Fréttablaðið - 05.07.2018, Síða 14

Fréttablaðið - 05.07.2018, Síða 14
Sjá nánar á Fréttablaðið+ Lengri umfjöllun má lesa á frettabladid.is. Einhver stórkostlegasta náttúrusmíð á Íslandi er Stórurð við rætur Dyrfjalla á Héraði. Þarna er að finna grettistök sem eru á stærð við heilu húsin, en inn á milli leynast spegilsléttar tjarnir þar sem vatnið hefur sérkennilegan sægrænan blæ. Ólíkt Dyrfjöllum, sem sjást víða að, er Stórurð falinn gimsteinn sem flestir hreinlega keyra fram hjá á leið sinni austur á Borgarfjörð eystri og Víkur. Engu að síður er ekki flókið að komast í Stórurð gangandi og eru nokkrar leiðir í boði, allar greiðfærar. Algengast er að ganga hring sem hefst og endar við Vatnsskarð eystra, Héraðs- megin, en að uppgöngustaðnum er aðeins hálftíma keyrsla frá Egilsstöðum. Þetta er um 16 km ganga og ágætt að taka heilan dag til að njóta hennar. Stígarnir eru stikaðir og á leiðinni býðst frábært útsýni yfir Njarðvík og upp í Ytra-Dyrfjall, en ekki síður yfir Úthérað og Héraðsflóann. Upplifunin að koma að björgunum í Stórurð, sem eru eins og risavaxnir legókubbar sem fljóta á sægrænu jökulvatni, er engu lík. Talið er að þessi stóru mosavöxnu björg hafi borist niður úr Dyrfjöllum með skríðandi jökli eða hlaupi af einhverju tagi. Græna vatnið er jökul bráð úr jöklum í hlíðum Dyrfjalla sem skapa ómótstæðilegt baksvið Stórurðar. Það er ekki hægt annað en heillast af náttúrufegurðinni í Stórurð og ótrúlegt að slík náttúruperla skuli hvorki vera friðland né tilheyra þjóðgarði. En sjón er sögu ríkari. Mosavaxnir risakubbar Inni á milli bjarganna í Stórurð er jökulbráðið vatn sem hefur einkennandi sægrænan blæ. FréttablaðIð/SIgtryggur arI Horft til Dyrfjalla frá Úthéraði. Stórurð er í urðardal undir sjálfum dyrunum. FréttablaðIð/SIgtryggur arI gengið ofan af Súlum niður í urðardal. FréttablaðIð/ ÓlaFur Már grettistökin í Stórurð eru mörg hver á stærð við fjöl- býlishús. FréttablaðIð/ ÓlaFur Már Náttúrulega Ísland Upplifunin að koma að björgunum í Stórurð, sem eru eins og risavaxnir legókubbar sem fljóta á sægrænu jökulvatni, er engu lík. tómas guðbjarts- son læknir og náttúruunnandi og Sigtryggur ari Jóhannsson ljós- myndari fjalla um sérstæðar perlur í íslenskri náttúru. Hér má sjá urðardal og Stórurð ofan af Dyrfjöllum. FréttablaðIð/ÓlaFur Már 5 . j ú l í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R14 F R é T T I R ∙ F R é T T A B l A ð I ð 0 5 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 2 -2 7 C C 2 0 5 2 -2 6 9 0 2 0 5 2 -2 5 5 4 2 0 5 2 -2 4 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 4 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.