Fréttablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 2
Veður
Hvöss norðvestanátt fram eftir degi
og rigning á norðausturhorninu,
en mun hægari og léttir til sunnan
og vestan til. Hiti 10 til 20 stig,
hlýjast suðaustanlands, en svalara á
Norður- og Austurlandi. sjá síðu 28
Pollarnir spila af krafti
Slakaðu á
með Slökun
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
kippir og spenna
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartsláttur
g Kvíði
g Streita
g Pirringur
Einkenni
magnesíum-
skorts
www.mammaveitbest.is
Slakaðu á
með Slökun
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
kippir og spenna
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartsláttur
g Kvíði
g Streita
g Pirringur
Einkenni
magnesíum-
skorts
www.mammaveitbest.is
Slakaðu á
með Slökun
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
kippir og spenna
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartsláttur
g Kvíði
g Streita
g Pirringur
Einkenni
magnesíum-
skorts
www.mammaveitbest.is
lakaðu á
eð lö
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
ki pir og spe na
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartslá tur
g Kvíði
g Streita
g Pi ringur
Einke i
agnesí
skorts
i t.i
Ferðaþjónusta Aukið eftirlit með
heimagistingu hefur skilað 75
nýskráningum á einni viku. Þórdís
Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráð-
herra ferðamála, og Þórhólfur Hall-
dórsson, sýslumaður á höfuðborgar-
svæðinu, samþykktu þann 27. júní
síðastliðinn að auka við mannafla
hjá embætti sýslumanns með það
fyrir augum að efla eftirlit með
skráningum heimagistinga. Um var
að ræða samning sem kveður á um
64 milljóna króna fjárveitingu til
embættisins.
„Níutíu daga reglan þarf að
opnast til framkvæmda og þá þarf
fólk að skrá sig. Þannig getum við
spilað eftir reglunum,“ segir Þór-
dís Kolbrún í samtali við Frétta-
blaðið. Öllum þeim sem leigja
íbúð í skammtímaleigu er gert að
sækja um rekstrarleyfi, en undan-
tekning er gerð ef leigja á út fast-
eign í minna en níutíu daga á ári,
þó skylda sé að skrá slíka starfsemi
í gegnum vef sýslumanns.
„Það er ósanngjarnt gagnvart lög-
legum rekstri að menn komist upp
með að spila ekki eftir reglunum.
Ég batt miklar vonir við þetta sam-
starf við sýslumann og vænti þess
að við myndum sjá stóraukinn
fjölda skráninga heimagistingar
og því er það mjög gleðilegt að
þetta sem komið er hafi gerst á
svona skömmum tíma,“ segir hún
og bætir við að áfram verði skoðað
hvernig bæta megi umgjörð gistist-
arfsemi.
„Við höldum áfram að skoða
málefni tengd gististarfsemi með
öðrum ráðuneytum, skattinum og
öðrum aðilum stjórnkerfisins sem
hafa það sameiginlega verkefni að
móta heildstæða umgjörð og eftir-
lit með heimagistingu.“
Um fjögur hundruð ábendingar
um leyfislausar heimagistingar voru
á borði sýslumanns þegar ákveðið
var að auka eftirlitið. Starfsfólki
sem annast eftirlitið var fjölgað úr
þremur í ellefu en ríkisstjórnin taldi
þess þörf í ljósi fjölgunar heima-
gistinga. Slíkar gistingar hafa sótt
mjög í sig veðrið að undanförnu,
og þá einna helst í gegnum leigu-
vefinn Airbnb. Aðeins hefur hægt
á vexti tekna vegna útleigu íbúða
á Airbnb en á fyrstu þremur mán-
uðum þessa árs voru tekjurnar fjórir
milljarðar, samanborið við þrjá
milljarða króna í fyrra. Reykjavík er
sú höfuðborg í Vestur-Evrópu sem
er með næstflestar Airbnb-skrán-
ingar miðað við höfðatölu, á eftir
Lissabon í Portúgal. Áætlað er að
um sex þúsund íbúðir séu í útleigu
á airbnb, þar af um 1.500 til 2.000
í stöðugri útleigu, að því er fram
kemur í skýrslu Íbúðalánasjóðs.
sunnak@frettabladid.is
Eftirlit með Airbnb
skilað fjölda skráninga
Aðeins rétt rúm vika er síðan eftirlit með heimagistingum hér á landi var aukið.
