Fréttablaðið - 23.06.2018, Side 66

Fréttablaðið - 23.06.2018, Side 66
Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið efna til sumarlest- urs fyrir krakka. Verið velkomin í bókasafnið í ykkar hverfi, veljið eitt pappírsdýr sem þið finnið á safninu, skrifið nafn, símanúmer, aldur og nafn á áhugaverðri bók sem þið hafið lesið og takið þannig þátt í lestrarleiknum. Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok sumarsins er veittur einn veglegur vinningur. Arngrímur Kárason Regal og Snæ- björn Kárason Regal eru tvíbur- ar,  nýorðnir átta ára.  Arngrímur segir að þeir séu ekki einu tvíbur- arnir í sínum bekk. Þar séu líka tví- burasystur. Argrímur:  En þær eru ekkert mjög líkar. Við erum eineggja. Snæbjörn: Ég er núna smá tvíeggja. Arngrímur: Af því hann er með svo mikið hár. Snæbjörn: Já, núna finnst mér ég ekkert líkur Arngrími. En þegar við vorum nýfæddir þá vorum við alveg eins (sýnir mér mynd). Þeir eru í skemmtilegu spili þegar ég heimsæki þá.  Það heitir (held ég) Hver er mesta krúttið og þar er alls konar fróðleikur um dýr. Þeir byrja strax að miðla honum. Snæbjörn: Border collie hundur er með krútteinkunnina 4. Það er ágætt því hæsta einkunn er 5. Arngrímur: (sýnir mér spjald) Svona lítur ljón út, dálítið fallegt en ljónsungar eru hárlausir og blindir fyrstu mánuðina. Snæbjörn: Kötturinn er mest stríð- inn. Arngrímur: Ég get ekki átt kött, því ég er með ofnæmi fyrir köttum. Snæbjörn: Pabbi líka en ég bara pínku pons. Fótboltaspilið er á borðinu, þeir segjast oft vera í því og þeim þyki líka gaman að fylgjast með HM. Snæbjörn: Við  vonum að Ísland vinni. Arngrímur: En við höldum með Tottenham í ensku deildinni því afi okkar var enskur og átti heima þar þegar hann var ungur. Svo flutti hann hingað. Snæbjörn: En hann er ekki til núna, hann dó í haust. Hafið þið sömu áhugamál? Arngrímur: Mest skemmtilegt hjá mér er að teikna. Snæbjörn: Já, mitt áhugamál er að spila í tölvunni, við höfum tölvu- daga. Líka að synda, ég er alltaf að synda. Ætlið þið að ferðast eitthvað í sumar? Snæbjörn: Ég vildi svo mikið fara í flugvél og í eitthvert annað land en við ætlum að gera það næsta sumar, þegar við erum níu ára. Arngrímur: Núna förum við í sumar bústaði í Úthlíð og  á Akur- eyri og húsið okkar í Vatnsdalnum. Þangað förum við á hverju sumri.  Snæbjörn: Sundlaugin á Blönduósi er rosa skemmtileg. Svo förum við til ömmu á Stokkseyri.  Þar gerast margar draugasögur. En hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórir? Snæbjörn: Grínleikari. Arnbjörn: Ég er ekki alveg viss. Kannski tölvufræðingur. Snæbjörn: Síðan  langar mig að verða geimfari líka – og grafískur hönnuður, en einu sinni ætlaði ég að verða forngripasafnari.  Stundum eineggja – stundum tvíeggja Tvíburarnir Arngrímur og Snæbjörn eru mikið fyrir að teikna, synda og spila, meðal annars tölvuleiki, þeir hafa sérstaka tölvudaga. Snæbjörn og Arngrímur leika sér oft í fótboltaspilinu sínu. Nema hvað. FréttAblAðið/Sigtryggur Ari Svo förum við til ömmu á StokkSeyri.  Þar geraSt margar drauga- Sögur. Lestrarhestur vikunnar er Tristan Ernir, 9 ára, og kemur úr Borgar- bókasafninu í Árbænum. Hvernig bækur þykir þér skemmtilegastar? Spennubækur. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Óvættaför, hún er um hugrakkan strák. Hvaða bók ætlarðu að lesa næst? Óvættaför aftur. Ef þú myndir skrifa bók, um hvað væri hún? Skrímsli og góðan mann. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Bangsi vinur minn. Ferðu oft á bókasafnið? Nei, bara í skólanum. Hver eru þín helstu áhugamál? Gæludýrin mín, handbolti og tölvur. Í hvaða skóla ertu? Ártúnsskóla. Lestrarhestur vikunnar: Tristan Ernir Hjaltason Konráð á ferð og flugi og félagar 307 „Þar fór í ver,“ sagði Konráð. „Okkur liggur á en þurfum að komast í gegnum þetta völundarhús fyrst.“ Hann dæsti og bætti við vonsvikinn, „við verðum of sein.“ „Of sein, of sein,“ sagði Kata pirruð. „Hvað gerir til að vera aðeins of sein?“ bætti hún við. En Lísaloppa og Konráð voru ekki sammála. Þau vildu mæta á réttum tíma. Getur þú hjálpað þeim að komast í gegnum völundarhúsið? ? ? ? Tveir strútar hittust á víðavangi: Af hverju ætli við strútar stingum alltaf hausnum í sandinn? Ég veit ekki um þig, en ég er að leita að olíu. Ég var sérstaklega heppinn að fæðast ekki í Frakklandi. Af hverju? Ég kann ekki orð í frönsku. Veistu af hverju allir strætisvagnar stoppa í dag? Nei, er verkfall hjá bílstjórunum? Nei, nei, það þarf að hleypa fólkinu inn og út. Af hverju stalstu bílnum? Ég var að verða of seinn í vinnuna. Nú, gastu ekki tekið strætó? Nei, ég hef ekki meira- próf. Brandarar 2 3 . j ú n í 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R34 H e L G i n ∙ F R É T T A B L A ð i ð krakkar 2 3 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 3 7 -1 4 C 8 2 0 3 7 -1 3 8 C 2 0 3 7 -1 2 5 0 2 0 3 7 -1 1 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 0 s _ 2 2 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.