Fréttablaðið - 05.07.2018, Síða 12
Ford Focus er fimur bíll enda
þekktur fyrir frábæra aksturs-
eiginleika og framúrskarandi
gæði. Hann er ríkulega búinn,
með fimm stjörnu öryggi,
Bluetooth samskiptakerfi,
leiðsögukerfi með Íslands-
korti, nálægðarskynjurum,
8” snerti/litaskjá, My Key,
upphitanlegri framrúðu o.fl.
Aukabúnaður innifalinn:
Dökkar rúður í farþegarými
og málmlitur.
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar:
Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17
og laugardaga kl. 12-16
FORD FOCUS
FIMASTUR!
ford.is
Ford er frábær!
Komdu, reynsluaktu og upplifðu Ford Focus
FOCUS TREND EDITION
3.105.000 KR.
TILBOÐSVERÐ:
2.795.000 KR.
Ford_Focus_5x15_20180604.indd 1 04/06/2018 14:22
SVÍÞJÓÐ Sjö einstaklingar hafa látist
í skotárásum í Svíþjóð síðastliðnar
tvær vikur. Þar af létust þrír eftir
skotárásir á þriðjudag og þriðju-
dagskvöld. Einn lést í Malmö og
tveir í Örebro en einn er í haldi
lögreglu grunaður um verknaðinn
í Örebro.
Stefan Löfven, forsætisráð-
herra landsins, segir í samtali við
Aftonbladet ljóst að yfirvöld glími
nú við aumkunarverða og kald-
rifjaða morðingja, líkt og hann
orðaði það þegar hann greindi
frá ákvörðun sinni. Hann segir að
stjórnvöld hafi veitt lögreglu allan
þann stuðning sem óskað hafi verið
eftir og meira til. Sé þörf á frekari
úrræðum verði orðið við því. „Við
höfum varið auknu fé í löggæslu en
við munum halda áfram að gera það
sem við þurfum,“ sagði Löfven. „Við
munum gera allt sem í okkar valdi
stendur til að sýna fram á að sam-
félagið hefur að lokum alltaf betur
en glæpamenn.“
Anders Thorberg ríkislögreglu-
stjóri segir í samtali við sænska
ríkissjónvarpið (SVT) að ástandið
nú sé grafalvarlegt. Það hafi róast
eftir hrinu skotárása í vor en nú sé
aftur að verða mikil aukning. Hann
segir að lögreglan beiti öllum sínum
úrræðum og kröftum í þessum
málum sem séu í algjörum forgangi.
Morgan Johansson, dóms- og inn-
anríkismálaráðherra, tekur í samtali
við SVT undir með ríkislögreglu-
stjóranum. Ástandið sé alvarlegt og
styrkja þurfi lögregluna enn frekar.
Það þurfi að nýta þær lagaheimildir
sem til staðar séu. Hann bendir á
að handtökum lögreglu hafi fjölgað
milli ára. Málið snúist um að halda
áfram að láta hart mæta hörðu.
Johansson mun í kjölfar skotárás-
anna í Malmö og Örebro funda með
lögregluyfirvöldum til að ræða hvað
ríkisstjórnin geti gert til að aðstoða
lögregluna enn frekar. Hann segist
sannfærður um að lögreglan geri allt
sem í hennar valdi stendur.
Tomas Tobé, talsmaður sænska
hægriflokksins Moderaterna í lög-
gæslumálum, gagnrýnir hins vegar
ríkisstjórnina og segir aðgerðir
hennar ekki duga til. Hann segir
Löfven forsætisráðherra sýna lin-
kind í málinu. Nú sé ekki tími til að
kalla eftir upplýsingum um stöð-
una, heldur þurfi að koma fram til-
lögur sem skerpi á viðurlögum gegn
glæpagengjum.
Hægriflokkurinn leggur til að
refsingar glæpagengja verði tvöfald-
aðar og að símhleranir veði notaðar
í auknum mæli í baráttunni gegn
þeim. Tobé segir ljóst að ríkisstjórn-
inni hafi mistekist í þeirri baráttu.
Það sé allt of auðvelt fyrir gengin
að fá til liðs við sig ungmenni og
komast upp með mildar refsingar.
sighvatur@frettabladid.is
Sænsk stjórnvöld hafa áhyggjur
af tíðum skotárásum í landinu
Sjö einstaklingar hafa látist í skotárásum í Svíþjóð undanfarnar tvær vikur. Stjórnvöld segja ástandið mjög alvarlegt og
þessi mál eru í algjörum forgangi hjá sænsku lögreglunni. Málin varða flest uppgjör glæpagengja. fréttablaðið/EPa
Sænska ríkisstjórnin og
lögregluyfirvöld ræða til
hvaða aðgerða sé hægt
að grípa vegna fjölda
skotárása í landinu
undanfarið. Sjö hafa
látist í árásum síðast-
liðnar tvær vikur. Ríkis-
lögreglustjórinn segir
ástandið grafalvarlegt.
TAÍLAND Björgunaraðilar leggja nú
allt kapp á að kenna taílensku fót-
boltastrákunum, sem hafa verið
fastir í helli í norðanverðu landinu
síðastliðna 12 daga, sund og köfun.
Flóknar aðgerðir standa nú yfir við
að koma strákunum heilum á húfi
úr hellinum.
Meðal annars er um 1,6 millj-
ónum lítra af vatni dælt úr hell-
inum á hverri klukkustund. Reuters
fréttstofan hefur eftir Prawit Wong-
suwan aðstoðarforsætisráðherra að
ef komi til þess að flóð réni og vatns-
magnið í hellinum minnki nógu
mikið verði reynt að koma strák-
unum út á skjótan hátt. – sar
Strákarnir læra
sund og köfun
Við erum að glíma-
við aumkunarverða
en kaldrifjaða morðingja.
Stefan Löfven, forsætisráðherra
Svíþjóðar
BreTLAND Efni sem notað var til að
eitra fyrir pari í Amesbury á Eng-
landi er sama eitrið og notað var
gegn rússneska gagnnjósnaranum
Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu
í mars síðastliðnum. Frá þessu
greindi breska lögreglan á blaða-
mannafundi í gærkvöld. Parið
fannst meðvitundarlaust í húsi í
bænum og hefur lögregla staðfest
að um hafi verið að ræða Novichok-
taugaeitur. Ekki er vitað um tilefni
árásarinnar, að því er fram kom á
blaðamannafundinum. Parið er í
lífshættu. – bsp
Taugaeitri beitt
á breskt par
lögregla boðaði til blaðamanna-
fundar seint í gærkvöld vegna
árásarinnar. fréttablaðið/EPa
5 . J ú L Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U r12 F r é T T I r ∙ F r é T T A B L A Ð I Ð
0
5
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
2
-3
B
8
C
2
0
5
2
-3
A
5
0
2
0
5
2
-3
9
1
4
2
0
5
2
-3
7
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
6
4
s
_
4
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K