Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.07.2018, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 05.07.2018, Qupperneq 22
Golf Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik á Thornberry Creek Classic-mótinu í golfi í Oneida, Wisconsin í dag. Er þetta fjórða helgin í röð sem Ólafía leikur á LPGA- mótaröðinni en hún rétt missti af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu um síðustu helgi. Er þetta annað árið í röð sem hún leikur á þessu móti en hún náði niðurskurði í fyrra og hafnaði í 36. sæti ásamt öðrum kylfingum á tíu höggum undir pari. Fer hún snemma af stað eða klukkan 7.41 að morgni til að staðar- tíma og er í öðrum ráshóp mótsins. Hefur hún leik á fyrsta teig og er með Mina Harigae og Allison Emrey í ráshóp en Ólafía ætti að kannast við þær báðar. Lék hún um tíma með Allison í Wake Forest í banda- ríska háskólagolfinu en hún var í ráshóp með Mina í Lotte meistara- mótinu í apríl síðastliðnum. – kpt Ólafía hefur leik í Wisconsin Handbolti Handboltamarkvörð- urinn Aron Rafn Eðvarðsson er að öllum líkindum á leið frá ÍBV til þýska B-deildarliðins Hamburger Sport-Verein. Aron Rafn sagði í sam- tali við Fréttablaðið að viðræður hans við félagið væru komnar á lokastig og í raun formsatriði að binda alla lausa hnúta. „Ég býst við því að skrifa undir hjá þeim á næstu dögum. Það er hins vegar ekkert í höfn enn og ég veit það vel að hlutir geta verið fljótir að breytast í þessum bransa. Eins og staðan er hins vegar núna er aftur á móti ekkert sem getur í komið veg fyrir að ég verði orðinn leikmaður liðsins öðrum hvorum megin við helgina,“ sagði Aron Rafn þegar Fréttablaðið kannaði stöðu mála á félagaskiptum hans til þýska liðsins. Hann staldraði ekki lengi við á Íslandi en hann samdi við ÍBV síð- asta sumar. „Það var á stefnuskránni að taka bara eitt keppnistímabil hér heima og fara svo aftur út. Tímabilið gat ekki gengið betur og það er gaman að kveðja ÍBV sem þrefaldur meist- ari og hafa verið valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar var góður bónus. Eftir erfiða byrjun á leiktíðinni var gott hvernig málin þróuðust hjá mér og að ég hafi náð að bæta minn leik svo eftir var tekið,“ sagði Aron. Sofandi risi Hamburger Sport-Verein hefur gengið í gegnum miklar sveiflur á síðustu árum. Liðið varð bikar- meistari 2010, Þýskalandsmeistari 2011 og vann Meistaradeild Evrópu 2013. Síðan lenti félagið í miklum fjár- hagsvandræðum og eftir að hafa barist í bökkum var það úrskurðað gjaldþrota í desember árið 2015. Félagið var í kjölfarið dæmt niður í þriðju efstu deild. Næstu ár þar á eftir fóru í endurskipulagningu á rekstri félagsins og uppbyggingu á leikmannahópi liðsins. Liðið vann C-deildina í vor og mun þar af leiðandi vera nýliði í B-deildinni á næstu leiktíð. „Ég hef engar áhyggjur af því að það sé ekki allt í toppmálum hvað fjármálin varðar hjá félaginu. Mér skilst að það séu bæði fleiri og öflugri bakhjarlar hjá félaginu en þegar það fór á hausinn. Þá hafi verið teknar skynsamlegri ákvarð- anir hvað varðar útgjöld og boginn ekki spenntur jafn hátt í leikmanna- kaupum og launakostnaði. Ég er bara mjög spenntur fyrir þessu og vona að ég geti hjálpað liðinu að komast í efstu deild sem er mark- miðið hjá liðinu,“ sagði Aron Rafn um stöðu mála hjá Hamburger Sport-Verein. Ef að líkum lætur verður Hambur- ger Sport-Verein fjórða erlenda liðið sem Aron Rafn leikur með, en þessi uppaldi Haukamaður hefur áður leikið með þýska liðinu SG BBM Bie- tigheim, sænska liðinu Eskilstuna Guif og danska liðinu Álaborg. Aron Rafn er þriðji íslenski markvörðurinn sem heldur út í atvinnumennsku í sumar, en Ágúst Elí Björgvinsson fór frá FH til Eskil- stuna Guif. Þá söðlaði Björgvin Páll Gústavsson