Morgunblaðið - 22.05.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 22.05.2018, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ | 15 Er ferðavagninn rafmagnslaus? TUDOR TUDOR Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu örugg t start með TUDO R Frístunda rafgeymar í miklu úrvali, AGM þurr rafgeymar eða lokaðir sýrurafgeymar. Námskeið í maí 2018 Lau. 26. maí kl. 09:00 - 16:00 - Umferðaröryggi - bíltækni Lau. 26. maí kl. 09:00 - 16:00 - Vistakstur - öryggi í akstri Námskeið í júní 2018 Lau. 2. júní kl. 09:00 - 16:00 - Vöruflutningar Lau. 2. júní kl. 09:00 - 16:00 - Lög og reglur Lau. 9. júní kl. 09:00 - 16:00 - Vistakstur - öryggi í akstri Lau. 9. júní kl. 09:00 - 16:00 - Farþegaflutningar Lau. 23. júní kl. 09:00 - 16:00 - Lög og reglur Lau. 23. júní kl. 09:00 - 16:00 - Umferðaröryggi - bíltækni Lau. 30. júní kl. 09:00 - 16:00 - Vöruflutningar Lau. 30. júní kl. 09:00 - 16:00 - Farþegaflutningar Gert er ráð fyrir að haustnámskeið hefjist í lok ágúst 2018 Fyrirtæki geta óskað eftir sérnámskeiðum fyrir hópa Skráning á námskeið fer fram á bilprof.is Ökuskólinn í Mjódd – Þarabakka 3, 109 Reykjavík – s 567 0300 – mjodd@bilprof.is Þýski sportbílasmiðurinn Porsche kom vel frá fyrsta fjórðungi ársins. Afhendingar bíla jukust um 6,5%, tekjur jukust um 8% í 5,9 milljarða evra og hagnaður af rekstri varð 976 milljónir evra, eða 16,4%. „Þessi góði árangur á fyrsta fjórðungi ársins leggur traustan grunn fyrir komandi tíma,“ segir Lutz Meschke, varaformaður stjórnar Porsche, í afkomutilkynningu, en alls afhenti Porsche 63.500 bíla á tímabilinu. Rekstrarmarkmiðin í sjónmáli Hann segir að aukin blönduð bílaframleiðsla og hag- felld þróun annarrar starfsemi, svo sem ráðgjafaþjónusta sem veitt er af MHP og Porsche Consulting, hafi stuðlað að þessari góðri afkomu. Hins vegar hvíli gífurlegar fjár- festingar vegna framtíðarinnar sem mæði á fjárhagnum og hafi óhagstæð gengisþróun gert þær þungbærari. Oliver Blume, stjórnarformaður Porsche, segir árang- urinn styðja smíðastefnu bílsmiðsins. „Nýjar kynslóðir Panamera og Cayenne hafa fengið góðar viðtökur, sem og einnig nýju 911 GT-módelin,“ segir hann. Í lok fyrsta fjórðungs voru starfsmenn Porsche 30.335 talsins. Hafði þeim fjölgað úr 28.249 árinu áður eða um 7%. Í tilkynningu Porsche segir að markmiðið um 15% rekstrarhagnað fyrir árið 2018 í heild ætti að verða við- ráðanlegt. Sportbílasmiðurinn þýski býst við að næsti kippur sem lyfta muni bílasölunni ennfremur verði þegar Mission E, fyrsti hreini rafsportbíllinn frá Porsche, kem- ur á götuna. agas@mbl.is Góður gangur hjá Porsche Porsche býst við sölukipp þegar Mission E kemur á götuna en þar er um að ræða fyrsta hreina, rafbíl Porsche. Auknar tekjur og meiri rekstrarhagnaður Umferðaröryggi er meira í Noregi en nokkru öðru ríki heims. Þriðja árið í röð hreppa Norðmenn efsta sætið í öryggismálum. Í fyrra, 2017, biðu 106 manns bana í umferðinni í Noregi. Jafngildir það 20 dauðsföllum á hverja milljón íbúa, en svo lágu hlutfalli hefur ekk- ert land náð fyrr eða síðar. Frá þessu skýrir vegagerðin norska en í næstu sætum eru Svíþjóð með 25 dauðsföll á milljón íbúa, Bretland og Sviss með 27, Holland 31 og Danmörk 32. Í þessum löndum er að finna öruggustu vegina. Hættulegastir eru þeir í gömlu austantjaldsríkj- unum. Þannig biðu 70 bana á hverja milljón íbúa í Lettlandi í fyrra, 75 í Póllandi, 80 í Króatíu, 82 í Serbíu, 96 í Búlgaríu og 98 í Rúmeníu. agas@mbl.is Frændur vorir eru öruggir undir stýri Hvergi eru banaslys í umferðinni jafn hlutfallslega lá og í Noregi. Umferðaröryggi mest í Noregi Volkswagen hefur ákveðið að ganga til móts við nýja tíma rafdrif- inna bíla með því að endurhanna táknmerki sitt. Táknmerkið hefur öðru hverju tekið smávægilegum og varfærn- islegum útlitsbreytingum frá því það kom til skjalanna á fjórða ára- tug nýliðinnar aldar. Síðast var hresst upp á merkið 2012 en nú er sagt, að nýja merkið taki stakkaskiptum og verði ekki „eins þýskt“ og áður, án þess að það væri skýrt nánar. Boðað er að nýtt merki verið kynnt til sögunnar á næsta ári. agas@mbl.is „Merkilegar“ fréttir frá Volkswagen VW breytir táknmerkinu Táknmerki Volkswagen hefur tekið breytingum við og við á tæplega 80 árum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.