Fréttablaðið - 05.07.2018, Side 17

Fréttablaðið - 05.07.2018, Side 17
Stokkhólmur – Það var 1766 að Svíar settu sér stjórnarskrá sem mælti fyrir um frelsi fjölmiðla og upplýsingaskyldu stjórnvalda. Svíar skildu það fyrr en aðrar þjóðir að réttur almennings til upplýsinga og gegnsæis er óaðskiljanlegur frá öðrum mannréttindum. Í Svíþjóð er þessi meginregla kennd við „sól- skinslög“. Ekki færri en 30 önnur lönd hafa sett svipuð ákvæði í sínar stjórnarskrár. Þær eiga það sam- merkt allar nema ein að hafa verið endurskoðaðar eftir aldamótin 2000. Nýja stjórnarskráin frá 2011-2013 sem Alþingi heldur enn í gíslingu geymir í þessum anda mikilvæg ný ákvæði um upplýsingarétt og frelsi fjölmiðla, ákvæði sem er ætlað að hjálpa til við að vinda ofan af þeirri leynd og spillingu sem loða við opin- bera stjórnsýslu í landinu. Tilefnin eru mörg og brýn þótt hér verði tvö dæmi látin duga. Mál 1: Kjararáð Fyrir nokkru var frá því sagt að Kjara- ráð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar, en blaðið óskaði í nóvember 2017 eftir aðgangi að fundargerðunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur nú eftir langt þóf fellt úr gildi synjun ráðsins á beiðni blaðsins. Málið er brýnt þar eð bæði Samtök atvinnulífsins og ASÍ hafa sakað Kjararáð um að taka rangar ákvarðanir sem ógna vinnu- friði og auka hættuna á kollsteypu á vinnumarkaði. Hvað gerði Alþingi? Það lagði Kjararáð niður með manni og mús. Enn er óvíst hvort hægt verður að fá úr því skorið sem fram fór á fundum Kjararáðs. Þetta gæti ekki gerzt í Svíþjóð og ekki heldur á Íslandi hefði Alþingi staðfest nýju stjórnarskrána 2013 eins og því bar. Mál 2: Seðlabankinn Fundargerðir Seðlabanka Íslands eru ekki aðgengilegar almenningi og þá ekki heldur blaðamönnum. Það er bæði óheppilegt og óeðlilegt þar eð í lögum um Seðlabankann (28. gr.) segir: „Bankaráð hefur eftirlit með því að Seðlabanki Íslands starfi í samræmi við lög sem um starf- semina gilda.“ Fulltrúum stjórnmála- flokkanna í bankaráðinu ber því lagaskylda til að fylgjast með því að starfsmenn bankans fari að lögum. Þar eð fundargerðum banka- ráðsins er haldið leyndum getur fólkið í landinu ekki vitað hvort eða hvernig bankaráðsfulltrúar hafa rækt þessa lagaskyldu. Málið er brýnt m.a. vegna þess að vitað er um lögbrot í bankanum. Kastljós RÚV greindi frá því 2016 að hátt settur starfsmaður bankans hefði viðurkennt fyrir sérstökum saksóknara 2012 að hafa rofið trúnað 2008. Málið var talið hafa fyrnzt 2010 þar eð lög kveða á um fyrningu á tveim árum þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi. Maðurinn starfar enn í bankanum eins og ekkert hafi í skorizt. Einnig er vitað um a.m.k. tvö meint lögbrot í bankanum sem Kastljós RÚV greindi einnig frá 2016, annars vegar gálaust lán Seðla- bankans til Kaupþings 2008 og hins vegar birtingu Morgunblaðsins 2017 á útskrift af símtali seðlabankastjóra og forsætisráðherra þar sem ráðherr- ann segir um lánveitinguna: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga [75 milljarða króna] ekki til baka“. Seðlabankinn neitaði árum saman að upplýsa almenning og Alþingi um símtalið og bar við bankaleynd þótt hún komi málinu ekki við. Morgun- Grugg eða gegnsæi? Þorvaldur Gylfason Í dag blaðið birti útskriftina í nóvember 2017 án þess að vitað