Fréttablaðið - 23.06.2018, Page 24
Kristján Ernir Björgvinsson er nítj
án ára og starfar sem blaðamaður á
nýjum vef, babl.is.
„Okkur fannst vanta fréttamiðil
fyrir ungt fólk, þar sem efni er skrif
að af ungu fólki fyrir ungt fólk. Þetta
var hugmynd sem Sólrún Sen var
búin að vera með mjög lengi, hún
ritstýrir vefnum og fékk mig með
til að skrifa greinar,“ segir hann.
Kristján Ernir skrifaði grein á
babl.is um vin sinn, Einar Darra.
Hann á sjálfur að baki þá lífsreynslu
að hafa ánetjast áfengi og fíkni
efnum.
„Þetta var mér sérstaklega mikil
vægt umfjöllunarefni. Einar Darri
var vinur minn og ég er óvirkur
alkóhólisti. Ég er búinn að vera edrú
í eitt ár og einn mánuð. Einar Darri
var góður strákur, ég missti annan
vin minn í janúar. Það gleymdist svo
fljótt. Mig og alla hér á ritstjórninni
langar til að opna umræðuna. Þetta
þarf ekki að vera tabú, þetta er fíkni
sjúkdómur. Það er svo sárt að sjá
ungan strák sem var í miklu minni
neyslu en til dæmis ég og margir
aðrir, láta lífið svona kornungur,“
segir Kristján Ernir.
Af hverju er þessi misnotkun svona
mikil?
„Mín kenning er sú að við séum
kvíðin kynslóð, kvíðalyfin höfða til
okkar og á sama tíma erum við ekki
meðvituð um það hversu ávana
bindandi þau eru. Hverjar afleiðing
arnar af neyslu þeirra eru. Það þarf
að fræða fólk um það. Það eru svo
margir sem eru að prófa þau og aug
ljóslega verða þá fleiri háðir þeim,“
segir hann.
Hverju þarf að breyta?
„Það þarf að upplýsa alla meira
um þessi lyfseðilsskyldu lyf. For
eldrar vita ekkert um þetta.
Eldri kynslóðir koma af fjöll
um. Það er svo nýtilkomið
að neysla á þessum lyfjum sé
orðin útbreidd og hreint út
sagt í tísku. Þetta var alltaf lok
aður og afmarkaður hópur sem
misnotaði lyfseðilsskyld lyf. Það
er gjörbreytt. Þetta eru alls konar
krakkar, alls konar fólk.
Það þarf líka að gera eitthvað í því
að það eru engin viðurlög við því að
flytja þessi efni til landsins. Það er
ekki ólöglegt að smygla þeim. Þau
eru haldlögð en engum er refsað.
Mér finnst bráðnauðsynlegt að
bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjón
ustu. Í skólum til dæmis. Þjónustan
þarf að vera nálæg. Ég veit að það
hefði gagnast mér þegar ég var í
bullandi neyslu. Svo er auðvitað
glatað að loka fíknigeðdeildinni.
Þegar ég var að verða edrú fór ég
oft þangað. Það hjálpaði mér mjög
mikið. Það vantar mikið af úrræð
um, sérstaklega fyrir börn og ungt
fólk. Þau virðast ekki vera í nokkr
um forgangi,“ segir Kristján Ernir.
„Ég byrjaði að drekka 13 ára.
Þegar ég byrjaði að taka bensólyf,
var það bara upphafið að end
inum hjá mér. Ég réði ekkert við
þessi lyf. Ég hafði náð að halda mér
að vissu leyti funkerandi í einhvern
tíma. En um leið og bensó lyfin
komu í spilið var ég búinn að tapa.
Það er erfitt að lýsa áhrifunum en
þau eru eins og annað stig af ávana
bindandi efnum. Þú tekur þetta
kannski tvisvar og vaknar svo næsta
dag og það eina sem þú hugsar um
er að fá þér aftur. Það er ekki eitt
hvað sem ég hafði beint upplifað
áður. Ég var í mjög stórum vinahópi
og það voru mjög margir í neyslu.