Nýjar skráningar eru 75 talsins og búist er við að þeim muni fjölga jafnt og þétt.
Ráðherra útilokar ekki frekari aðgerðir og vill móta heildstæðari umgjörð.
Þórdís Kolbrún ætlar að halda áfram að skoða gististarfsemi hér á landi og
hyggst fá önnur ráðuneyti að borðinu. Fréttablaðið/Sigtryggur ari
Það er ósanngjarnt
gagnvart löglegum
rekstri að menn komist upp
með að spila ekki eftir
reglunum.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir, ráðherra ferðamála,
iðnaðar og nýsköpunar
VísInDI Hópur belgískra vísinda-
manna við Háskólann í Ghent hefur
skráð afleiðingar loftslagsbreytinga
með því að horfa á myndskeið af
hjólakeppni í Flæmingjalandi í norð-
urhluta Belgíu í aprílbyrjun á tíma-
bilinu 1981 til 2016. Fyrir 1990 voru
næstum engin tré á leið keppenda
laufguð. Eftir 1990 hafa trén laufgast
æ fyrr en meðalhitinn hefur hækkað
um 1,5 gráður á svæðinu frá 1980.
Stjórnandi rannsóknarinnar
bendir á að vissar trjátegundir dafni
betur þegar þær laufgast snemma.
Hins vegar varpi trén skuggum á
nærumhverfið í lengri tíma. Það geti
haft áhrif á aðrar jurtir og dýr. Blóm
sem vaxa undir trjánum blómstri
kannski ekki ef þau fá ekki næga
birtu. Afleiðingarnar geti orðið þær
að skordýr fá ekki hunangslög úr
blómunum. Röskun verði sem sagt
á vistkerfinu. – ibs
Hjólakeppni
sýnir breytingar
á loftslaginu
Veður Líkur eru á að veðrið á suð-
vesturhorni landsins muni ekki
batna fyrr en í fyrsta lagi seinni
hluta mánaðarins. Veðrið í júní
var einkar óhagfellt íbúum höfuð-
borgarinnar og nærsveita á meðan
veðurguðirnir hafa svo sannarlega
hugsað hlýlega til íbúa á Norður- og
Austurlandi.
Óli Þór Árnason, veðurfræðingur
á Veðurstofunni, segir lægðirnar
koma upp að landinu nánast í áætl-
unarferðum og bera með sér kalt
loft og vætutíð á suðvestanverðu
landinu. „Ef við horfum á suðvestur-
hornið þá verður þetta svona áfram
inn í júlímánuð. Það verður svolítið
þannig næstu tvær vikur,“ segir Óli
Þór.
Meðalhiti í júní var 8,7 gráður eða
0,4 gráðum undir meðaltali áranna
1961 til 1990, og nærri tveimur
gráðum undir meðaltali síðustu
tíu ára. Ekki hefur verið eins kalt í
júnímánuði síðan 1997 og þá hefur
aðeins sex sinnum mælst meiri rign-
ing í Reykjavík í júnímánuði. Einn-
ig mældust afar fáar sólarstundir í
Reykjavík og hefur sólskinið ekki
verið minna síðan árið 1914. – sa
Áfram bið eftir
betra tíðarfari
regnhlífar eru algeng sjón í höfuð-
borginni. Fréttablaðið/SteFán
8,7°C
var meðalhitinn í júní.
Um tvö þúsund strákar eru mættir til Akureyrar til að taka þátt á hinu árlega N1-móti í knattspyrnu. Alls munu 188 lið etja kappi á mótinu sem
stendur fram á laugardag. Mótið er nú haldið í 32. sinn og er alltaf jafn vinsælt. Leikgleðin skein úr augum strákanna í gær. Fréttablaðið/auðunn
5 . j ú l í 2 0 1 8 F I M M t u D a G u r2 F r é t t I r ∙ F r é t t a B l a ð I ð
0
5
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
2
-1
8
F
C
2
0
5
2
-1
7
C
0
2
0
5
2
-1
6
8
4
2
0
5
2
-1
5
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
4
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K