sé hvernig blaðið komst yfir svo vandlega varðveitt leyniskjal né heldur hvort viðeigandi yfirvöld hafi rannsakað gagnalekann. Málið er brýnt m.a. af því að hátt settur embættismaður fékk fangelsisdóm 2014 fyrir að stuðla að birtingu leynilegs gagns úr banka og einnig af því að Stundin hefur mátt una því mánuðum saman að mega ekki birta lekin bankagögn sem virðast eiga erindi við almenn- ing. Sá gagnaleki var rannsakaður í þaula. Það er sjálfstætt álitamál hvernig taka beri á bankaráðsfulltrúum ef ljóst þykir að þeir kunni að hafa van- rækt skýrar lagaskyldur sem á þeim hvíla. Jafnræði fyrir lögum Fólkinu í landinu hefur engin skýring verið gefin á því hvers vegna sumir bankamenn hafa sætt rannsókn og fengið dóma fyrir gáleysisleg útlán og meðfylgjandi umboðssvik og aðrir ekki. Engin skýring hefur heldur verið gefin á því hvers vegna sum trúnaðarbrot í bönkum hafa sætt rannsókn og leitt til fangelsisdóma og önnur ekki. Dómskerfið í landinu mun ekki vaxa í áliti almennings ef lögbrot eru látin viðgangast án þess að lögbrjótum sé gerð refsing fyrir brotin skv. lögum, t.d. vegna slakrar framfylgdar laga eða jafnvel vegna þess að yfirvöld dragi taum vel tengdra lögbrjóta og vanvirði þannig þá frumreglu réttar- ríkisins um jafnræði fyrir lögum. Réttarvitund almennings stafar hætta af refsileysi – þ.e. því að lögum sé helzt ekki framfylgt þegar valds- menn eða aðrir vel tengdir menn eiga í hlut eins og ég lýsi í ritgerð minni „Samstæð sakamál“ í Tímariti Máls og menningar í febrúar sl. 569 6900 09:00–16:00www.ils.is Opið er fyrir umsóknir um stofnframlög Markmið laga um almennar íbúðir er að bæta húsnæðisöryggi þeirra sem eru undir tekju- og eignamörkum við upphaf leigu. Stofnframlög eru veitt til byggingar og kaupa á almennum íbúðum. Við mat á umsóknum er lögð sérstök áhersla á eftirfarandi þætti: Nýbyggingar og ölgun leiguíbúða. Íbúðir á svæðum þar sem þörf er fyrir leiguíbúðir fyrir leigjendur undir tekju- og eignamörkum. Auk þess verður lögð áhersla á: Hagkvæmar íbúðir hvað stærð og herbergja- ölda varðar sbr. viðmiðunarstærðir. Hagkvæmar aðferðir við íbúðabyggingar í því skyni að lækka byggingarkostnað. Íbúðir sem uppfylla þarfir íbúa á hverju svæði. Íbúðir sem uppfylla mismunandi þarfir ólíkra hópa. Að stuðla að ölbreyttri samsetningu íbúa og félagslegri blöndun. Viðmiðunarstærðir Við úthlutun verður horft til þess að íbúðir séu að jafnaði ekki stærri en eftirfarandi tafla segir til um: Hámarksstærð Fjöldi herbergja m.v. herbergjaölda Einstaklingsíbúð 50 m² 2ja herbergja íbúð 60 m² 3ja herbergja íbúð 80 m² 4ra herbergja íbúð 95 m² 5 herbergja íbúð 110 m² Umsóknum skal skila inn á rafrænu formi á heimasíðu sjóðsins. Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2018. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is. Auglýst er eftir umsóknum fyrir árið 2018 um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 555/2016. Umsóknarfrestur: 31. október 2018 • • • • • • • S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 17F i M M T u d a g u R 5 . j ú L Í 2 0 1 8 0 5 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 5 2 -1 D E C 2 0 5 2 -1 C B 0 2 0 5 2 -1 B 7 4 2 0 5 2 -1 A 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 4 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.