Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
V
anda þarf valið þegar kem-
ur að því að kaupa raf-
hleðslustöð fyrir heimilið
eða vinnustaðinn. Ekki að-
eins þarf að velja stöð með
réttu eiginleikana, heldur borgar sig
að velja framleiðanda sem má
treysta og versla við íslenskan selj-
anda.
Vignir Örn Sigþórsson, við-
skiptastjóri hjá Johan Rönning, seg-
ir fyrirtækið hafa áttað sig á þessu
þegar fyrirtækið hóf fyrst að selja
rafhleðslustöðvar. „Við skiptum
fljótlega um framleiðanda því stöðv-
arnar virtust ekki ráða við íslenskar
aðstæður og var þeim öllum skilað til
okkar enda seldar með íslenskri
neytendaábyrgð. Ef viðskiptavin-
irnir hefði keypt sams konar hleðslu-
stöðvar á stöðum eins og AliExpress
þá sætu þeir uppi með tjónið.“
Johan Rönning selur í dag hleðslu-
stöðvar í hæsta gæðaflokki frá
franska framleiðendanum Schnei-
der-Electric og svissneska tækniris-
anum ABB, og hafa tækin gefið góða
raun. Frá Schneider-Electric býður
Rönning minni hleðslustöðvar fyrir
heimili og vinnustaði, en frá ABB öfl-
ugar hraðhleðslustöðvar sem ON
hefur sett upp víðs vegar um landið.
Það fer ekki fram hjá Vigni og
kollegum hans að rafmagns- og
tengiltvinnbílum fer fjölgandi í um-
ferðinni og mikil eftirspurn er eftir
hleðslustöðvum. „Um þetta leyti árs
vill álagið í versluninni aukast enda
tími húsfélagafunda og í mörgum
fjölbýlishúsum langar íbúa að setja
upp hleðslustöðvar.“
Vignir segir oftast nær einfalt að
setja upp hleðslustöð fyrir eitt heim-
ili, en það geti orðið flóknara í fjöl-
býli þar sem hlaða þarf marga bíla
samtímis. „Í heimahúsum þarf að
leiða rafmagn frá töflu og út í
hleðslustöð. Er hleðslustöðin oftast
höfð utandyra, og algengt að raf-
magnstaflan sé í bílskúrnum. Alla
jafna er þá hægur vandi að festa
stöðina á útvegg, og bora gat á vegg-
inn til að leiða rafmagnsvírana í
gegnum.“
Betra að velja öflugri hleðslustöð
fyrir bíla framtíðarinnar
Sölumenn Johan Rönning mæla með
því við viðskiptavini að þeir kaupi
hleðslutæki án snúru. Hleðslusnúra
fylgir hverjum rafmagnsbíl, og á að
passa á tengið á hleðslustöðinni, en
ef snúran er sambyggð stöðinni er
ekki víst að hún passi við alla bíla.
„Það getur kallað síðan á meira um-
stang ef fólk ákveður, nokkrum ár-
um síðar, að fá sér rafmagns- eða
tvinnbíl frá öðrum framleiðanda.“
Vignir segir líka vissara að fjár-
festa í eins öflugri hleðslustöð og raf-
magnstaflan ræður við. „Flestir raf-
magns- og tvinnbílar í dag nota
einfasa rafmagn, en ef búið er að
tengja heimilið við þriggja fasa raf-
magn þá erum að gera að kaupa
þriggja fasa hleðslustöð. Ef stöðin er
16 amper þá getur hún, með einfasa
rafmagni, veitt 3,7 kW hleðslu, en 7,4
kW með 32 ampera stöð. Á þriggja
fasa rafmagni má þrefalda þessar
tölur og fá 11 kW hleðslu með 16 am-
perum og 22 kW með 32 amperum.“
Ekki þarf að hafa af því áhyggjur
að hleðslustöðin sé of kröftug. „Það
er bíllinn sem stýrir hleðslunni en
ekki stöðin sjálf, svo ef hleðslugetan
er t.d. 7 kW þá kemur ekki að sök þó
að hleðslustöðin ráði við mun meira,
en aftur á móti er fólk þá búið að búa
í haginn fyrir næsta rafmagnsbíl
heimilisins sem ætti væntanlega að
hafa tæknina til að taka við meiri
orku og hlaða sig hraðar.“
Hleðslustöðvar fyrir heimili og
fjölbýli kosta frá 100 upp í 400 þús.