Svo voru allt í einu allir byrjaðir
að taka Xanax. Þetta voru strákar
sem áður hittust til að reykja gras
saman en voru allt í einu farnir að
taka pillur líka.“
Ég held að það sé ekki tilviljun
að það er mikið sungið um þessi lyf
í vinsælli tónlist og það sé um leið
aukin neysla. En það er samt ekki
hægt að segja: Þetta er tónlistinni að
kenna, en ég held að þetta væri ekki
jafn mikið vandamál ef við værum
að læra um efnin annars staðar en
í tónlistinni. Frægt lag í dag er eftir
rapparann Lil Uzi, sem syngur: Xan
nie make it go away. Hundrað millj
ón áhorf. Svo hlustum við á þetta,
kvíðna kynslóðin, vitum ekkert um
þessi lyf. Eitt leiðir af öðru.“
Réði ekkert við þessi lyf
Þórgunnur Ársælsdóttir, yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala, segir bensódí
azepínlyf almennt örugg í notkun.
Þau geti þó verið hættuleg ef þau
eru notuð í samspili með öðrum
efnum eða lyfjum. „Bensódíazepín
eru í flokki róandi lyfja. Þau hafa
kvíðastillandi og róandi áhrif, eru
vöðvaslakandi og krampastillandi.
Þau eru almennt örugg lyf í notkun,
en geta verið hættuleg og valdið
öndunarslævingu ef þau eru notuð
í samspili með öðrum efnum eða
lyfjum,“ segir Þórgunnur og minnir
á mikilvægi þeirra.
„Þau eru notuð við kvíða, svefn
leysi, æsingi, krömpum og áfengis
fráhvörfum, og eru afar mikilvæg
og gagnleg lyf þegar þau eru notuð
á réttan hátt.
Eins og með öll áhrifarík lyf
verður að gæta varúðar við notkun
þeirra, og þau eru í flokki ávana
bindandi lyfja, sem þýðir að þau
geta valdið ávanabindingu, fíkn og
fráhvörfum,“ segir Þórgunnur og
segir almennt ekki æskilegt fyrir
fólk með fíknisjúkdóma að nota
þessi lyf. Þá séu lyfin gagnlegust
þegar þau eru notuð í skamman
tíma.
„Það er almennt ekki æskilegt
fyrir fólk sem er með fíknisjúk
dóm að nota þessi lyf, en fyrir
aðra er ávanahætta lítil og lyfin
eru almennt gagnlegust þegar þau
eru notuð í skamman tíma. Fyrir
fólk sem er alvarlega veikt geta
þau veitt mikla og mikilvæga líkn
á erfiðum stundum, en eru sjaldan
hjálpleg í langtíma notkun. Þó eru
sumir sem hafa gagn af þessum
lyfjum til lengri tíma, ef önnur
lyf eða úrræði duga ekki, og ekki er
um fíknivanda að ræða,“ segir Þór
gunnur.
Þórgunnur segir róandi lyf geta
truflað meðferð við kvíða. „Við
kvíðaröskunum er gagnlegra að
nota önnur lyf, til dæmis svokölluð
SSRIlyf, sem eru ekki slævandi, og/
eða viðtalsmeðferð, til dæmis hug
ræna atferlismeðferð. Ef róandi
lyf eru notuð samhliða hugrænni
atferlismeðferð getur það truflað
meðferðina, því að í meðferðinni er
mikilvægt að ná að upplifa kvíðann
og læra að takast á við hann á annan
hátt en áður, en það er ekki eins
áhrifaríkt ef kvíðinn er dempaður
af lyfjunum.
Flest leitumst við við að upplifa
góða líðan og hugarró í okkar dag
lega lífi, en það er ekki alltaf raunin
alla daga. Eins og við komust ekki
hjá því að upplifa stundum rign
ingardaga, þá líður okkur ekki alltaf
vel, og það að finna fyrir kvíða og
stundum svefnerfiðleikum, er eðli
legur hluti af lífinu. Við getum gert
margt í daglegu lífi sem stuðlar að
því að bæta líðan og auka þol okkar
fyrir kvíða og erfiðum tilfinningum,
og mikilvægt er að nota ekki lyf sem
þessi af léttúð eða nauðsynjalausu.
