Morgunblaðið - 04.05.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 04.05.2018, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þ essa dagana er sennilega leitun að lukkulegri manni en Kristjáni Ara Brynjarssyni því hann ekur núna um á kröftug- um og rennilegum Fisker Karma- sportbíl. Kristján er innkaupastjóri hjá Betri bílakaupum (www.betri- bilakaup.is) og gat ekki staðist freistinguna þegar honum bauðst að eignast þennan finnsk- bandaríska undrabíl. Fisker Karma er sköpunarverk danska bílahönnuðarins Henriks Fiskers sem á m.a. heiðurinn af hönnun BMW Z8 og Aston Martin V8 Vantage. Bíllinn var aðeins framleiddur frá 2011 til ársins 2012 þegar Fisk- er Automotive lenti í fjárhagskröggum og höfðu þá aðeins tæplega 2.500 Fisker Karma runnið af færibandinu. Kínverska fyrirtækið Wangxiang Group keypti þrotabú Fisker Automotive á uppboði árið 2014 og hóf árið 2016 að framleiða bíl sem byggist á Fisker Karma en fékk nýtt nafn: Karma Revero. Bíllinn sem Kristján flutti inn er árgerð 2012 og varð á vegi hans í viðskiptaferð til Hollands. „Þar heimsótti ég mann sem við höfum lengi átt í viðskiptum við og rak augun í bílinn á planinu hjá honum. Fiskerinn reyndist til sölu og eftir að hafa tekið mér einn dag til að hugsa málið lét ég slag standa, enda erfitt að standast útlitið.“ Bíll fyrir stjörnurnar Fisker Karma er tengiltvinnbíll og þótti mikið undur á sínum tíma. Hann höfðaði sterklega til stór- stjarna í bandaríska afþreyingar- geiranum sem vildu bíl sem sam- einaði eiginleika sportbíls og umhverfisvæns tvinnbíls. Á raf- hleðslunni einni saman má aka hon- um um það bil 50 km, og sam- anlagt 370 km með fullan tank af bensíni. „Fisker Karma öðlaðist flótlega orðspor fyrir frábæra akst- urseiginleika, en það plagaði merk- ið að bilanir voru nokkuð tíðar í fyrstu. Gæði jukust fljótt og þegar búið var að laga það sem laga þurfti reyndust þetta frábærir bílar.“ Bensínvélin beinir ekki orku beint til hjólanna, heldur inn á raf- hlöðu og rafmótora. „Það eina sem heyrist er vægt suð í rafmótornum þegar staðið er fyrir utan bílinn, en inni í farþegarýminu ríkir algjör þögn,“ segir Kristján og líkir hljóð- inu við fallega tónlist. „Krafturinn er á við 416 hestafla vél, togið 1.300 Nm, og þar sem það eru rafmagns- mótorar sem knýja bílinn áfram þarf ekki að ná upp neinum snún- ingshraða til að fá góða hröðun.“ Aðspurður hvort hann hafi fund- ið einhverja ókosti við bílinn segir Kristján að þó svo að Fisker Karma sé fernra dyra bíll myndi hávaxinn ein- staklingur seint vilja sitja í aftur- sætunum alla leið til Akureyrar. „Það er líka mjög lítið pláss fyrir farangur og í besta falli að skottið geti rúm- að tvær litlar ferðatöskur eða nokkra innkaupapoka.“ Það segir ýmislegt um hvað hönnun Fisker Karma heppnaðist vel að þegar Wangxiang Group hóf að framleiða Revero að nýju árið 2016 breyttu þeir bílnum sáralítið, hvort heldur var að utan eða innan. „Útlitið hefur haldið sér afskaplega vel og fólk heldur að bíllinn sé tals- vert dýrari en hann er,“ segir Kristján „Fisker Karma var vissu- lega mjög dýr bíll á sínum tíma, og hefði kostað hátt í 20 milljónir króna kominn nýr á götuna á Ís- landi, en í dag má fá þessa bíla sex ára gamla á mjög fínu verði.“ Góð kaup í notuðum rafbílum Áhugasamir geta haft samband við Betri bílakaup, vinnustað Kristjáns, en fyrirtækið flytur inn bíla frá öll- um heimshornum og tekur fast þjónustugjald fyrir kaupin. Krist- ján verður var við mikinn áhuga á að flytja inn rafmagns- og tengilt- vinnbíla og reglulega berist Betri bílakaupum t.d. pöntun í nýjan eða notaðan Tesla. „Margir vilja eign- ast Model 3 frá Tesla og virðast ekki líta á það sem neina fyrirstöðu að Tesla skuli ekki vera með um- boðsmann hér á landi. Kemur það reyndar ekki að sök, því Tesla hef- ur sýnt að þau koma til móts við ís- lenska eigendur varðandi viðgerðir og þá eru mörg verkstæði hér á landi sem geta leyst úr minniháttar bilunum.“ Kristján segir það geta verið mjög sniðugan kost að flytja inn notaðan rafdrifinn bíl af fínni gerð- inni á borð við Tesla Model S eða tengiltvinnbíl eins og Fisker Karma. „Það má fá þessa bíla á ágætu verði og litlir eða mjög lágir skattar sem leggjast á við innflutn- inginn. Frekar en að láta allt að helminginn af kaupverði bílsins fara í skatta, eins og á við um marga bensín- og díselbíla, er hægt að nýta peningana í kaup á dýrari rafmagnsbíl sem getur kostað minna þegar hann er kominn hing- að heim á götuna.“ Segir Kristján jafnframt að þeir sem á annað borð kynnast rafbílum vel geti yfirleitt ekki hugsað sér annað. „Ef þú leyfir einhverjum að keyra um í viku á bíl eins og Teslu ertu búinn að eyðileggja fyrir hon- um alla aðra bíla eftir það. Þetta eru svo góð og skemmtileg öku- tæki.“ „Fólk heldur að bíllinn sé talsvert dýrari en hann er“ Ekki er laust við að grillið virðist brosa lymskulega, tilbúið að tæta í sig vegina. Karma Revero í rauðu. Útlitið breyttist lítið með nýjum framleiðanda. Morgunblaðið/RAX Kristján Ari Brynjarsson við bílinn. Meðal veikleika Fisker Karma er lítið pláss fyrir farangur í skottinu. Framendi Karma Revero og Fisker Karma er kröftugur í meira lagi, enda sköpun meistarahönnuðar. Ef þú leyfir ein- hverjum að keyra um í viku á bíl eins og Teslu ertu búinn að eyðileggja fyrir hon- um alla aðra bíla eftir það. Þetta eru svo góð og skemmtileg ökutæki. Innanrými Karma Revero er mjög svipað og hjá upp- runalega Fisker Karma. Það hefur glatt bílaáhugamenn að sjá Fisker Karma á götum Reykjavíkur. Þessi merkilegi bíll var í miklu uppáhaldi hjá stjörnunum í Hollywood á sínum tíma og þykir hafa ýmsa kosti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.