Morgunblaðið - 11.05.2018, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 11.05.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Allir mæta erfiðleikum á lífsleiðinni, þú ert engin undantekning þar. Þú hefur fundið nýtt áhugamál sem mun færa þér mikla gleði í framtíðinni. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að binda svo um hnútana að ekki verði hægt að koma þér á óvart með að- finnslum við starf þitt. Ekki er allt gull sem glóir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt einhver ummæli komi ekki heim og saman við skoðanir þínar skaltu fara þér hægt í fordæmingunni. Þér hættir til að gera úlfalda úr mýflugu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér finnst einhverjir vera að seilast inn á valdsvið þitt. Raunsæi og fyrirhyggja eru af hinu góða. Þú ert þekkt/ur fyrir já- kvæðni og ert því velkomin/n alls staðar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft ekki að vera með nein látalæti í umgengni við aðra. Kjaftasögur ganga um vin þinn en þú veist að það mun engu breyta um vináttu ykkar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Heppnin er með þér í dag og þú hittir fólk sem er alveg frábært að vinna með. Fé- lagslífið stendur í blóma og þér finnst þú á toppi tilverunnar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ferðaáætlanir eða ráðagerðir sem tengj- ast útgáfu og menntun virðast mögulegar um þessar mundir. Tilfinningarnar svella og þú átt í erfiðleikum með að vera hlutlaus og halda ró þinni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gættu þess að verða ekki fórn- arlamb sjálfselsku og þröngsýni. Allir hafa eitthvað til síns máls. Þú þarft ró og næði til hlaða batteríin af og til. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur haldið þig til hlés í ákveðnu máli en nú kemstu ekki lengur hjá því að taka afstöðu og láta hana í ljós við við- komandi. Einhver gengur á eftir þér með grasið í skónum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að láta vinnuna ganga fyrir öllu öðru þessar vikurnar. Hjón vinna sig út úr áskorunum með því að taka höndum saman. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hittir óvænt gamlan vin sem getur komið þér til hjálpar í erfiðu persónu- legu máli. En ef þú bara breytir örlítið til þá verður dagurinn allur annar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Sestu nú niður, skrifaðu verkefnalista og raðaðu hlutunum í forgangsröð. Ekki tefla á tvær hættur í ástamálunum. Síðasta sunnudag í apríl skrifaðiÓlafur A. Stefánsson í leirinn: „Fundur Kim Jong-un úr norðrinu og Moon að sunnan kom heims- byggðinni svo á óvart að menn stóðu gapandi og vissu ekki hverju óhætt væri að trúa. Gat þessi ein- valdur breyst svona skyndilega eða var þetta ein taktíkin til? Konan mín sagði að Kim hlyti að hafa ver- ið klónaður og síðan fjarstýrt í þessu mikla „sjói“ sem heimurinn hefur horft upp á síðustu daga. Það er best að halda sig við þá kenn- ingu þar til annað kemur í ljós. Klóna gerðu Kim Jong Un, kom hann fram og engu laug. Breyta vill í besta tún, birgðasvæði og atómhaug. Biður Trump um góss og grið, góða telur Kanans menn. Laus við hrekki lofar frið, losar hlekki fólksins senn. Sameina vill svæði í eitt, seðja hungur, lina tök. Gera fólkið glatt og feitt, greikka spor og rétta bök. Þar sem fyrrum frostið beit, fólkið svalt í sinni nauð, breyta skal í sælusveit, sem að gefur kál og brauð. Heimur trúir ekki enn, orðum þessa breytta manns, – en hver veit nema sjáum senn sáðkorn vaxa í sporum hans?“ Vandamálin eru af mörgum toga. Helgi R. Einarsson yrkir: Sigríður gamla á Grund á gamlan úrillan hund, sem glefsar og bítur, geltir og skítur í garðinn hjá Sigríði Hrund. Þórður Tómasson segir frá því að gömlu trékopparnir, venjulega með meiri eða minni hlandsteini í trénu, hafi lyktað misjafnlega og þótti það í og með fara eftir veður- breytingu. Er um þetta gamall hús- gangur: Veltast í honum veðrin stinn, veiga mælti skorðan. Kominn er þefur í koppinn minn, kemur hann senn á norðan. Ólafur Guðmundsson á Sauða- nesi orti: Rauða tunglið vottar vind, vætan bleiku hlýðir. Skíni ný með skærri mynd skírviðri það þýðir. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kim og Moon og allur heimurinn NBA-deildin er sú magnaðasta íheimi og væri hægt að syngja ýmsum leikmönnum lof og prís fyrir mögnuð tilþrif undanfarna daga og vikur. Einn maður hefur þó borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn. LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, hefur sýnt slíka takta að eiginlega er ekki annað hægt en að gapa. Hann er alger yfirburðamaður í sínu liði, sem hefur verið rækilega stokkað upp á leiktíðinni og átt mis- jöfnu gengi að fagna þar til nú að það smellur saman í úrslitakeppn- inni. x x x James gerir nánast allt á vellinum.Hann hrifsar til sín fráköst, kem- ur með boltann upp völlinn, gefur magnaðar sendingar á félagana til að auðvelda þeim að skora og setur sjálfur boltann í körfuna úr fárán- legustu færum. Hann hefur ótrúlega yfirsýn yfir völlinn og sér gloppur og veikleika í leik andstæðingsins eins og hann væri að lesa blaðið í gær. Undanfarna daga hefur hann gert Toronto Raptors lífið leitt. Liðið nýt- ur mikils stuðnings í Toronto og þeir sem ekki fá miða á leiki safnast sam- an fyrir utan íþróttahöll borgarinnar til að fylgjast með leikjum á stórum skjá til að fylgjast með og hvetja sína menn. Í vetur hefur liðið leikið einstaklega vel og var efst í Aust- urdeildinni. Enn strandaði liðið þó á James og félögum. Í fyrra sópaði Cleveland Toronto út úr úrslita- keppninni 4:0 og það sama átti sér stað að þessu sinni. x x x Í þriðja leiknum voru leikar jafnirþegar nokkrar sekúndur voru eft- ir. James fékk boltann á eigin vallar- helmingi, valhoppaði á fullri ferð upp völlinn og þegar hann var kominn hálfa leið inn fyrir þriggja stiga lín- una stökk hann upp, kastaði sér til vinstri, skaut boltanum, sem hann hélt í annarri hendi, kæruleysislega með mjúkri úlnliðshreyfingu þannig að boltinn fór hátt á spjaldið og ofan í hringinn. Leik lokið. x x x Cleveland gæti enn mætt ofjörlumsínum, en James á engan sinn líka. vikverji@mbl.is Víkverji Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. (Sálm: 86.11) PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 22. maí. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105, kata@mbl.is Blaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumar- húsgögn og grill ásamt girnilegum uppskriftum. Garðar &grill fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 25. maí SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.