Fyrir þá sem glíma við slæman
kvíða eða mikla vanlíðan er mikil
vægt að leita sér aðstoðar hjá fag
aðila, og aldrei að fá „lánuð“ lyf sem
eru ætluð öðrum.“
Vandmeðfarin lyf
Við í lyfjateymi embættisins fáum niðurstöður úr mælingum á þeim efnum sem
finnast í látnum einstaklingum til
skoðunar og eru komin 19 slík and
lát á þessu ári. Í þessum andlátum er
grunur um að andlát hafi átt sér stað
vegna eitrunar en ekki er víst að þau
flokkist sem slík í dánarmeinaskrá.
Þessi andlát eru samt vísbending
um það sem er að gerast hjá fólki í
þessum vanda sem getur verið mik
ill fíknivandi af ýmsum toga og/eða
sjálfsvíg,“ segir Ólafur B. Einarsson,
verkefnisstjóri lyfjamála hjá Emb
ætti landlæknis, sem segir fjölda
lyfjatengdra andláta mikið áhyggju
efni. Enda gerist það á sama tíma
og dregur úr ávísunum á ópíóíða.
Embættið hafi fengið ábendingar
frá Tollstjóraembættinu um mikla
aukningu á haldlagningu efna.
„Áhyggjuefnið núna er þessi
skyndilega aukning lyfjatengdra
andláta í byrjun ársins sem við
höfum fengið til skoðunar en það
voru færri andlát í byrjun ársins í
fyrra. Þetta gerist á sama tíma og
dregur úr ávísunum ópíóíða en við
sjáum að heildarmagn ávísaðra dag
skammta af ópíóíðum dregst saman
um sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi
2018 miðað við sama tíma í fyrra.
Þá höfum við verið að fá ábend
ingar frá Tollstjóraembættinu um
að mikil aukning sé á haldlagningu
lyfja sem einstaklingar eru að flytja
til landsins. Það bætist ofan á það að
meira er ávísað af þessum lyfjum hér
á landi en í flestum öðrum löndum.
Eins og þessar tölur yfir andlát sýna,
þá getur fólk sem misnotar lyfin
verið í mikilli hættu og fikt getur
haft alvarlegar afleiðingar. Það er
enn talsvert í land með að notkun
ávanabindandi lyfja verði álíka og í
Mikil fjölgun lyfjatengdra andláta
Svo voru allt í einu
allir byrjaðir að taka
XanaX.
34
2008
25
2016
30
2017
19
2018
janúar
til júlí
nágrannalöndunum og það er mikið
áunnið ef það tekst að fá notkunina
í betra horf og draga úr fjölda þeirra
sem ánetjast lyfjum,“ segir Ólafur.
Þegar lyfjatengd andlát síðasta
árs eru greind kemur í ljós að þriðj
ungur þeirra sem létust hafði ekki
fengið ávísað lyfjum 12 mánuðum
fyrir andlát. En inni á milli eru and
lát þar sem einstaklingum var ávís
að stórum skömmtum af lyfjum frá
einum eða fleiri læknum.
„Árið 2017 voru andlátin 30 og
var meðalaldur hinna látnu 48 ár.
Þessir einstaklingar skiptust eftir
aldri og því hvaða efni þeir höfðu
verið að taka. Í flestum fundust
mörg efni, þeir yngri (2040 ára)
höfðu margir tekið sterk verkjalyf
ásamt ólöglegum efnum (kannabis,
MDMA, amfetamín) en þeir eldri
(40 ára og eldri) höfðu flestir tekið
þunglyndislyf og neytt áfengis.
