Fréttablaðið - 23.06.2018, Síða 60

Fréttablaðið - 23.06.2018, Síða 60
Glæpasagnahöfund- urinn Lilja Sigurðar­ dóttir sendir frá sér nýja bók í haust þar sem hún fjallar um hið pólitíska andrúmsloft og þá hörðu gagnrýni sem konur í stjórnmálum verða að þola. Lilja hlaut nýlega íslensku glæpasagnaverð- launin. Lilja Sigurðardóttir hlaut á dögunum Blóðdropann, Íslensku glæpasagnaverð-launin, fyrir Búrið, sem er lokabindið í glæpa-sagnaþríleik hennar um Sonju, einstæða móður sem leiðist út í eiturlyfjasmygl. Lilja er tilnefnd til bresku glæpasagnaverðlaunanna The International Dagger, fyrir Gildruna sem er fyrsta bókin í þrí- leiknum. Lilja segir tilnefninguna í Bret- landi mikinn heiður og er sömu- leiðis hæstánægð með Blóðdropann sinn. „Ég er önnur konan til að fá þau verðlaun, á eftir Yrsu, sem mér finnst gaman. Verðlaunin hafa líka þýðingu erlendis varðandi markaðs- setningu, breski útgefandinn minn er til dæmis alveg himinlifandi.“ Gildran hefur komið út í Frakk- landi, Englandi, Danmörku, Noregi og Tékklandi. Netið, bók númer tvö í þríleiknum, er þegar komin út í Frakklandi og mun koma út í Dan- mörku og verður örugglega seld til fleiri landa. „Það hefur gengið afskaplega vel í Frakklandi og enski útgefandinn er mjög ánægður og svo hafa dómarnir verið góðir,“ segir hún. Lilja er mikið á ferðinni að kynna bækur sínar erlendis. „Bóksala fer minnkandi og erlendir útgefendur leggja áherslu á, og segja það skipta máli, að lesendur geti séð höfundinn. Þessu verð ég að sinna, ég hitti les- endur, spjalla við þá og kemst að því hverju þeir hafa áhuga á. Það er bæði skemmtilegt og fróðlegt.“ Mexíkósk norn í aukahlutverki Aðalsöguhetja þín í þríleiknum, Sonja, er lesbía. Hefur það vakið athygli erlendis? „Það hefur vakið ákveðinn áhuga. Ég held að fólki þyki áhugavert að lesa um slíka aðalpersónu vegna þess að hún er aðeins öðruvísi persóna en fólk á að venjast í glæpasögum og með aðra sýn. Frá hinsegin sam- félaginu hef ég fengið mikið þakklæti fyrir þetta. Í glæpabókmenntum eru ekki mjög margar hinsegin söguhetjur. Hér eigum við Stellu Blómkvist, tví- kynhneigðu ofurlögguna, og úti hafa höfundar skapað hinsegin söguper- sónur, en það er samt ekki mikið um þær í svokölluðum mainstream-bók- menntum. Svo er til bókmenntakimi þar sem eru hinsegin bókmenntir en það er ekki gott að lenda inni í þeirri flokkun því það er erfitt að komast út úr henni. Aðrir lesendur hafa ekki áhuga ef bókin er markaðssett á þann hátt.“ Í haust kemur út ný glæpasaga eftir Lilju, Svik. Spurð um efni bók- arinnar segir Lilja: „Aðalpersónan er gift kona með tvö börn, sem verður utanþingsráðherra, innanríkisráð- herra, tímabundið í lok kjörtímabils. Hún kemst á snoðir um samsæri. Gömul fjölskyldumál skjóta einn- ig upp kollinum. Meðal aukaper- sóna eru lesbísk norn sem er hálfur Mexíkani og bústin fréttakona sem er hrifin af henni. Ég hef gaman af þjóðsögum og goðsögum og hef notað álfa í sögum mínum og þarna er mexíkósk norn, en þetta er samt alls engin furðusaga.“ Undir yfirborðinu Í norrænum glæpasögum er mikið fjallað um ýmiss konar þjóðfélags- mein. Eru einhver slík málefni sem þú vilt minna á í bókum þínum? „Þetta eru afþreyingarbækur sem eiga að skemmta fólki og gleðja það. Í glæpasögum gefst hins vegar ákveð- ið frelsi til að skoða það sem leynist undir yfirborðinu og það er hægt að gera án þess að predika yfir fólki. Í þríleik mínum fjallaði ég um fíkniefnaheiminn og þar eru stór öfl að baki sem fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir. Það er hneigð til að líta á fíkniefnaneytendur sem vesalinga og undirmálsfólk sem þeir náttúr- lega verða þegar þeir eru komnir á ákveðinn stað í neyslu. Alltaf eru einhver öfl á bak við, sem ekki tekst að ná tökum á, sem græða á þessari eymd. Þetta finnst mér áhugavert og það var umfjöllunarefni í þrí- leiknum. Í næstu bók, Svikum, skoða ég hið pólitíska andrúmsloft og sér- staklega hvernig konur í áberandi stöðum verða að þola harðari árásir en karlar í sömu stöðu. Mér finnst áhugavert að fjalla um grimmdina gagnvart konum, til dæmis í pólitík. Ég velti því fyrir mér hvað kalli hana fram, þótt viðkomandi konur hafi ekki gert neitt annað en að vinna vinnuna sína og bjóða sig fram til þjónustu við almenning. Það er þessi grimmd, sem er nánast eins og hatur, sem ég skoða í þessari nýju bók.