um og gekk til liðs við Skjern frá Haukum. Það eru góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið að þeir íslensku markmenn sem hafa séð um að verja mark liðsins undan- farið verði allir á mála hjá erlendum liðum á næsta keppnistímabili. hjorvaro@frettabladid.is Býst við að skrifa undir hjá Hamburg á allra næstu dögum Aron Rafn Eðvarðsson, sem varði mark ÍBV með miklum ágætum í Olísdeild karla í handbolta á síðustu leiktíð, er kominn langt í viðræðum sínum við Hamburger Sport-Verein um félagaskipti til Þýskalands. Aron Rafn stefndi að því að staldra stutt við hér heima og svo virðist sem það ætli að ganga eftir hjá honum. Körfubolti Ísland mætir kunnug- legum andstæðingi í undankeppni EuroBasket 2021 en dregið var í undanriðlana í gær. Með Íslandi í riðli eru Belgía og Portúgal og fara fyrstu leikirnir fram í september og lýkur riðlakeppninni með leik Belg- íu og Íslands ytra þann 24. febrúar næstkomandi. Virtist Craig Pedersen, þjálfari landsliðsins, vera nokkuð bjartsýnn á möguleika Íslands á að komast á EuroBasket þegar hann ræddi fram- tíð sína á dögunum. Mætti Ísland liði Belgíu í undan- keppni EuroBasket 2017 þar sem liðin unnu sitt leikinn hvort en Ísland hefur mætt Belgíu fimm sinnum á síðustu þremur árum. Lengra er síðan íslenska karla- landsliðið mætti Portúgal eða sex- tán ár en þá vann Ísland nauman sigur á Portúgal ytra. – kpt Belgía og Portúgal með Íslandi í riðli Þjálfarateymið ætti að kannast við belgíska liðið. Fréttablaðið/SteFán aron rafn var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins en góð frammistaða hans hjá ÍbV er að skila honum öðru tækifæri í atvinnumennsku. Fréttablaðið/ernir Grindavík - Kr 2-1 1-0 Helga Guðrún Kristinsdóttir (28.), 2-0 Rio Hardy (29.), 2-1 Mia Annete Gunter (40.) Selfoss - breiðablik 0-1 0-1 Selma Sól Magnúsdóttir (47.). Stjarnan - FH 6-2 0-1 Jasmín Erla Ingadóttir (17.), 1-1 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (28.), 2-1 Telma Hjaltalín (29.), 3-1 Telma Hjaltalín (40.), 4-1 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (52.), 5-1 Telma Hjaltalín (73.), 6-1 María Eva Eyjólfs- dóttir (87.), 6-2 Marjani Hing-Glover (89.). Pepsi-deild kvenna Körfubolti Grindavík fékk góðan liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Domino’s-deild karla í gær þegar bakvörðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson samdi við liðið út næsta tímabil. Var hann einn af bestu leik- mönnum deildarinnar í fyrra þegar hann lék með Tindastóli en hann hefur einnig leikið með Skallagrími í efstu deild. Hafa Stólarnir sótt góðan liðs- styrk á undanförnum vikum en Urald King, Brynjar Þór Björnsson og Danero Axel Thomas hafa allir gengið til liðs við Stólana. Átti Sigtryggur stóran hlut í frá- bærum árangri Stólanna á síðasta tímabili þegar félagið vann fyrsta titil sinn ásamt því að leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Var hann með 19,4 stig, 3,3 stoð- sendingar og fjögur fráköst á þeim 30 mínútum sem hann fékk að meðaltali. Skilaði það honum sæti í íslenska landsliðshópnum í vetur en hann gat ekki tekið þátt í verkefninu vegna meiðsla. Mun hann leysa af hólmi Dag Kára Jónsson sem yfirgaf Grindavík á dögunum og samdi við uppeldis- félag sitt, Stjörnuna. – kpt Sigtryggur Arnar samdi við Grindvíkinga Það var á stefnu- skránni að taka eitt keppnistímabil hér heima og fara svo aftur út. Aron Rafn Eðvarðsson 5 . j ú l í 2 0 1 8 f i M M t u d a G u r22 S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð sport 0 5 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 2 -4 A 5 C 2 0 5 2 -4 9 2 0 2 0 5 2 -4 7 E 4 2 0 5 2 -4 6 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 4 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.