krónur en Vignir segir að sparnaður
vegna eldsneytiskaupa greiði fljótt
upp þessa fjárfestingu. „Það þykir
líka klárlega gera fasteignir sölu-
vænlegri ef búið er að koma fyrir
hleðslustöð, og því hægt að líta á
hana sem dýrmæta viðbót við húsið.“
Fjölbýli þurfa aflstýringu
Í fjölbýli kann að þurfa að gera sér-
stakar ráðstafanir ef heimtaugin
ræður ekki við að hlaða marga raf-
bíla í einu. „Þær rafmagns-
innstungur sem eru í bílakjöllurum
eru yfirleitt inni á sömu grein og
ljósin og þegar búið er að stinga 3-4
bílum í samband er hætt við að raf-
magninu slái út vegna of mikils
álags.“
Segir Vignir að í fjölbýli borgi sig
að nota aflstýringu sem dreifir
orkunni betur á kerfið og hægir á
hleðslunni þegar álagið er mikið.
„Aflstýringartölva er yfirleitt ómiss-
andi enda þarf ekki margar 32 am-
pera hleðslustöðvar til að ná upp í
heildarstærð heimtaugarinnar í
dæmigerðri blokk, og er þá eftir að
draga frá orkunotkun vegna raf-
tækja á heimilum fólks. Aflstýringin
vaktar hvert orkan fer og dregur úr
orkumagninu sem beint er á raf-
hleðslustöðvarnar þegar þess er þörf
en eykur aflið þegar kerfið leyfir.“
Aflstýringarbúnaðurinn getur líka
haldið af nákvæmni utan um orku-
notkun þeirra sem nota hleðslu-
stöðvarnar. Íbúar geta t.d. haft sér-
stakan lykil sem setur
hleðslustöðvarnar í gang og byrjar
aflstýringartölvan þá að mæla. Bún-
aðurinn getur sent sjálfvirka skýrslu
á gjaldkera húsfélagsins, eða til hús-
félagaþjónustu hjá banka og sund-
urliðað rafmagnsreikninginn eftir
notendum. Ef húsfélagið ákveður að
rukka ögn meira en kostnaðarverð
fyrir hleðslu rafbíla þá má með því
smám saman ná til baka kostn-
aðinum við fjárfestinguna í hleðslu-
stöðvunum og aflstýringartölvunni.“
Sama gildir með fyrirtæki, þar
sem sett er upp aðstaða til að hlaða
marga bíla, að aflstýring er nauðsyn-
leg. Vignir segir hægt að koma upp
kerfi sem rukkar hvern starfsmann
eða viðskiptavin í hvert skipti sem
hleðslustöðin er notuð. „En oft reyn-
ist einfaldast og hagkvæmast að inn-
heimta einfaldlega fast og hóflegt
þjónustugjald, t.d. 500 kr. fyrir
hverja hleðslu.“
Þarf ekki að vera
flókið að setja upp
rafhleðslustöð
Morgunblaðið/Valli
„Um þetta leyti árs vill álagið í versluninni aukast enda tími húsfélagafunda og í mörgum fjölbýlishúsum langar íbúa að setja upp hleðslustöðvar,“ segir Vignir Örn Sigþórsson. Margir bílar kalla á mikla orku.
Stóru hraðhleðslustöðvarnar má finna víða um land og koma í góðar þarfir.
Dýrara er að setja upp frístandandi hleðslustöð en að festa hana upp á vegg.
Í fjölbýlishúsum er vissara að fjárfesta í aflstýringarbúnaði sem hægir á
hleðslustöðvunum á þeim tímum þegar mikið álag er á rafkerfi hússins.