Fréttablaðið - 23.06.2018, Page 8

Fréttablaðið - 23.06.2018, Page 8
VEN E SÚ E L A Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna telur sig hafa óyggjandi sannanir fyrir því að vopnaðar vígasveitir á vegum yfir- valda í Venesúela hafi myrt hundr- uð óbreyttra borgara, oftar en ekki unga karlmenn, í fátækrahverfum landsins á undanförnum misserum. Zeid Ra’ad Al Hussein, mannrétt- indastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í yfirlýsingu í gær að lög og regla fyrirfyndust nánast ekki í Venesúela en í nýrri skýrslu ráðsins er sjónum beint að stöðu mannrétt- indamála í landinu. Þannig hafi stjórn Nicolás Maduró forseta algjörlega mistekist að koma í veg fyrir mannréttindabrot, sem meðal annars taka til harðræðis gegn mótmælendum, varðhaldsvistar án ástæðu og pyntinga. „Í þessari nýju skýrslu er jafn- framt greint frá trúverðugum og sláandi frásögnum af skipulögðum og ástæðulausum morðum sem hóf- ust árið 2015 og framin voru undir yfirskini aðgerða gegn glæpum.“ Þar kemur fram að lögreglumenn í Venesúela hafi á þessu tímabili myrt rúmlega 500 manns og oft komið fyrir sönnunargögnum á vettvangi til að réttlæta aftökurnar. Yfirvöld í Venesúela, sem hafa meinað rannsakendum Samein- uðu  þjóðanna inngöngu í land- ið, saka Mannréttindaráðið um lygar. Skýrslan er byggð á viðtölum við 150 einstaklinga sem flestir urðu fyrir ofbeldi af hálfu stjórnvalda eða urðu vitni að því. Þar á meðal er Luisa Ortega Díaz, fyrrverandi ríkis- saksóknari í Venesúela, sem nú er í útlegð. Al Hussein hefur óskað eftir því að fjölþjóðleg rannsókn fari fram á voðaverkunum og að Stríðsglæpa- dómstóllinn taki málið til skoðunar. Skýrslan dregur upp dökka mynd af stöðu mála í Venesúela. Viðvar- andi matar- og lyfjaskortur er í land- inu. Læknar flýja land í stórum stíl og heilsu almennings fer hrakandi. „Heilu fjölskyldurnar neyðast til þess að grafa eftir mat í ruslatunn- um,“ sagði Al Hussein í yfirlýsingu sinni. „Út frá sumum stöðlum má segja að 87 prósent íbúa í Venesúela búi við fátækt.“ Venesúela situr á stærstu olíulind sem vitað er um. Um árabil voru 95 prósent af útflutningstekjum lands- ins tengd olíu. Þannig hafa sveiflur í olíuverði gríðarleg áhrif á efnahag í landinu og síðan það féll árið 2014 hafa yfirvöld þurft að skera niður í grunnþjónustu. Hvergi í heiminum mælist verð- bólga hærri en í Venesúela. Yfirvöld þar hafa ekki birt verðbólgumæl- ingar síðan árið 2015, en samkvæmt hagfræðingum við Johns Hopkins- háskóla mældist hún 18.000 prósent í apríl síðastliðnum. kjartanh@frettabladid.is Óbreyttir borgarar myrtir í stórum stíl í Venesúela Talið er að fimm hundr­ uð manns hið minnsta hafi verið myrtir í að­ gerðum yfirvalda í Ven­ esúela á undanförnum árum. Mannréttindaráð SÞ kallar eftir fjölþjóð­ legri rannsókn. Reglulega myndast langar biðraðir eftir mat og öðrum nauðsynjum. Þessi mynd var tekin í borginni San Cristobal. Í for- grunni heldur maður á dóttur sinni. Þau bíða eftir því að verslunin opni dyr sínar. NORDICPHOTOS/GETTY KÍNA Kína, sem í nær 30 ár hefur tekið á móti plastúrgangi frá iðn- aðarlöndum og endurunnið hann, hefur nú bannað slíkan innflutning. Í frétt Dagens Næringsliv segir að undanfarin ár hafi plastúrgangurinn sem Kína hefur tekið við verið léleg- ur. Kínverjar framleiði sjálfir plast og séu ekki lengur háðir öðrum. Innflutningsbannið er á næstum allt venjulegt plast sem notað er, allt frá sogrörum til plastpoka. Yfir 45 lönd fluttu út plastúrgang til Kína árið 2016. Vegna innflutn- ingsbannsins í Kína er búist við að sorpflokkun verði hætt sums staðar í Bandaríkjunum. Nú hafa ýmis ríki Bandaríkjanna aflétt takmörkunum á urðun plasts. – ibs Hafna meiri plastúrgangi Nóg komið af plastúrgangi frá út- löndum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI STJÓRNMÁL Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, eru sagðir undir- búa fund í júlí. Mun hann fara fram í kringum leiðtogafund NATO. Samkvæmt CNN vill Trump halda fundinn í Washington, Rússar vilja funda á hlutlausum stað. Líklegur fundarstaður er Vínarborg. Tilkynning hefur ekki verið gefin út en Trump staðfesti í samtali við fjölmiðla að verið væri að skoða þann möguleika að halda fund . – tg Trump og Pútín fyrirhuga fund 2 3 . J Ú N Í 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 3 7 -2 8 8 8 2 0 3 7 -2 7 4 C 2 0 3 7 -2 6 1 0 2 0 3 7 -2 4 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 8 0 s _ 2 2 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.