Morgunblaðið - 22.05.2018, Síða 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ
Leitar þú að traustu
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
ALHLIÐA BÍLAVIÐGERÐIR < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
Lífslíkur bílsins margfaldast
ef hugað er reglulega
að smurningu.ENGAR
tímapantanir
MÓTORSTILLING
fylgir fyrirmælum
bílaframleiðanda um
skipti á olíum og síum.
Þ
að er kunnara en frá þurfi að
segja – ekki síst fyrir les-
endur þessa Bílablaðs – að
mesta gróskan í framleiðslu
nýrra bíla hin seinni misseri hefur
verið í flokki svonefndra „crossover“
bíla sem helst hafa verið kallaðir
borgarjeppar á íslensku. Hver fram-
leiðandinn á fætur öðrum sendir frá
sér útspil í slaginn og ekki að furða;
margir þessara bíla hafa reynst fram-
leiðendum sínum æði drjúg mjólk-
urkýr. Nissan Qashqai og Range Ro-
ver Evoque eru aðeins tvö dæmi um
slíkt og þar af leiðandi skiljanlegt að
Bayerische Motoren Werke sjái sér
leik á borði. Sá leikur liggur nú fyrir
og er hreint enginn afleikur nema síð-
ur sé. BMW X2 er ljómandi skemmti-
legur bíll, flottur útlits og hrósvert af
BMW að tefla svolítið djarft með
hönnun bílsins. Nú kunna einhverjir
hreintrúaðir BMW-menn og -konur
að súpa hveljur en óttist eigi; hér er
ekki verið að villast í sömu áttir og 2-
Series strumpastrætóinn. Þvert á
móti er hér farið í verulega áhuga-
verðar áttir með hönnunina.
Svalur og sportlegur
Þó X2 sé auðþekkjanlegur að fram-
anverðu, með nýrnaframgrillið sem
einkennt hefur BMW í áratugi, þá er
hann býsna nýstárlegur að sjá á hlið-
ina. Hann er til að mynda lægri og
rennilegri að sjá en X1, og farang-
ursrýmið geldur aðeins fyrir þó það
sé svosem ekki mikið. En svipurinn
verður knappari og hér er til að
mynda enga rúðu að finna aftan við
afturhurðirnar – bara BMW-merkið,
hugvitsamlega sett á C-bitann. Það er
út af fyrir sig góð hugmynd, merkið
nýtur sín vel á þessum stað og BMW
hafa ástæðu til að halda sjálfum sér á
lofti; mér finnst þetta töff útfærsla.
Það er líka út af fyrir skynsamleg
stefna ð hafa skýran mun á mód-
elunum þó hætt sé við að íhalds-
sömum þyki X2 helst til fríkaður. En
það kemur þá ekki að sök, þeir halda
sig bara við X1 og allir sáttir. X2 er
væntanlega beint að yngri við-
skiptavinum og er skí andi útspil sem
slíkur. Hér hafa hönnuðir hitt á held-
ur betur góðan dag.
Þarna þekki ég þig, Bimmi
Að innan er X2 allur á hefðbundnu
bókina lærður og ekkert nema gott
um það að segja. Allir sem sest hafa
inn í BMW hin seinni ár munu kann-
ast hér við sig og af góðu einu. Að-
búnaður og tæki er, eins og við er að
búast, prýðisgóður. Stýrið er hæfi-
lega svert og fer vel í hendi, og oln-
bogarými ökumanns er fínt. Þá er út-
sýni áfram veginn afbragðsgott en
heldur lakara um afturrúðuna; glugg-
inn á skotthleranum er einfaldlega
svo knappur að ekki er við öðru að
búast. Innréttingin er smekkleg, með
skemmtilegum áhersluflötum úr
burstuðu áli.
Hvað tæknina áhrærir þá tekur
smástund að átta sig á viðmótinu í
snertiskjánum en þegar það er komið
þá er það líka dagljóst. Á öld snjall-
tækja er heldur engum vorkunn þó
hann þurfi að átta sig á tækjabúnaði
um borð í bíl.
Plássið er líka fínt fyrir farþega í
aftursæti, bæði til höfuðs og fóta, og
þó þakið lækki eftir því sem aftar
dregur. Það kemur ekkert að sök.
Eins og framar greindi þá takmarkar
lag bílsins skottplássið aðeins, en
þessi bíll mun seljast út á lúkkið en
ekki farangsrýmið.
Morgunblaðið/RAX
BMW X2 er ljómandi skemmtilegur bíll, flottur útlits og hrósvert af BMW að tefla svolítið djarft með hönnun bílsins. Hann er auðþekkjanlegur að framanverðu en sérstæður að sjá á hliðina.
BMW tekur borgarjeppaslaginn
Sportleg lögun bílsins takmarkar skottplássið aðeins, en án þess að það
komi að sök; þessi bíll mun seljast út á lúkkið en ekki farangsrýmið.
Morgunblaðið/RAX
Plássið er líka fínt fyrir farþega í
aftursæti, bæði til höfuðs og fóta.
+
Flott útlit, skemmti-
legur í akstri
–
Heldur í dýrara lagi
2,0 lítra díselvél
190 hestöfl/400 Nm
8 þrepa sjálfskipting
0-100 km/klst.: 7,7 sek.
Hámarkshr.: 221 km/klst.
Drif: AWD
17" álfelgur
Eigin þyngd: 1.600 kg
Farangursrými: 470 lítrar
Mengunargildi: 136 g/km
Verð frá: 6.190.000 kr.
4,8 l í blönduðum akstri
Umboð: BL
BMW X2
20d xDrive
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
Reynsluakstur
Að innan er X2 allur á hefðbundnu bókina lærður. Aðbúnaður og tæki er, eins og við er að búast, prýðisgóður.
Að innan er X2 allur á hefðbundnu bókina lærður. Aðbúnaður og tæki er,
eins og við er að búast, prýðisgóður.