Fréttablaðið - 05.07.2018, Síða 4
Reykjavík „Ég fagna því að það sé
verið að ræða saman og taka stöð-
una á þessum málum. Það er löngu
tímabært. Við þurfum skýrar og ein-
faldar reglur sem farið er eftir um
hvernig þetta eigi að vera. Í gegnum
tíðina hefur þetta verið svolítið
stjórnlaust,“ segir Benóný Ægisson,
formaður Íbúasamtaka miðborgar
Reykjavíkur, um vinnu við nýja
ferðamálastefnu borgarinnar.
Að sögn Örnu Schram, sviðsstjóra
menningar- og ferðamálasviðs
Reykjavíkurborgar, hafa undan-
farnar vikur verið stigin fyrstu skref-
in í vinnu við nýja ferðamálastefnu
borgarinnar. Liður í þeirri vinnu
var samráðsfundur með íbúum sem
fram fór á þriðjudagskvöld en fram
undan er meðal annars samráðs-
fundur borgarinnar með aðilum í
ferðaþjónustu.
Nýja stefnan mun leysa eldri
stefnu frá 2011 af hólmi. „Eins og
allir sjá hefur ferðaþjónustan vaxið
mjög á þeim árum sem liðin eru
og tímabært að móta nýja sýn og
skilgreina betur nýjar áskoranir og
finna leiðir til að mæta þeim. Við
viljum stuðla að enn betri sátt milli
borgarbúa og ört vaxandi ferða-
þjónustu,“ segir Arna.
Benóný bendir á að miðborg
Reykjavíkur sé stærsti ferðamanna-
staður landsins. „Það kreppir mest
að okkur, íbúum miðborgarinnar.
Við erum að missa unga fólkið
héðan því það hefur ekki lengur efni
á að búa hér. Það er kominn tími til
að friða miðborgina sem íbúða-
hverfi,“ segir Benóný.
Hann segir nauðsynlegt að sam-
ræða eigi sér stað milli íbúa, ferða-
þjónustunnar og borgarinnar.
Dæmi um fyrirmynd að því hvernig
eigi að vinna hlutina sé takmörkun
á umferð hópferðabíla í miðborg-
inni sem samþykkt var á síðasta ári.
„Þarna unnu ferðaþjónustan og
íbúar saman að tillögum og svo
kom stýrihópur frá borginni inn í
málið. Við þurfum að skoða fleiri
hluti með þeim gleraugum. Ég er á
því að með samráði getum við gert
þetta þannig að við getum öll verið
hér. Þetta er ekki stórt svæði og það
þarf ekki mikið að breytast til að
það verði varla hægt að búa hér,“
segir Benóný.
Arna segir áskorun felast í því að
tryggja góða sambúð milli ferða-
þjónustu og borgarbúa. Meðal
þeirra þátta sem íbúar nefni í því
samhengi sé mikilvægi hreinlætis,
sorphirðu og þrifa á götum. Einn-
ig hafi ýmsir áhyggjur af einsleitri
þjónustu og verslun í miðborginni
og mögulegum neikvæðum áhrifum
heimagistingar.
„Þetta er víðfeðm stefna en við
viljum hafa hana raunsæja. Henni
mun fylgja aðgerðaáætlun og inn-
leiðingaráætlun. Borgarstjórn þarf
auðvitað að samþykkja stefnuna
en við vonumst til að þetta klárist
næsta vetur.“
sighvatur@frettabladid.is
Tími kominn til að friða
miðborgina sem íbúðahverfi
Unnið er að gerð nýrrar ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar sem leysa á stefnu frá 2011 af hólmi. Formaður
Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur segir löngu tímabært að setja skýrar reglur um sambúð ferðaþjónust-
unnar og íbúa borgarinnar. Áskorun að tryggja góða sambúð milli ferðaþjónustunnar og borgarbúa.
Frá samráðsfundi borgarinnar með íbúum vegna vinnu við nýja ferðamálastefnu. Benóný Ægisson, formaður Íbúa-
samtaka miðborgar Reykjavíkur, segir nauðsynlegt að íbúar, ferðaþjónusta og borgin tali saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
DÓMSMÁL Héraðsdómur Suðurlands
dæmdi í fyrradag lögmann í tveggja
ára fangelsi fyrir að hafa dregið sér
rúmar 53 milljónir í starfi sínu sem
skiptastjóri dánarbús. Fjármunina
nýtti hann til reksturs lögmannsstofu
sinnar og eigin nota. Brotin stóðu yfir
frá 2013 til 2016.
Lögmaðurinn játaði brot sitt ský-
laust fyrir dómi og bar við áfengis- og
vímuefnafíkn sem hann hafi glímt við
á þessum tíma. Hann hefur látið af
lögmannsstörfum og var litið til þess
við ákvörðun refsingar. Það var metið
honum til refsiþyngingar að um stór-
felld og ítrekuð brot var að ræða í
opinberu starfi sem ollu erfingjum
búsins fjártjóni.