Um þriðjungur hafði ekki fengið
ávísað lyfjum 12 mánuðum fyrir
andlát sem bendir til þess að þeir
hafi átt gömul lyf eða fengið þau
með öðrum hætti. Inni á milli eru
andlát þar sem einstaklingar voru
að fá ávísað stórum skömmtum af
lyfjum frá einum eða fleiri læknum
og þá er metið hvort ástæða er til að
krefja lækni skýringa,“ segir Ólafur.
Lyfjatengd andlát
Sjá nánar á
Fréttablaðið+
Lengri umfjöllun má lesa á
frettabladid.is.
Hér gefur að líta brot 46 lyfjaávísana til
einnar manneskju á þriggja mánaða tímabili.
Manneskjan lést úr lyfjaeitrun.
Tramadol
50 mg
140 töflur
Tafil
0,5 g
120 töflur
Tafil retard
1 g
30 töflur
Imovane
7,5g
180 töflur
Alprazolam
(Xanax)
1 mg
30 töflur
Quetiapin
100 mg
300 töflur
Rivotril
0,5 mg
150 töflur
Parkodin
forte
530 mg
40 töflur
Halcion
0,25 mg
30 töflur
2.700
töflur, um það bil
Hluta lyfjanna var ávísað úr rofnum
pakkningum. Meðal annars í tengslum
við innlögn.
46
lyfjaávísanir
hjá að minnsta kosti fjórum læknum.
Lyfin voru sótt í nokkur mismunandi
apótek.
Hluti lyfja á 3 mánuðum
Rivotril 0,5 mg 150 stk 4.667Pregabalin Mylan 150 mg 56 stk 1Avamys 27,5 mcg/sk 120 skammtar 3Imovane 7,5 mg 30 stk 1
Lyfjaheiti Styrkur Magn FjöldiTramadol Actavis 50 mg 20 stk 3Tafil 0,5 mg 20 stk 3Imovane 7,5 mg 30 stk 1Imovane 7,5 mg 30 stk 1Avamys 27,5 mcg/sk 120 skammtar 1Truxal 50 mg 100 stk 1Pregabalin Mylan 150 mg 56 stk 1Pregabalin Mylan 150 mg 56 stk 1Phenergan 25 mg 100 stk 1Tramadol Actavis 50 mg 20 stk 2Tafil 0,5 mg 20 stk 3Imovane 7,5 mg 30 stk 1Tramadol Actavis 50 mg 20 stk 2Naproxen-E Mylan 500 mg 50 stk 1Phenergan 25 mg 100 stk 1Elocon 0.10% 100 g 1Pregabalin Mylan 150 mg 56 stk 1Furix 20 mg 100 stk 1Pregabalin Krka 150 mg 56 stk 1Parkodin forte 530 mg 40 stk 1Alprazolam Krka 1 mg 30 stk 1Imovane 7,5 mg 30 stk 1Prometazin Actavis 25 mg 100 stk 1Avamys 27,5 mcg/sk 120 skammtar 1Pregabalin Mylan 150 mg 56 stk 1Parkodin 510 mg 30 stk 1Imovane 7,5 mg 30 stk 1Fluoxetin Actavis 20 mg 100 stk 2Pregabalin Krka 150 mg 56 stk 1Quetiapin Actavis 200 mg 100 stk 1Buspiron Mylan 5 mg 100 stk 1Furix 20 mg 100 stk 1Tafil Retard 1 mg 60 stk 0.5Fluoxetin Mylan 20 mg 250 stk 84Halcion 0,25 mg 30 stk 23.333Quetiapine Teva 100 mg 100 stk 0.14Brieka 150 mg 100 stk 0.14Rivotril 0,5 mg 150 stk 4.667Fluoxetin Mylan 20 mg 250 stk 84Halcion 0,25 mg 30 stk 23.333Quetiapine Teva 100 mg 100 stk 0.14Brieka 150 mg 100 stk 0.14
2 3 . j ú n í 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R24 H e L G i n ∙ F R É T T A B L A ð i ð
2
3
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
3
7
-0
A
E
8
2
0
3
7
-0
9
A
C
2
0
3
7
-0
8
7
0
2
0
3
7
-0
7
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
8
0
s
_
2
2
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K