Fréttablaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 2
Veður Suðaustlæg átt í dag, um 5-13 m/s og rigning um landið sunnan- og vestanvert, hvassast við suðvestur- ströndina. SJÁ SÍÐU 36 HM 2018 „Þetta eru leiðinleg úrslit,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir svekkjandi 0-2 tap fyrir Nígeríu í Volgograd í gær. Íslendingar þurfa nú ekk- ert minna en sigur í loka- leik riðilsins gegn topp- liði Króatíu og verða að treysta á hagstæð úrslit í leik Argentínu og Nígeríu. Vonbrigðin með niður- stöðuna leyndu sér ekki í leikslok, enda höfðu margir verið bjartsýnir á möguleika Íslendinga gegn Nígeríu. Íslenska landsliðið hefur þó sýnt það að þeir eru bestir undir pressu, svo ekkert er ómögulegt. Í lok fyrri hálfleiks var fátt sem benti til þess að Nígeríumenn væru líklegir til stórræðanna í þeim seinni. Þeir höfðu ekki átt skot á markið né skot í áttina að því þegar flautað var til leikhlés. Strákarnir okkar höfðu átt sex tilraunir þar af tvær á ramm- ann. Gylfi Þór Sigurðsson fékk fínt færi en skot hans var laust og svo átti Gylfi gott skot úr aukaspyrnu en færið langt og markvörður Nígeríu í litlum vandræðum með það. Þó fyrri hálfleikurinn hafi heilt yfir verið ris- lágur þá virtist íslenska liðið vera með undirtökin og líklegri aðilinn til að skora. Það var mikið kjaftshögg á 49. mínútu þegar Nígeríumenn fengu óvænt skyndisókn eftir hornspyrnu Íslendinga. Heimir Hallgrímsson þjálfari og Aron Einar voru sammála um að það hafi verið ólíkt Íslend- ingum. Ahmed Musa tók frábær- lega á móti fyrirgjöf Victors Moses og kláraði upp í þaknetið. 1-0 og Ragnar Sigurðsson lá óvígur eftir að hafa fengið þungt hnéspark frá Musa í höfuðið og skurð á hnakkann. Skömmu síðar þurfti Ragnar að yfirgefa völlinn, ekki skiptingin sem Heimir hefur viljað gera í þessari stöðu. Heimir viðurkenndi eftir leik að markið hefði breytt leiknum. Í fast að því grimmúðlegri hita- svækju í Volgograd fór að draga af íslenska liðinu þegar leið á hálfleik- inn og mistökum fjölgaði. Liðinu gekk illa að skapa sér færi og á 75. mínútu var því refsað á ný. Musa stakk Kára Árnason af, lék á Hannes í markinu og skoraði. „Ég vildi að það hefði verið meiri orka í liðinu, það er erfitt að spila í þessum hita en ég ætla að hrósa okkar strákum fyrir dugnað og vinnusemi og það sáu allir að þeir reyndu og reyndu,“ sagði Heimir í leikslok, að vonum svekktur. Íslendingar fengu þó vítaspyrnu og vonarglætu með aðstoð VAR- myndbandsdómgæslunnar á 83. mínútu en Gylfi Þór brenndi af. Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Tankurinn tómur í hitanum. Bret- arnir á netinu töluðu um að ísmenn- irnir væru að bráðna og sú líking var ágæt. „Það fór mikil orka í leikinn og einnig gegn Argentínu. Nú þurfum við að safna liði og orku og vinna Króatíu og það er bara staða sem er ekkert sérstaklega góð, eins og þeir eru að spila í dag. En við munum gefa allt í þann leik og sjá hvert það fer með okkur. Nú er ekkert annað að gera en að rífa sig í gang og gera betur,“ sagði Heimir Hallgrímsson. mikael@frettabladid.is Vonbrigði í Volgograd Við þurfum að safna orku, rífa okkur í gang og vinna Króatíu í lokaleiknum segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari eftir svekkjandi 0-2 tap fyrir Nígeríu á HM. Fyrra mark Nígeríu breytti leiknum og gerði íslenska liðinu erfitt