Morgunblaðið - 22.05.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.05.2018, Qupperneq 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ VÖNDUÐ JEPPADEKK Á FRÁBÆRU VERÐI STÆRÐ 315/70R17 49.600,- kr. STÆRÐ 285/70R17 46.900,- kr. ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900 WWW.ARCTICTRUCKS.IS ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR! Þ eir vita sem fylgjast með bílaheiminum að nærfellt allir ráku upp stór augu þegar Porsche svipti hul- unni af jeppa árið 2002. Flestum þótti þetta fráleitt og fullkomlega taktlaust fyrir sportbílaframleiðanda og Cayenne, en svo kallaðist jeppinn, mætti efasemdum þegar hann var frumsýndur. En efasemdarradd- irnar eru vitaskuld löngu þagnaðar enda Cayenne frábær bíll allt frá fyrstu kynslóð; Porsche-erfðaefnið er rækilega til staðar og þá þarf ekki að hafa frekari áhyggjur af far- artækinu. Síðan þá hefur Porsche Cayenne bara batnað. Tækninni fleygir fram eftir því sem árin líða og í dag er Cayenne hátæknilegt meist- araverk og Porsche tekst með aðdá- unarverðum hætti að flétta saman munað og þægindi við eiginleika ekta sportbíls. Því þegar öllu er á botninn hvolft er Porsche Cayenne í raun réttri ofursportbíll búinn þægindum og farangursrými jeppa. Loksins - útlitið fullkomnað! Gott og vel, það eru kannski ýkjur því lengi má gott bæta og vitaskuld er engum endapunkti náð með nýj- ustu kynslóð Cayenne. En engu að síður er hér um mikinn áfangasigur að ræða, alltént að mati undirritaðs. Eitt af því sem hefur hálfpartinn plagað Cayenne allt frá fyrstu tíð er afturendinn, þ.e. hönnun afturljós- anna. Þau hafa alltaf virkað á mig sem óákveðin hönnun, eitthvað sem notast var við af því fólki datt ekkert betra í hug. Porsche Panamera og Porsche Boxster hafa löngum verið sama marki brenndir. Afturljós sem ganga einhvern veginn ekki alveg upp. Merkilegt nokk þá var lausnin beint fyrir framan nefið á hönn- unardeild Porsche. Rétt eins og framendi allra bílanna, sem Porsche framleiðir á annað borð, er með ein- um eða öðrum hætti dreginn af fram- enda 911-bílsins, þá hefur mönnum loksins lærst að leiðin til fyrirheitna landsins varðandi afturenda Ca- yenne, Panamera og Boxster liggur líka um lendur Porsche 911. Aftur- ljósin hafa aldrei verið flottari og nú erum við að tala saman. Glöggir les- endur kveikja hér á þeirri staðreynd að minni jeppinn frá Porsche, Mac- an, náði þessu í fyrstu tilraun. Að öðru leyti er Cayenne til- tölulega líkur sér frá síðustu kynslóð og þar þurfti engra byltinga við. Heildarsvipurinn er eins og púsl sem loks hefur tekist að leysa alla leið. Einhverjir gætu bent á að Ca- yenne er ekki ýkja „jeppalegur“ að sjá, enda liggur hann nokkuð lágt til- sýndar. Það er kannski sjónarmið út af fyrir sig. Fæstir, ef þá einhverjir, munu þó fjárfesta í þessum lúxusbíl til að taka á honum í torfærum, og þegar maður sér 22 tommu felgurnar sem hann skartaði við reynsluakst- urinn þá verður manni satt að segja drullusama um flest annað – þið af- sakið orðbragðið. Að innan eins og best gerist Eins og framar greindi hefur það Fríða og Dýrið í senn Eins og glöggt má sjá hefur afturendi Porsche Cayenne aldrei litið jafnvel út. Héðan af þarf engar byltingar, bara minni háttar breytingar, takk. Flennistór upplýsingaskjár gefur ökumanni og öðrum viðstöddum allra handa upplýsingar um bílinn, ásamt því að stýra afþreyingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.