Maðurinn var dæmdur til að
endurgreiða hið illa fengna fé. Þá var
hann ekki sviptur lögmannsréttind-
um sínum þar sem hann hafði þegar
skilað þeim inn. – jóe
Lögmaður dró
sér fé úr dánarbúi
DÓMSMÁL Landsdómur staðfesti í
gær úrskurð Héraðsdóms Reykja-
víkur um farbann yfir pólskum
karlmanni til 14. desember næst-
komandi. Maðurinn var upphaf-
lega úrskurðaður í farbann þann 23.
október í fyrra eftir að lögreglan hér
á landi hafði haft afskipti af honum.
Þegar hann var handtekinn kom
í ljós að maðurinn var eftirlýstur í
heimalandinu fyrir stórfelld fíkni-
efnabrot.
Lögreglu barst framsalsbeiðni
frá pólskum yfirvöld í Bialystok í
Póllandi í gegnum upplýsingakerfi
Schengen ásamt evrópskri hand-
tökuskipun. Maðurinn er eftirlýstur
fyrir brot sem geta varðað allt að 12
ára fangelsi samkvæmt pólskum
lögum. Hann er grunaður um með-
ferð, vörslu og sölu og dreifingu á
miklu magni af fíkniefnum. Þar á
meðal einu kílógrammi af kanna-
bisplöntum og -efnum og talsverðu
magni af amfetamíni.
Maðurinn hefur verið búsettur
hér á landi og kom hingað í atvinnu-
leit en þar sem hann andmælti
framsalsbeiðni pólskra yfirvalda og
mál hans mun fyrirsjáanlega taka
langan tíma í meðförum íslenskra
stjórnvalda telur ríkissaksóknari
nauðsynlegt að tryggja nærveru
hans hér meðan framsalsmálið er til
meðferðar. Ætla megi að hann reyni
að flýja land. Á það féllst Landsdóm-
ur líkt og héraðsdómur þar áður og
sætir maðurinn því farbanni í hálft
ár til viðbótar. – smj
Pólverji áfram í löngu farbanni
SLyS Tveir voru fluttir á slysadeild
eftir bílveltu við Úlfljótsvatn á Þing-
völlum á sjötta tímanum í gærkvöldi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var köll-
uð út á hæsta forgangi vegna slyssins
en ekki hafa fengist upplýsingar um
líðan hinna slösuðu. Skömmu áður
hafði þyrlan verið kölluð út vegna
konu sem lærbrotnaði í Reynisfjöru,
en í ljósi alvarleika bílveltunnar var
önnur þyrla send í Reynisfjöru. Alls
var þyrlan kölluð þrisvar út í gær,
en fyrsta útkallið var um hádegisbil
vegna veikinda. – sks
Gæslan kölluð
út í þrígang
Maðurinn var eftirlýstur fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFáN
Þyrla Landhelgisgæslunnar við Úlf-
ljótsvatn. MyNd/LANdhELgISgÆSLAN
kjaRaMÁL Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra og samninganefnd
ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í
því verkefni að koma fram með nýjar
og betri aðferðir við að semja við heil-
brigðisstéttir um launakjör.
Þetta segir Félag íslenskra hjúkrun-
arfræðinga í yfirlýsingu vegna kjara-
deilu ljósmæðra. Bjarni lét hafa eftir
sér í vikunni að aðferðir Íslendinga
við að ná fram niðurstöðu í kjara-
deilum væru meingallaðar.
Birting fjármálaráðuneytisins á
launatölum ljósmæðra og samanburði
við aðrar stéttir hefur vakið hörð við-
brögð og er ráðherrann sakaður um að
að hella olíu á eldinn í viðkvæmri og
alvarlegri deilu. Hjúkrunarfræðingar
segja tölurnar ekki gefa rétta mynd.
„Ljósmæður eru að hætta störfum,
uppsagnir hafa tekið gildi og eru
fleiri uppsagnir yfirvofandi. Hjúkr-
unarfræðingar hafa horft upp á það
í lengri tíma að hjúkrunarfræðingar
eru að hætta í starfi, fara í önnur
betur launuð störf og sífellt fleiri
hjúkrunarfræðinga vantar til starfa.
Skrifaðar hafa verið skýrslur, m.a. af
Fíh og Ríkisendurskoðun um málið
þar sem lagðar eru til leiðir til að
bregðast við en lítið ber á raunveru-
legum aðgerðum til þess að breyta
þessu ástandi. Það sama virðist vera
að gerast hjá ljósmæðrum,“ segir í yfir-
lýsingu hjúkrunarfræðinga.
Minna þeir á að íslensk stjórnvöld
beri ábyrgð á að landsmenn njóti
fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og
að ljósmæður eigi stóran hlut í þeim
árangri sem náðst hafi á síðustu ára-
tugum í ungbarna- og mæðravernd.
„Þeim árangri er stefnt í hættu með
aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda.
Staðan er grafalvarleg og skorar Félag
íslenskra hjúkrunarfræðinga því á
fjármálaráðherra og samninganefnd
ríkisins að ganga nú þegar til samn-
inga við ljósmæður.“ – smj
Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða
guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILhELM
5 . j ú L í 2 0 1 8 F I M M T U D a G U R4 F R é T T I R ∙ F R é T T a B L a ð I ð
0
5
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
2
-2
C
B
C
2
0
5
2
-2
B
8
0
2
0
5
2
-2
A
4
4
2
0
5
2
-2
9
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
4
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K