Morgunblaðið - 04.05.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 04.05.2018, Síða 20
Hlutfall raf- og tengiltvinnbíla frá 2008 á íslenska bílamarkaðnum 2018 2017 2016 2015 2014 2013 2012 2011 2010 2009 2008 0% 2% 4% 6% 8% 10% 12% 14% 16% 18% Hreint rafmagn Tengiltvinn Heimild: EAFO Hlutdeild einstakra tegunda raf- og tengiltvinnbíla á Íslandi það sem af er ári Heimild: EAFO Sala hreinna rafbíla Sala tengiltvinnbíla Volkswagen e-Golf Nissan Leaf Renault Zoe Kia Soul EV BMW i3 Aðrir Mitsubishi Outlander PHEV Volvo XC60 PHEV Volvo XC90 PHEV Volkswagen Golf GTE Kia Optima PHEV Aðrir 45,3% 21,3% 14,7% 6,7% 8% 9,8% 8,4% 6,6% 4,5% 4% 26,5% 44,2% Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Þ að sem af er ári er hlut- deild þeirra bíla sem ganga að öllu leyti eða að hluta til fyrir rafmagni af öllum bílainnflutningi til Noregs tæp 42% og er ekkert land í heiminum stendur frændþjóð okk- ar á sporði í þeim efnum. Hefur hlutdeild rafknúinna ökutækja far- ið sífellt hækkandi þar í landi á síð- ustu árum og nú stefnir í að hún verði í fyrsta sinn yfir 40%. Í fyrra slagaði innflutningurinn hátt í það og hafði þá aukist frá fyrra ári úr 29%. Þótt Ísland komist ekki í hálf- kvisti við Noreg í þessum efnum hefur hlutdeild raf- og tengiltvinn- bíla í innflutningnum aukist gríð- arlega á síðustu árum og að Noregi undanskildum er hlutfallið hvergi hærra en hér. Það sem af er þessu ári nemur hlutdeildin ríflega 18,5% og hefur hækkað umtalsvert frá síðasta ári þegar hún nam ríflega 14%. Þegar rýnt er í tölur EAFO yfir innflutning eftir löndum innan Evr- ópu kemur fram að á eftir Noregi og Íslandi koma Svíþjóð með ríf- lega 7,2% hlutdeild, Finnland með ríflega 4% og Holland með ríflega 2,8%. Meðaltalið í Evrópu er hins vegar mun lægra eða tæp 1,8%. Mjög hröð þróun Sé litið til innflutningsins hingað til lands á síðustu árum kemur í ljós að innreið rafmagnsins á bílamark- aðinn hefur verið mjög hröð. Þann- ig var innflutningurinn nær enginn fram til ársins 2012 þegar örfá ein- tök voru flutt inn til landsins. Árin 2013 og 2014 varð svo nokk- ur stígandi í þessa veru. Má þá þró- un m.a. rekja til þeirrar ákvörð- unar stjórnarvalda árið 2012 að veita innflutningi á rafbílum und- anþágu frá virðisaukaskatti.. Árið 2015 má segja að sprenging hafi orðið og náði hlutfallið af heild- arinnflutningi þá 4%. Það ár voru fluttir inn 389 hreinir rafbílar og 170 tengiltvinnbílar. Árið 2016 varð svo ár hinnar blönduðu tækni því þá voru fluttir inn 782 tengiltvinn- bílar og 376 hreinir rafbílar. Báðum gerðum óx verulega ásmegin árið 2017 þegar fluttir voru inn 2.136 tengiltvinnbílar og 854 hreinir raf- bílar. Nokkur afturkippur í inn- flutningi nýrra bíla á þessu ári mun hafa einhver áhrif á þann fjölda bíla af þessum toga sem fluttur verður inn en sem hlutfall af heildar- innflutningi virðist staða þeirra ótvírætt vera að styrkjast. Þrátt fyrir stóraukinn innflutn- ing rafmagns- og tengiltvinnbíla til landsins er enn langt í land að spár orkuspárnefndar frá árinu verði að veruleika. Í spá sem birt var árið 2015 var gengið út frá því að 68% af nýjum fólksbifreiðum yrðu árið 2030 rafbílar og að hlutfallið yrði komið í 90% árið 2050. Enn munu líða 12 ár þar til í ljós kemur hvort spáin reynist rétt en markaðurinn þarf að taka stór skref í átt til raf- væðingar svo það megi verða. Nokkrar tegundir afar áberandi Í hópi hreinna rafbíla hefur salan verið mest á e-Golf frá Volkswagen og hefur hlutdeild tegundarinnar verið ríflega 45%. Eftir því sem sölutölur berast má gera ráð fyrir að Nissan Leaf saxi verulega á það forskot enda hefur ný kynslóð þeirrar tegundar selst grimmt á síðustu vikum. Á eftir Golf koma svo Zoe frá Renault og Soul EV frá Kia. Á hæla þeirra kemur svo hinn sérstæði BMW i3 sem BL kynnti til sögunnar í ágúst 2016. Í hópi tengiltvinnbíla er einkum um stærri bíla að ræða en í hópi hreinna rafbíla. Þannig hafa fram- leiðendur m.a. veðjað á jeppa og jepplinga og hefur Mitsubishi Out- lander um alllangt skeið haft yf- irburði á þeim markaði. Ræður þar ekki síst hagstætt verð á bílnum. Volvo hefur einnig kynnt til sög- unnar jeppa búna tvíþættri aflrás, nú síðast Volvo XC60 PHEV og hefur hann selst vel. Hið sama má segja um XC90 PHEV sem hefur verið á markaðnum í um tvö ár. Hins vegar hafa fólksbílarnir einn- ig