Fréttablaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 30
Við leitum að öflugum fyrirliða til að stýra skrifstofu landbúnaðar og matvæla en skrifstofan er ein þriggja fagskrifstofa sem heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Skrifstofustjóri stýrir og ber ábyrgð á faglegu starfi skrifstofunnar. Í því felst stjórnun og rekstur, áætlanagerð, stefnumótun, markmiðs- setning og mat á árangri. Lögð er áhersla á nýsköpun og gott samráð og samstarf við stofnanir og hagaðila á málefnasviðum skrifstofunnar. Skrifstofan fer með málefni landbúnaðar, matvæla, velferð dýra og viðskipta- og tollasamninga. Hún fer með samskipti við Eftirlitstofnun EFTA og stofnanir Evrópusambandsins er varða þætti er lúta að rekstri og þróun EES samningsins sem og samskipti við Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO) og OECD á sviði viðskipta og framleiðslu landbúnaðarvara. Þá heyra málefni norrænu embættismannanefndarinnar um landbúnað og matvæli undir skrifstofuna. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun skilyrði • Stjórnunarreynsla áskilin • Leiðtogahæfileikar og geta til að hvetja aðra til árangurs • Reynsla af stefnumótunarvinnu • Metnaður, skapandi hugsun og vilji til að ná árangri • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni • Þekking og áhugi á opinberri stjórnsýslu • Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Góð kunnátta í ensku Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipar í embættið til fimm ára frá 15. september 2018. Upplýsingar um starfið veitir Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri, (ks@anr.is) í síma 545 9700. Áhugasamir einstaklingar, konur og karlar, eru hvattir til að sækja um. Umsókn skal fylgja ítarlegt kynningarbréf ásamt rökstuðningi um færni viðkomandi til að gegna embættinu. Einnig ferilskrá og upplýsingar um starfsheiti. Umsókn skal skila rafrænt á netfangið  postur@anr.is eða með bréfi til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins Skúlagötu 4, 101 Reykjavík eigi síðar en 1. júlí 2018. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið liggur fyrir.  Sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra. Nefndin starfar samkvæmt reglum nr. 393/2012, um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands. Um embættið gilda lög nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, og lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Um launakjör fer eftir kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármála- og efnahagsráðherra. Skrifstofustjóri á skrifstofu landbúnaðar og matvæla 2 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 3 . J Ú N Í 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 3 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 3 7 -4 6 2 8 2 0 3 7 -4 4 E C 2 0 3 7 -4 3 B 0 2 0 3 7 -4 2 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 2 2 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.