“ Vinnurðu heimildavinnu fyrir bækur þínar? „Já, ég geri það. Varðandi þessa nýju bók fékk ég aðstoð frá fólki sem hefur verið í pólitík, fór í námsferð í dómsmálaráðuneytið og fékk ráð- leggingar frá sérfræðingum og jafnvel yfirlestur. Í þríleiknum var tollgæsl- an mér innan handar og sömuleiðis fólk sem hafði unnið við rannsóknir á bankahruninu. Sagan má ekki líða fyrir raunveru- leikann og ef það er spurning um að hún sé skemmtileg eða raunveruleg þá vel ég skemmtunina. Ákveðnir hlutir verða samt að vera eins skot- heldir og mögulegt er. Höfundur verður að hafa þá sjálfsvirðingu að vinna grunnvinnu almennilega, það er höfundinum ekki til sóma að sleppa því.“ Með hugmyndir að næstu fimm sögum Vinnurðu hratt? „Ég er með gamalt einkaritarapróf og pikka mjög hratt og er fljót að koma hugsun minni í texta. Stærsti hluti vinnunnar fer samt fram í hausnum á mér áður en ég byrja að skrifa og áður en ég sest við skriftir er sagan farin að mótast allverulega. Svo gerist eitthvað í því ferðalagi sem skriftirnar eru. Ég á enn þokka- lega auðvelt með að skrifa og hef ekki lent í neinni þurrð. Ég er með hugmyndir að næstu fimm sögum í hausnum.“ Hvernig finnst þér viðhorfið til glæpasagna vera? Almenningur vill lesa þær en það ber samt á því við- horfi að þetta sé ekki merkileg bók- menntagrein. „Fólk er að átta sig á því að þetta er sérstök bókmenntagrein og það á ekki endilega að bera hana saman við fagurbókmenntir. Maður ber ekki saman ljóðabók og leikrit og það á að bera glæpasögur saman við aðrar glæpasögur. Á hverju ári koma út rúmlega tíu íslenskar glæpasögur og það er gaman að sjá greinina vaxa og dafna. Íslensku glæpasagnahöfundarnir eru samheldið lið. Ég hef sannarlega notið góðs af því hvað hinir eldri og reyndari höfundar hafa verið dug- legir við að hvetja þá yngri áfram. Ég er mjög þakklát fyrir það.“ Hin fullkomna búseta Lilja og Margrét Pála Ólafsdóttir eru búnar að vera saman í 27 ár og fyrir tæpum tveimur árum keyptu þær sér hús við Elliðavatn. Í löngu sam- bandi voru þær um tíma í fjarbúð. „Við höfum verið með alls konar búsetuform og allar mögulegar sortir af ramma utan um þau,“ segir Lilja. „Við höfum báðar unnið mikið og þurft ákveðið olnbogarými. Fyrir einu og hálfu ári fundum við hina fullkomnu búsetu fyrir okkur báðar. Magga Pála er sveitastelpa og vill búa dálítið afskekkt meðan ég vil hafa borgarlúxusinn. Við fundum hinn fullkomna milliveg, sem er gamall sumarbústaður. Þetta er skrýtið hús eins og við. Þarna er nokkuð sveita- legt en stutt í næstu skipulögðu byggð þannig að staðsetningin hentar okkur báðum.“ Af hverju hefur sambandið lánast svona vel þrátt fyrir að þið séuð mjög ólíkar? „Það er fimmtán ára aldursmunur á okkur sem kann að skýra ólíkar þarfir, en það er alltaf gaman hjá okkur, sem ég held að sé lykillinn að því hversu gott sambandið er. Það koma upp erfiðleikar í öllum sam- böndum en ef það er gaman saman þá er maður í góðum málum. Eftir svona langan tíma hefur svo margt fallegt byggst upp. Við eigum fjölskyldurnar okkar saman. Fyrir 27 árum voru barneignir ekki val- kostur fyrir lesbíur. Margrét Pála var svo heppin að vera búin að eignast dóttur, Brynju, og við hugsuðum aldrei annað en að það dygði okkur. Brynja á núna fimm börn, þannig að við Magga Pála eigum fimm barna- börn. Allir þessir krakkar, frá þriggja ára upp í tuttugu og eins, eru miklir gleðigjafar. Algjör dásemd!“ Skrifar um grimmd gegn konum „Ég er með hugmyndir að næstu fimm sögum í hausnum,“ segir Lilja. FrÉttabLaðið/SigtryggUr ari „Eftir svona langan tíma hefur svo margt fallegt byggst upp,“ segir Lilja um samband þeirra Margrétar Pálu en þær hafa verið saman í 27 ár. Mér finnSt áhugavert að fjaLLa uM griMMd- ina gagnvart konuM, tiL dæMiS í póLitík. ég veLti því fyrir Mér hvað kaLLi hana fraM, þótt viðkoMandi kon- ur hafi ekki gert neitt annað en að vinna vinnuna Sína og bjóða Sig fraM tiL þjónuStu við aLMenning. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is 2 3 . j ú n í 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R28 H e L G i n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 2 3 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 3 6 -F 2 3 8 2 0 3 6 -F 0 F C 2 0 3 6 -E F C 0 2 0 3 6 -E E 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 0 s _ 2 2 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.