komið sterkir inn á þessum markaði og þar hefur Volkswagen Golf GTE og Kia Optima PHEV komið sér haganlega fyrir á mark- aðnum. Ísland er næstmesta rafbílaland í heimi Hvergi í heiminum er hlutfall rafbíla jafn hátt í hópi nýskráðra bíla og í Noregi. Ísland kemur þar á eftir en kemst þó ekki í hálfkvisti á við ná- grannana í austri. Hlutdeild raf- og tengiltvinnbíla það sem af er 2018 40% 30% 20% 10% 0% Evrópa Holland Finnland Svíþjóð Ísland Noregur Heimild: EAFO 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 Fólk getur sparað tugi og hundruð þúsunda króna árlega með því að skipta út bílnum með brunavélinni og kaupa sér rafbíl í staðinn. Þetta eru niðurstöður rannsókna í Noregi. Búi ökumaður til að mynda vestur af Ósló og fari 25 kílómetra leið til vinnu getur hann sparað sér um 35.000 norskra króna á ári, jafnvirði 440.000 íslenskra, með því að skipta yfir í rafbíl. Í útreikningunum er ekki tekið tillit til skattfrelsis rafbíla, heldur aðeins rekstrarkostnaðar beggja gerða. For- senda fyrir sem sönnustum jöfnuði var að bornir væru saman rafbíll og bíll með brunavél af sama stærð- arflokki. Niðurstaðan varð að brúka Volkswa- gen Golf til mælinganna þar sem hann er fáanlegur með bensín- eða dísilvél og sem hreinn rafbíll. Meðaltalsnotkun 5,0 l/100 km e-Golf með 136 hestafla vél kostar 339.720 norskar krónur en VW Golf í útgáfunni Business með 115 hesta dís- ilvél 331.390 þúsund krónur. Miðað var við 15.000 kílómetra akstur sem er svo gott sem meðaltalsnotkun bíla í Noregi. Þar er innifalinn daglegur akstur til og frá vinnu í Ósló alla vinnudaga ársins. Var reiknað með 5,0 lítra meðaltals dísileyðslu á hundraðið og stuðst var við 14,50 króna með- alverð á lítrann. Þannig lítur þá reikningsdæmið út svona fyrir aksturskostnað þessara tveggja bíla: Dísilbíllinn: Eldsneyti (15.000 km á 5,0 l/100 x 14,50 = 13.050,- Vegtollur í Ósló, 230 dagar á 77,- = 17.710,- kr. Tryggingar með mesta bónus = 6.150,- Árgjald = 2.820,- Viðgerðarþjónusta = 3.600,- Samtals fyrir árið 43.330,- kr. Rafbíllinn: Rafmagn 15 kWt á 100 km, á 1,10 = 2.250,- kr. Tryggingar = 5.450,- Árgjald = 455,- Viðgerðarþjónusta = 2.400,- Samtals fyrir árið 10.555,- kr. Árlegur sparnaður með rafbíl er því 32.775 krónur segir í umfjöllun um þessa útreikninga í blaðinu Avisa Nor- dland í byrjun vikunnar. Þar segir að niðurstaðan hefði getað verið enn hagfelldara fyrir rafbílinn þar sem honum stæði hér og þar til boða ókeypis rafhleðsla. Þá er í útreikning- unum notað hærra raforkuverð en gilti í landinu þegar útreikningarnir áttu sér stað, eða 1,10 krónur kílóvatt- stundin í stað tæprar einnar krónu. Þessu til viðbótar ríki óvissa um verðrýrnun bílanna, einkum og sér í lagi dísilbílanna sem hrapað hafa í verði undanfarin ár á sama tíma og rafbílar hafa haldið verðmæti sínu til- tölulega vel. Dæmið hér að framan gildir fyrir Óslóarsvæðið en þar er sparnaður af rafbílum langmestur. Búi menn við þær aðstæður að þurfa aldrei að borga vegtolla verður sparnaðurinn allavega 15-16 þúsund norskar krónur, miðað bíla í stærðarflokknum C, eins og í dæminu að ofan. agas@mbl.is Það munar bæði um eldsneytiskaupin og mjög háa vegatolla í Osló. Afgerandi útreikningar Sono Motors er líklega óþekktur bíla- smiður en það gæti breyst á næstu misserum. Fyrirtækið var stofnað í Þýskalandi í hitteðfyrra, árið 2016, utan um þróun rafbíls er fengi orku sína úr geislum sólarinnar. Bíllinn hefur fengið nafnið Sion og hefur þegar hafið þróunarakstur. Virð- ist um magnaðan grip að ræða en há- markshraðinn er 140 km/klst og vél- araflið 81 kW. Hálfan dag tekur að hlaða rafgeym- ana með því að nýta geisla sólarinnar. Á fullri hleðslu dregur bíllinn um 250 km. Getur hann síðan einnig beislað sól- arorkuna á ferð. Heildarlengd bílsins er 4,11 metrar, breiddin 1,79 og hæðin 1,68 metrar. Tómaþungi er 1.400 kíló. Sæti eru í bílnum fyrir fimm manns. Á Sion hefur verið settur verðmiði sem svarar til um tveggja milljóna króna að jafnvirði. Var verðið spennt niður til að bíllinn höfði til sem stærsts kaupendahóps. Til samanburðar er meðalverð rafbíla um milljóninni hærra. Er Sion því umtalsvert ódýrari. agas@mbl.is Verðið á Sion hefur verið keyrt niður til að stækka mögulegan kaupendahóp. Nýr rafbíll beislar orku sólarinnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.