal og þar vann ég undir hans stjórn. Hann var vel liðinn og farsæll í starfi og góður yfirmaður sem ég gat lært margt af. Mikil vinna var í frystihúsinu á þessum tíma og oft unnið á laugardögum líka. En það var ekki slegið slöku við og flestir mættu á ball í Félagsheim- ilinu á laugardagskvöldum og þar var dansað fram á rauða nótt þrátt fyrir langan vinnudag. Við Dóri stigum ófá danssporin á þessum tíma og þetta var ómet- anlegur tími í góðu samfélagi. Það var mikill missir hjá Dóra að missa Ingu sína eftir langvar- andi veikindi. En við tóku breytt- ir tímar og Dóri færði sig um set og flutti í Hafnarfjörðinn og fór að vinna hjá Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna við eftirlit um land allt. Við nutum góðs af því þar sem hann kom oft til Vestmanna- eyja og var hann tíður gestur hjá okkur. Svo kynnist hann Birnu sinni og þau undu sér vel í Hafnarfirð- inum með stórfjölskylduna sér við hlið. En nú er komið að kveðju- stund og margt ber að þakka. All- ar fallegu perlufestarnar og fal- legu handmáluðu dúkana sem hann gerði og gaf mér. Perlufest- arnar hafa prýtt mig gegnum ár- in og munu gera áfram og mun ég bera þær áfram um hálsinn til heiðurs vini mínum, Dóra Páls. En umfram allt ber að þakka langvarandi vináttu. Alltaf þegar við töluðum saman spurði hann um mig og mína og fátt var hon- um óviðkomandi. Gat hlegið mik- ið að vitleysunni sem ég sagði honum og hláturinn ómar enn í eyrum mér og þannig vil ég minn- ast Dóra Páls, míns uppáhalds- vinar. Alltaf kátur og hress og hvers manns hugljúfi. Kæra fjölskylda, ykkar missir er mikill. Ég veit að hann er bú- inn að hitta marga sem farnir eru á undan honum. Við Hjölli vottum ykkur öllum okkar innilegustu samúð. Minningin um góðan mann lifir sem við fengum að njóta lengi. Hans verður sárt saknað. Hvíl í friði. Ólöf Jóna Þórarinsdóttir. Halldór Gunnar Pálsson Ástkær móðir okkar, MAGDALENA THORODDSEN, Aflagranda 40, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans 3. maí síðastliðinn. Útför hennar verður frá Háteigskirkju mánudaginn 14. maí kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Halldóra J. Þorvarðardóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN ÁRNADÓTTIR, Sólvöllum 15, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum Selfossi fimmtudaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 15. maí klukkan 14. Bárður K. Vigfússon Brynja Ágústsdóttir Gestur R. Bárðarson Erna Steina Guðmundsdóttir Kristinn M. Bárðarson Gerða Arnardóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.