Fréttablaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 8
VEN E SÚ E L A Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna telur sig hafa óyggjandi sannanir fyrir því að vopnaðar vígasveitir á vegum yfir- valda í Venesúela hafi myrt hundr- uð óbreyttra borgara, oftar en ekki unga karlmenn, í fátækrahverfum landsins á undanförnum misserum. Zeid Ra’ad Al Hussein, mannrétt- indastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í yfirlýsingu í gær að lög og regla fyrirfyndust nánast ekki í Venesúela en í nýrri skýrslu ráðsins er sjónum beint að stöðu mannrétt- indamála í landinu. Þannig hafi stjórn Nicolás Maduró forseta algjörlega mistekist að koma í veg fyrir mannréttindabrot, sem meðal annars taka til harðræðis gegn mótmælendum, varðhaldsvistar án ástæðu og pyntinga. „Í þessari nýju skýrslu er jafn- framt greint frá trúverðugum og sláandi frásögnum af skipulögðum og ástæðulausum morðum sem hóf- ust árið 2015 og framin voru undir yfirskini aðgerða gegn glæpum.“ Þar kemur fram að lögreglumenn í Venesúela hafi á þessu tímabili myrt rúmlega 500 manns og oft komið fyrir sönnunargögnum á vettvangi til að réttlæta aftökurnar. Yfirvöld í Venesúela, sem hafa meinað rannsakendum Samein- uðu  þjóðanna inngöngu í land- ið, saka Mannréttindaráðið um lygar. Skýrslan er byggð á viðtölum við 150 einstaklinga sem flestir urðu fyrir ofbeldi af hálfu stjórnvalda eða urðu vitni að því. Þar á meðal er Luisa Ortega Díaz, fyrrverandi ríkis- saksóknari í Venesúela, sem nú er í útlegð. Al Hussein hefur óskað eftir því að fjölþjóðleg rannsókn fari fram á voðaverkunum og að Stríðsglæpa- dómstóllinn taki málið til skoðunar. Skýrslan dregur upp dökka mynd af stöðu mála í Venesúela. Viðvar- andi matar- og lyfjaskortur er í land- inu. Læknar flýja land í stórum stíl og heilsu almennings fer hrakandi. „Heilu fjölskyldurnar neyðast til þess að grafa eftir mat í ruslatunn- um,“ sagði Al Hussein í yfirlýsingu sinni. „Út frá sumum stöðlum má segja að 87 prósent íbúa í Venesúela búi við fátækt.“ Venesúela situr á stærstu olíulind sem vitað er um. Um árabil voru 95 prósent af útflutningstekjum lands- ins tengd olíu. Þannig hafa sveiflur í olíuverði gríðarleg áhrif á efnahag í landinu og síðan það féll árið 2014 hafa yfirvöld þurft að skera niður í grunnþjónustu. Hvergi í heiminum mælist verð- bólga hærri en í Venesúela. Yfirvöld þar hafa ekki birt verðbólgumæl- ingar síðan árið 2015, en samkvæmt hagfræðingum við Johns Hopkins- háskóla mældist hún 18.000 prósent í apríl síðastliðnum. kjartanh@frettabladid.is Óbreyttir borgarar myrtir í stórum stíl í Venesúela Talið er að fimm hundr­ uð manns hið minnsta hafi verið myrtir í að­ gerðum yfirvalda í Ven­ esúela á undanförnum árum. Mannréttindaráð SÞ kallar eftir fjölþjóð­ legri rannsókn. Reglulega myndast langar biðraðir eftir mat og öðrum nauðsynjum. Þessi mynd var tekin í borginni San Cristobal. Í for- grunni heldur maður á dóttur sinni. Þau bíða eftir því að verslunin opni dyr sínar. NORDICPHOTOS/GETTY KÍNA Kína, sem í nær 30 ár hefur tekið á móti plastúrgangi frá iðn- aðarlöndum og endurunnið hann, hefur nú bannað slíkan innflutning. Í frétt Dagens Næringsliv segir að undanfarin ár hafi plastúrgangurinn sem Kína hefur tekið við verið léleg- ur. Kínverjar framleiði sjálfir plast og séu ekki lengur háðir öðrum. Innflutningsbannið er á næstum allt venjulegt plast sem notað er, allt frá sogrörum til plastpoka. Yfir 45 lönd fluttu út plastúrgang til Kína árið 2016. Vegna innflutn- ingsbannsins í Kína er búist við að sorpflokkun verði hætt sums staðar í Bandaríkjunum. Nú hafa ýmis ríki Bandaríkjanna aflétt takmörkunum á urðun plasts. – ibs Hafna meiri plastúrgangi Nóg komið af plastúrgangi frá út- löndum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI STJÓRNMÁL Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, eru sagðir undir- búa fund í júlí. Mun hann fara fram í kringum leiðtogafund NATO. Samkvæmt CNN vill Trump halda fundinn í Washington, Rússar vilja funda á hlutlausum stað. Líklegur fundarstaður er Vínarborg. Tilkynning hefur ekki verið gefin út en Trump staðfesti í samtali við fjölmiðla að verið væri að skoða þann möguleika að halda fund . – tg Trump og Pútín fyrirhuga fund 2 3 . J Ú N Í 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 3 7 -2 8 8 8 2 0 3 7 -2 7 4 C 2 0 3 7 -2 6 1 0 2 0 3 7 -2 4 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 8 0 s _ 2 2 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.