Morgunblaðið - 04.05.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 04.05.2018, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 Útgefandi Árvakur Umsjón Ásgeir Ingvarsson Blaðamenn Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is, Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Auglýsingar Valur Smári Heimissonvalursmari@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Valli Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is G uðmundur Ingi Guðbrandsson, um- hverfis- og auðlindaráðherra, seg- ist mjög ánægður með þá þróun sem orðið hefur í notkun rafbíla hérlendis á undanförnum árum. „Okkur hefur tekist að „loka hringnum“ ef svo má að orði komast og búið að setja upp hrað- hleðslustöðvar við hringveginn með reglulegu millibili. Sala rafbíla eykst jafnt og þétt og grunar mig að á komandi árum verði rafbíla- væðingin hraðari en flestir hafa reiknað með. Kostirnir við rafbíla eru augljósir og þeir gætu orðið næsta stóra byltingin í samgöngu- og loftslagsmálum hér á landi.“ Að mati Guðmundar Inga er til mikils að vinna fyrir Íslendinga enda rafvæðing bílaflot- ans til þess fallin að gera landið síður háð inn- flutningi á olíu, minnka koltvísýringslosun og auka loftgæði. „Samhliða því að geta hjálpað okkur að ná betri viðskiptajöfnuði við útlönd er auðvelt að ímynda sér að almenn notkun rafbíla geti stutt við ferðaþjónustuna með því að hafa jákvæð áhrif á ímynd landsins. Ferða- menn gætu skoðað landið á umhverfisvænan hátt með bíl sem notar innlendan og endurnýj- anlegan orkugjafa.“ Nær rafbílabyltingin til allra? Sumir hafa af því áhyggjur að uppbygging innviða muni ekki halda í við vaxandi vinsældir rafbíla og að flöskuhálsar í dreifikerfi raforku geti jafnvel þýtt að fólk í sumum landshlutum fái ekki að taka þátt í rafbílabyltingunni til jafns við aðra. Guðmundur Ingi segir ekki að- eins þurfa að tryggja að landsbyggðin geti notið góðs af rafbílatækninni heldur verði líka að huga t.d. að grónari hverfum á höfuðborg- arsvæðinu. „Unnið er að breytingum á bygg- ingareglugerð sem kveða á um að gert sé ráð fyrir tengibúnaði fyrir hleðslu rafbíla í öllum nýjum byggingum, en þá situr eftir að leysa þá áskorun að bjóða fólki leiðir til að hlaða bílana sína á stöðum þar sem tengimöguleikarnir eru af skornum skammti. Á það bæði við um eldri hverfi, en líka sum fjölbýlishús þar sem þörf er á miklu orkumagni ef margir íbúar kaupa sér rafmagnsbíl.“ Guðmundur Ingi kveðst vongóður um að með góðri álagsstýringu megi rafvæða sam- göngur í byggðum þar sem flutningsgeta raf- kerfisins er í dag nánast fullnýtt. „Orkuþörfin er breytileg eftir tímum dags og tæknin getur hjálpað okkur að haga málum þannig að þar sem orkuframboðið er takmarkað séu rafbíl- arnir hlaðnir að nóttu til þegar rafmagns- notkun heimila og fyrirækja er í lágmarki.“ Undanþágur renna út eftir þrjú ár Stjórnvöld ákváðu á sínum tíma að fella tíma- bundið niður innflutningsgjöld á rafmagnsbíla og veita að auki afslátt af virðisaukaskatti upp að ákveðnu marki. Á síðasta ári seldust meira en 400 rafmagnsbílar hérlendis, og jókst salan um 86% milli ára. Ef fram heldur sem horfir gætu um það bil 1.000 nýir rafbílar komið á göturnar í ár sem þýðir að ríkið fer á mis við töluverðar skatttekjur. Við það bætist síðan að ólíkt eigendum bensín- og dísilbíla þurfa raf- bílaeigendur ekki að greiða háa skatta af elds- neytinu sem þeir nota. Þrjú ár eru þangað til skattaívilnanir vegna rafbílakaupa renna úr gildi og gæti það gerst að ríkið kjósi þá að hækka gjöldin. „Þróunin hefur verið mun hraðari en nokkur átti von á, og á sama tíma og rafbílum fjölgar minnkar verðbilið á þeim og bílum sem nota hefð- bundna orkugjafa,“ segir Guðmundur Ingi. „Á einhverjum tímapunkti mun það þurfa að ger- ast að hæfileg gjöld verði lögð á rafbíla til að standa undir uppbyggingu og viðhaldi vega- kerfisins, en gjöldin þurfa áfram að taka mið af kolefnislosun og stuðla að því að ódýrara sé fyrir fólk að aka um á bílum sem menga minna.