Morgunblaðið - 11.05.2018, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Hér sýni ég fyrst og fremst málverk.
Ég vinn með ýmsa miðla og blanda
þeim oft saman, og sýni oft sam-
bland af klippimyndum, skúlptúrum
og málverkum. En hér er ég fyrst og
fremst kominn með málverk en
ákvað líka að hafa nokkrar valdar
klippimyndir með. Það eru ljós-
myndir sem ég tek sjálfur og klippi
út með skærum, allt á gamla mát-
ann.“ Heimir Björgúlfsson myndlist-
armaður er, þegar blaðamaður lítur
inn, að stilla upp verkunum í Tveim-
ur hröfnum listhúsi á Baldursötu 12
en sýning hans verður opnuð þar í
dag, föstudag, klukkan 17. Og sýn-
inguna kallar hann Aldrei aftur eða
er of seint að skipta um skoðun?
Heimir hefur verið búsettur er-
lendis í tvo áratugi, síðan hann hélt
til framhaldsnáms í Hollandi.
Undanfarin tólf ár hefur hann búið í
Los Angeles þar sem hann vann
þessi verk í vinnustofunni sem hann
reisti sjálfur á baklóð heimilisins í
austurhluta borgarinnar sólríku.
Heimir hefur haldið og tekið þátt í
fjölda einka- og samsýninga víða og
eru verk hans í eigu safnara, fyrir-
tækja og stofnana víða um lönd.
Um samspil málverkanna og
klippimyndanna sem gestir munu
sjá á sýningunni segir Heimir að
gestir kunni að öðlast betri skilning
á hugsun sinni og nálgun við að sjá
hvort tveggja. „Ég vinn venjulega að
mörgum verkum í einu og eitt verk
hefur sífellt áhrif á annað. Þetta er
eins og snjóbolti sem veltur áfram
og heldur áfram að bæta á sig.“
Auðn á Íslandi og í Kaliforníu
Í litríkum og björtum málverkum
Heimis blandast saman abstrakt
form, tákn og raunsæislega máluð
náttúra og dýr – pálmatré, páfa-
gaukar, apar, flamingóar og á stóru
verki fyrir miðju hrín asni sem
stendur á stultum, sem virðast vera
að falla frá honum. Hvaða heimur er
þetta?
„Ef það er hægt að setja þetta
undir eina regnhlíf þá fjalla verkin á
einhvern hátt um samband mitt við
umhverfi mitt. Og samband manns-
ins almennt við umhverfið.
Með árunum hefur þetta orðið
persónulegra. Ég rek myndheiminn
aftur til þess tíma þegar ég fór að
læra í Hollandi, þar sem allt er
manngert. Þá varð ég mjög meðvit-
aður um íslenska bakgrunninn og
fór í raun ómeðvitað að vinna út frá
því, hvernig til að mynda þessi ólíku
umhverfi stönguðust á. Þegar ég svo
flutti til Los Angeles þá hef ég þetta
allt saman, og miklu meira! Þennan
manngerða heim en stutt í villta
náttúru.
Ef farið er út í eyðimörk í Suður-
Kaliforníu þá er það á vissan hátt
líkt íslenskri náttúru, nema á and-
stæðum pól. Hinir brúnu og gulu lit-
ir þar eru þeir bláu og svörtu hér.
Lyktin er öðruvísi og vissulega hita-
stigið. En á báðum stöðum kemst
maður í auðn.“
Heimir bætir við að vissulega sé
það líka áhrifavaldur í Los Angeles
að borgin sé hrærigrautur af mörg-
um og ólíkum samfélögum. „Og
verkin hafa smám saman færst út í
það að verða sífellt persónulegri sög-
ur. Þá hafa þau líka mögulega orðið
aðeins ljóðrænni …“
Klisjukenndur draumur
Þegar spurt er að því hvaða dýr
það séu sem hann velur að setja í
verkin svarar Heimir að það sé að
vissu leyti tilviljanakennt. Um tíma
hafi hann haft mikinn áhuga á sléttu-
úlfum og þeir hafi ratað í nokkur
verk, og þá hafi litríkir apar komið
inn, litríkustu spendýr jarðar.
„Þetta verk hér,“ segir hann og
bendir á asnann, „er dálítið eins og
samfélagið sem ég bý í. Eins og
Rómaveldi á niðurleið. Það er byrjað
að falla undan asnanum og hann
bjargar sér varla úr þessu … En
„the show must go on“ …
Þetta verk þarna með pálmatrján-
um,“ segir Heimir og bendir, „er
eins og klisjukenndur norrænn
draumur með klisjukenndum pálma-
trjám um betri stað í heiminum, en
ég set líka inn í það byggingarvíra,
pælingin er að hver sé sinnar gæfu
smiður og paradís geti verið hvar
sem er. Hlutirnir verða alls staðar
venjulegir – og ég er líka að takast á
við ákveðinn fáránleika. Alveg síðan
ég var krakki hefur mér fundist það
sem er skrýtið vera merkilegt; ég er
heillaður af furðufuglum úti á götu.
