Morgunblaðið - 04.05.2018, Page 13
FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 MORGUNBLAÐIÐ 13
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Ekkert lántökugjald við
fjármögnun rafbíla
Betri kjör
við kaup á
vistvænum
bílum
50% afsláttur af lántökugjaldi
við fjármögnun vistvænna bíla
Danska stjórnin hefur séð að sér og hyggst end-
urskoða þá ákvörðun sína að hætta fjárhags-
legum ívilnunum til kaupenda rafdrifinna bíla.
Ástæðan fyrir hughvarfinu er að sala vist-
vænna bíla hrundi í Danmörku þegar fyrri íviln-
anir runnu sitt skeið á enda, að sögn forsætis-
ráðherrans Lars Løkke Rasmussen.
„Fyrir hendi eru skattaívilnanir vegna rafbíla
og ræða mætti hvort þær ættu að vera
burðugri. Það útiloka ég ekki,“ sagði Rasm-
ussen í viðtali við danska fjölmiðla. Hann bætti
við að ræða þyrfti málið í samhengi við áform
ríkisstjórnarinnar um að auka neyslu á hreinni
orku á kostnað annarra orkugjafa frá og með
næsta hausti.
Sala rafbíla í Danmörku hefur hrunið frá því
stjórn Rasmussens afnam niðurgreiðslustyrki
til rafbílakaupa. Hún nam tæplega 5.000 eintök-
um árið 2015 en aðeins um 700 bílum í fyrra.
Þar sem dísilbílar eru fallnir í ónáð í flestum
Evrópuríkjum í framhaldi af útblásturshneyksl-
inu, sem kennt er við Volkswagen, fer í dag
fram umræða í Danmörku um undir hvers kon-
ar bíla skuli ýta og hverja ekki.
Ríkisstjórnin hefur sætt gagnrýni fyrir
grautarlegar ákvarðanir um niðurskurð skrán-
ingargjalda sem hafa nær eytt hvötum til kaupa
á vistvænum bílum. Ríkisstjórnin situr svo uppi
með nýjan vanda þar sem flokkur sósíal-
demókrata, sem er í stjórnarandstöðu, náði
frumkvæði í umræðunni í síðustu viku með því
að heita því að banna sölu dísilbíla frá og með
2030 vinni flokkurinn þingkosningarnar á næsta
ári, 2019. agas@mbl.is
Danir áforma að veita
ívilnanir að nýju
Danir eru að skoða að taka u-beygju og létta aftur kaupin á vistvænum bílum á ýmsa vegu.
Lokið hefur verið við gerð tveggja kílómetra
langs „rafmagnsvegar“ í Svíþjóð, svonefnds
eRoadArlanda, eða þjóðvegar númer 983.
Þessi svonefndi vinnandi vegur gerir kleift að
hlaða rafbíla á ferð.
Hafist var handa við vegargerðina skammt
frá Stokkhólmi í október, 2017. Er henni nú
lokið og kveikt hefur verið á veginum. Í fyrra-
haust hófst akstur á rafknúnum vörubíl milli
Arlanda-flugvallar og póstmiðstöðvarinnar
PostNord í Rosersberg.
Vörubíllinn var upphaflega hlaðinn með
gamla laginu, þ.e. settur í samband við hleðslu-
staur. Núna er hægt að hlaða hann er hann ek-
ur um rafmagnsveginn. Lætur hann tengibún-
að síga niður í spor í veginum sem hefur að
geyma rafleiðnirauf í malbikinu. Kippist hún
svo upp í enda hins rafmagnaða vegarkafla.
Það athyglisverða við búnaðinn er að hann á
að geta rukkað ökumann fyrir rafmagnið sem
hann hleður upp í bílinn hverju sinni.
Meginmarkmiðið með eRoadArlanda – og
öðrum verkefnum sem sænska vegagerðin
vinnur nú að – er að rafknúin farartæki verði
búin að leysa af hólmi bíla með brunavélar frá
og með 2030.
Til að byrja með verður eRoadArlanda
nokkurs konar tilraunavegur því honum er
ætlað að auka á vitneskju og reynslu sem á svo
að nýtast þegar kemur að frekari ákvarð-
anatöku um uppbyggingu og rafvæðingu
stærri og lengri vega í Svíþjóð. Segja mætti að
þetta langa ferðalag hæfist með tveggja kíló-
metra rafvegi. agas@mbl.is
Rafmagnsvegur í
gagnið í Svíþjóð
Ljósmynd/eRoadAr
Tilraunavörubíllinn hleður upp raforku á ferðinni í gegnum tein sem tengist rauf með hleðslu.