Morgunblaðið - 22.05.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 22.05.2018, Síða 14
Lagið sem markaði endurkomu Ford Mustang í náðina hjá hinum almenna sportbílaunn- anda, kynnt árið 2005 sem fjórða kynslóðin. Mustang-fákar að fornu og nýju Brimborg með yfirlitssýningu um sögu Ford Mustang Sérlega glæsilegt og sportlegt eintak af Mustang með seinni gerð yfirbyggingar frá fyrstu kynslóðinni, nánar tiltekið í SportsRoof útfærslu, frá árunum rétt fyrir 1970. Sportrendur hafa aldrei sakað á Ford Mustang nema síður sé og þessi gullfallegi bíll sýnir hversu fallegir sportbílar voru oft í kringum 1965. Þriðja kynslóð Ford Mustang var kynnt til sögunnar árið 1979, minni um sig á alla kanta. Þessi töffari er að blaðamanni sýnist árgerð ́85 eða ́86. Núverandi lag á Ford Mustang hefur glatt margan sportbílaunnandann en margir voru ekki allskostar sáttir við brotthvarfið frá „muscle car“ laginu og fögnuðu því rækilega þegar fimmta kynslóðin var kynnt til sögunnar árið 2005, sælla minninga. Það er ávallt tilhlökkunarefni þegar Brimborg, umboðsaðili Ford á Íslandi, efnir til Mustang-sýningar í húsakynnum sín- um. Jafnan er úrvalið mikið sem til sýnis er og gefst þá færi á að skoða bíla sem sjaldséðir eru orðnir á götunum. Ford Mustang eru að líkindum frægustu sportbílar sem frá Bandaríkjunum hafa komið – ásamt Chevrolet Corvette – og því ekki að undra að margmenni bregði sér í Brimborg að skoða fákana meðan bílasýningin stendur yfir. Höfum annars ekki fleiri orð um það en leyfum myndunum að njóta sín. Ef það er eitthvað fallegra en eldrauður, stífbónaður og glansandi fínn klassískur Ford Must- ang, þá er það þrír slíkir standandi til sýnis hlið við hlið. Þvílík fegurð, góðir lesendur! Tvær kynslóðir af Ford Mustang mætast á sýningunni hjá Brimborg, nánar tiltekið sú fyrsta til hægri (fyrsta yfirbygging 1964-1967) og sú fjórða sem smíðuð var 1994-2004. 14 | MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.