En hvað er normal hegðun? Ég hef
fyrir löngu vanist því sem mér þótti
fyrst furðulegt í Kaliforníu en svo
kem ég til Íslands núna og finnst
margt stórfurðulegt hér sem mér
þótti fullkomlega eðlilegt einu
sinni.“
Finnst Heimi mikilvægt að koma
heim til Íslands með verk að sýna?
„Það er ákveðin nostalgía,“ svarar
hann brosandi. „Ég er Íslendingur
og langar alltaf að sýna á Íslandi.
Það kallar á mig að koma heim með
verkin.“ Hann setti síðast upp einka-
sýningu hér heima árið 2014, í Týs-
galleríi, hefur reglulega tekið þátt í
samsýningum, og átti síðast verk á
samsýningu í Arion banka í fyrra.
„Þótt hér séu aðallega málverk
hef ég aldrei litið á mig sem málara.
Ég er myndlistarmaður og tek mér
fyrir hendur þau verk sem kalla á
mig. Eitt leiðir af öðru en það var
ekki fyrr en eftir að ég útskrifaðist
úr listaskóla að ég for að mála af viti.
Ég teiknaði mikið sem krakki og
ætlaði þá að verða fuglafræðingur
en fór aftur að teikna þegar ég var í
mastersnámi og fór í framhaldinu að
mála. Það hefur undið upp á sig en
ég var lengi mjög gagnrýninn eða ef-
ins um það sem ég málaði og spurði
mig hvort það væri nógu gott. Svo
var ég tilnefndur til Carnegie--
verðlaunanna árið 2012, fyrir mál-
verk, og þá rann upp fyrir mér að
mögulega væri þetta í lagi hjá mér.
Og mögulega get ég gert betri mál-
verk vegna þess að ég skipti á milli
miðla og blanda þeim saman. Það
hentar mér að minnsta kosti mjög
vel.“
Paradís getur verið hvar sem er
Sýning á málverkum og klippimyndum Heimis Björgúlfssonar opnuð í Tveimur hröfnum listhúsi í
dag Heimir býr í Los Angeles og segir verkin fjalla mikið til um samband mannsins við umhverfið
Morgunblaðið/Einar Falur
Listamaðurinn „Hlutirnir verða alls staðar venjulegir – og ég er líka að takast á við ákveðinn fáránleika. Alveg
síðan ég var krakki hefur mér fundist það sem er skrýtið vera merkilegt,“ segir Heimir Björgúlfsson.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Titill sýningarinnar, Leitin að sann-
leikanum, kemur frá Martinus Sim-
son sem gerði þessar styttur hér á
myndunum,“ segir Katrín Elvars-
dóttir ljósmyndari og bendir á vegg-
ina fyrir aftan sig, í sýningarsal
BERG Contemporary við Klappar-
stíg. Þar verður sýning hennar opnuð
klukkan 17 í dag og á þorra verkanna
birtast stytturnar sem danski mynd-
höggvarinn, ljósmyndarinn og sirk-
ustrúðurinn Simson, sem var fæddur
árið 1886 og settist að á Ísafirði,
skapaði og setti upp þar í bænum og í
Tungudal. Katrín ólst upp á Ísafirði
til níu ára aldurs og þessar styttur
hafa setið í minningum hennar – og
hún hefur myndað þær af og til í tutt-
ugu ár.
„Simson skrifaði líka margar bæk-
ur með lífsspeki og þangað sæki ég
titilinn,“ bætir Katrín við. „Þegar ég
snéri aftur til Ísafjarðar fyrir tuttugu
árum var margt breytt en þessar
styttur voru á sínum stað. Ég var á
vissan hátt í leit að upprunanum og
byrjaði að mynda stytturnar og hef
haldið því áfram, með mismunandi
myndavélum og á mismunandi hátt.
Á síðustu árum hef ég svo farið að
hugsa um þetta sem sýningu og fór
markvisst að nota ákveðna tækni við
að mynda þær.“
Í innri sal BERG Contemporary
getur síðan að líta nokkur ljós-
myndaverk sem tengjast myndröð-
unum í bókunum sem Katrín hefur
sent frá sér á undanförnum árum,
ljóðrænar og innhverfar myndir sem
sýna óræð manngerð rými og glugga-
tjöld sem mynda skil milli heima.
Ljóðrænn frásagnarháttur
Í texta eftir Sigrúnu Ölbu Sigurð-
ardóttur sem fylgir sýningunni úr
hlaði, segir hún ljósmyndun vera
þann miðil sem Katrín hafi valið sér
til að fjalla um áleitnar spurningar
um upplifun okkar í tíma og rými,
minningar og óljós mörk hins ímynd-
aða og hins raunverulega. Katrín hafi
á síðustu fimmtán árum unnið sér
sess sem einn fremsti ljósmyndari
landsins og átt ríkan þátt í að breyta
viðhorfi til listmiðils hér á landi. Þá
falli verk Katrínar „vel að hug-
myndastraumum sem hafa verið
áberandi innan norrænnar samtíma-
ljósmyndunar á síðustu tíu til tólf ár-
um og má kenna við ljóðrænan frá-
sagnarhátt.“
Persónulegar
tengingar
Katrín Elvarsdóttir sýnir í BERG
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum
auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu
fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Við hjálpum þér
að bæta lífsgæðin
R
og
og