“ Morgunblaðið/RAX Guðmundur Ingi segir rafbílana m.a. hafa þá ótvíræðu kosti að hjálpa til að minnka loftmengun og draga úr innflutningi á jarðefnaeldsneyti. Mikill ávinningur af rafbílavæðingunni Umhverfisráðherra segir brýnt að skattar á bíla og eldsneyti stuðli áfram að því að ódýrara sé fyrir landsmenn að aka um á bílum sem menga minna. Rafbíllinn Nissan Leaf er nýkominn úr árekstr- arprófi hjá Euro NCAP-rannsóknarstofunni og hlaut hæstu einkunn. Fyrir vikið geta eigendur Leaf glaðst, ekki síst í Noregi þar sem hin nýja kynslóð þessa módels hefur runnið út eins og heitar lummur. Var hlutur bílsins 9% í heildarnýskráningum frá áramótum til marsloka. Að sögn vefsetursins elbil.no voru nýskráð ein- tök af Leaf í marsmánuði einum og sér 2.172 tals- ins. Hafa aldrei í Noregi selst jafn mörg eintök af einu og sama bílamódelinu í einstökum mánuði. Fyrra metið átti Tesla S frá 2014 sem hljóðaði upp á 1.493 eintök í stökum mánuði. Í það skiptið var rutt meti Ford Sierra frá í maí 1986 en þá voru nýskráðir 1.454 bílar af þeirri gerð. Leaf er fyrsti bíllinn sem tekinn er til skoðunar hjá Euro NCAP frá því próf stofnunarinnar voru stórhert í byrjun árs. Hlaut bíllinn fullt hús af stjörnum, eða fimm, og hæstu einkunn. Fyrsta kynslóð Leaf fékk einnig fullar fimm stjörnur er hann var tekinn í próf árið 2011. Varð hann þá fyrstur rafbíla til að hljóta stjörnurnar allar. Varðandi öryggi fullorðins farþega hlaut Niss- an Leaf 93 stig af hundrað mögulegum og 86 stig fyrir öryggi barns. Þá hlaut hann 71 af 100 fyrir öryggi gangandi eða hjólandi vegfarenda og sömu einkunn fyrir öryggisbúnaðinn Safety Ass- ist, sem felur m.a. í sér neyðarbremsu. Athygli vakti að Leaf gat varist árekstri með sjálfvirkri neyðarbremsu. „Neytendur eru í vaxandi mæli að snúa frá hefðbundnum bílum, ekki síst dísilbílum, og bíla- framleiðendur fjárfesta stórt í þróun og smíði raf- og tvinnbíla. Hinn nýi Leaf er gott dæmi um að þróun nýrra rafrása og umhverfisvænnar bíl- tækni þarf ekki að koma niður á öryggisþætt- inum,“ segir í umsögn Euro NCAP um útkomu Nissan Leaf. Tilgangurinn með hertum prófum Euro NCAP er að gera bíla enn öruggari meðal annars fyrir svonefnda „mýkri vegfarendur“ svo sem hjólreiðamenn. Takmark allra bílsmiða er að koma frá árekstrarprófinu með fimm stjörnum, en ekki gengur það upp hjá þeim öllum. agas@mbl.is Glansaði gegnum prófið Þótt Ferrari-stjórinn Sergio Marchionne hefði sagt fyrir um tveimur árum að hugmyndin um Ferrari-bíl sem gæti komist úr sporunum án þess að þurfa 12 strokka vél væri klám, er það eftir allt að verða að veruleika. „Núna er þetta að verða raunveruleikinn,“ sagði Marchionne í síðustu viku. Staðfesti hann að Ferrari hefði í hinni mestu kyrrþey verið að prófa sig áfram með tvinnbíl í einkabraut sinni í Maranello á Ítalíu, en þar eru höfuðstöðvar Ferr- ari. „Honum má aka mjög hljótt,“ bætti hann við en auk rafmótors verður bensínvél í aflrásinni. Á myndskeiði sem birt hefur verið á YouTube má sjá bíl taka af stað og bæta ferðina hratt í Ferr- ari-brautinni. Frá honum bárust engin hljóð. Þótt Ferrari hafi engin áform um að smíða hreinan rafbíl fyrir árið 2022 er bílsmiðurinn að þróa farartæki sem draga mun „hámarkskrafta rafvæðingarinnar“ fram, eins og Marchionne segir. Mun Ferrari bjóða upp á slíka aflrás í sportbíl þegar á næsta ári og á hann að geta ekið umtals- verðar vegalengdir á rafmótornum einum saman. Tvinnvélin verður brátt valkostur í öllum nýj- um módelum frá Ferrari og árið 2020 verður það eina aflrásin sem boðin verður í fyrsta sportjeppa Ferrari. Segir Marchionne að það verði hrað- skreiðasti jeppinn á bílamarkaðinum. agas@mbl.is Ferrari þróar rafbíl á laun Hin kraftalegu óhljóð frá Ferraribílum munu dofna með rafvæðingu þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.