fyrir. Á valdi tilfinninganna Fjöldi fólks kom saman í gær við Vesturbæjarlaug og horfði á leik Íslands og Nígeríu. Spenna, sorg og ástríða var allsráðandi um land allt. Vonbrigðin leyndu sér ekki á stuðningsmönnum Íslands á öllum aldri í lok leiks enda sárt tap staðreynd. Ljóst er að allt verður undir á þriðjudaginn klukkan 18.00 gegn Króatíu í leik sem Ísland verður að vinna og einnig að treysta á hagstæð úrslit í leik Argentínu og Nígeríu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Aron Einar Gunnarsson fyrirliði leiðir lið sitt inn á völlinn. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Ég vildi að það hefði verið meira orka í liðinu. Heimir Hallgríms- son, landsliðs- þjálfari Íslands KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 K V IK A MENNING Iðnó hefur fengið rekstrar- leyfi og opnað dyrnar á ný. René Boonekamp rekstraraðili er hæst- ánægður með að loks sé búið að leysa úr málum, en Iðnó neyddist til að skella í lás og hefur ekki getað tekið á móti viðburðum frá því að rekstrarleyfi var synjað í lok maí. „Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir alla sem að málinu koma og við höfum öll unnið hörðum höndum við að koma þessu í lag. Luktar dyr er það versta sem getur komið fyrir svona perlu eins og Iðnó er,“ segir Boonekamp. „Þetta hefur sérstaklega bitnað á þeim sem voru með bókaða við- burði hér í húsi og hafa þurft að færa sig annað. Okkar frábæru nágrannar í Tjarnarbíói hafa verið þeim haukur í horni. En þetta er mikill léttir.“ Ástæðuna fyrir lokun Iðnó segir René vera þá að innra skipulag í húsinu hafi ekki uppfyllt bygg- ingarreglugerðir. Því var fengið bráðabirgðaleyfi sem rann síðan út í byrjun árs. Á meðan umsóknin fyrir rekstrarleyfi var á flökti í kerfinu skapaðist óvissa sem endaði með synjun sem varð til þess að þurfti að loka. „Nú hafa þessi skilyrði verið upp- fyllt og við höfum opnað á ný,“ segir René. „Þessi fallega bygging er lista- verk út af fyrir sig. Hún hefur skipt um andlit nokkrum sinnum yfir sitt lífsskeið, en mun alltaf viðhalda ímynd sinni, líkt og hjá okkur. Við sjáum Iðnó sem nokkurs konar fjöl- menningarsetur og viljum hafa gott jafnvægi milli einkasamkvæma og annarra samkvæma. Við hlökkum til að taka á móti fólki með frábærar hugmyndir og drauma og hjálpa þeim að vakna til lífsins í Iðnó.“ – gj Iðnó opnað á ný Rekstraraðilum er afar létt. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR PLÚSINN Í vefútgáfu Fréttablaðsins og á appinu er framhald á ítarlegri umfjöllun íþróttafréttamanna og ljósmyndara Fréttablaðsins í Rússlandi um viðureign íslenska landsliðsins við það nígeríska. Þar er að finna fjölda mynda úr viður- eigninni og af íslenskum stuðnings- mönnum.  Á Plúsnum er að auki framhald á úttekt helgarblaðs Frétta- blaðsins á mis- notkun róandi og ávanabind- andi lyfja sem hefur færst í aukana undan- farið. Fjallað er frekar um a f l e i ð i n g a r slíkrar neyslu, sölu lyfjanna á svörtum markaði og aðgerðir stjórnvalda. Allar greinar á Plúsnum eru aðgengilegar á frettabladid.is. – kbg Meira HM-fjör á Plúsnum í dag 2 3 . J Ú N Í 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 3 6 -E D 4 8 2 0 3 6 -E C 0 C 2 0 3 6 -E A D 0 2 0 3 6 -E 9 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 2 2 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.