Fréttablaðið - 05.07.2018, Síða 30
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 512 5442
Skotfimi er vinsæl grein á Landsmótinu sem sífellt fleiri taka þátt í.
Ungir og eldri keppendur fjölmenna í blakið sem er alltaf vinsæl íþrótt.
Keppt er í rótgrónum íþróttum eins og glímu. MYND/UMFÍ
Það sjást oft skemmtileg tilþrif hjá keppendum á öllum aldri.
myndað skemmtilegar aðstæður og
mikla spennu. Þátttakendur greiða
aðeins eitt þátttökugjald sem er
stillt í hóf til þess að sem flestir geti
verið með.“
Fjöldi nýrra greina
Mikil áhersla er lögð á nýjar
íþróttagreinar og um leið nýjar
og spennandi útfærslur á öðrum
greinum. „Í ár verður keppt í
fyrsta skipti hér á landi í nokkrum
greinum. Þar má til dæmis nefna
krolf og biathlon, fótboltapanna og
margar fleiri. Ef einhverja dreymir
um að hlaupa á strönd með Drang-
ey í bakgrunni þá verður það að
veruleika á Landsmótinu á Sauðár-
króki. Þar að auki eru fjölmargar
greinar tengdar ströndinni skag-
firsku. Greinarnar eru svo margar
að við hvetjum fólk til að kynna sér
þær á vef okkar, landsmotid.is.“
Enn ein breytingin sem UMFÍ
kynnir á Landsmótinu í ár er sú
að afþreyingin á mótinu er meira
hreyfitengd en áður. „Þar má nefna
að á svæðinu verður 50 metra löng
þrautabraut, fótboltapílukast,
spikeball og alls konar þrautir og
leikir fyrir alla fjölskylduna. Það
er því upplagt að koma til Sauðár-
króks í sannkallaða íþróttaútilegu.“
Auður segir Landsmótið sameina
andlega, líkamlega og félagslega
heilsu fólks. „Það sama á við um
unglingalandsmótið sem er annar
viðburður á vegum UMFÍ fyrir börn
og ungmenni á aldrinum 11-18 ára
og fer fram um verslunarmanna-
helgina. Báðir þessir viðburðir
skapa aðstæður þar sem auðvelt er
að stunda heilbrigða lífshætti, efla
vitund og vitneskju fólks ásamt
því að skapa félagslega samveru og
eftirminnilega upplifun.“
Betra samfélag
Samfélagið hefur verið að þróast
og þar eru íþróttir og hreyfing ekki
undanskilin að sögn Auðar. „Fram-
tíðarsýn UMFÍ er að mæta þörfum
og bæta samfélagið. Þar af leiðandi
þarf að taka tillit til breyttra þarfa
fólks. Landsmótið var á sínum tíma
einn af fáum íþróttaviðburðum
sem í boði voru á Íslandi. En í dag
er til fullt af flottum innlendum og
erlendum íþróttaviðburðum þar
sem afreksfólk er í fararbroddi.
Grasrótin í ungmennafélagshreyf-
ingunni vildi færa nálgunina yfir á
breiðara svið svo fleiri gætu tekið
þátt og haft gaman af því að hreyfa
sig. Landsmótið er niðurstaðan af
þeirri stefnumótun sem fór fram
og á að stuðla að því að bæta sam-
félagið með þátttöku fleira fólks í
íþróttum.“
Hún bendir á að áherslur í
alþjóðlegu samhengi séu að
breytast hratt. Sama hvar stigið
er niður sé val lykilorðið. „Fólk
vill geta valið hvaða íþróttir það
stundar, hvar það stundar þær,
hvenær og hvernig. Við sjáum að
hefðbundnar staðalímyndir eru alls
staðar á undanhaldi. Við hlustum á
fleiri og tökum tillit til þarfa þeirra.
Íþrótta- og ungmennafélög eru
mikilvægasti liðurinn í því þar sem
grasrótarstarfið fer fram á þeirra
vegum.“
Fólk nýtir sér tæknina í meiri
mæli en nokkru sinni áður segir
Auður. „Við sjáum til dæmis í lönd-
unum í kringum okkur að e-íþróttir
(rafrænar íþróttir) eru í mikilli upp-
sveiflu en þar er til dæmis átt við
íþróttir í tölvuleikjum. Við höfum
ekki orðið vör við slíka þróun hér
á landi og verður forvitnilegt að sjá
hvernig málin þróast á Íslandi.“
Skemmtileg samverustund
Auður ætlar að sjálfsögðu að taka
þátt í Landsmótinu með fjölskyldu
sinni og hlakkar mikið til. „Ég hef
sett mér markmið um að prófa
þrjár til fjórar íþróttagreinar. Vin-
konur mínar úr íþróttunum í gamla
daga eru orðnar mjög spenntar fyrir
Landsmótinu og hafa sett saman
lið í bæði brennó og strandblaki
og skorað á maka sína til þátttöku
í fleiri greinum. Þeir eru til dæmis
búnir að búa til lið í knattspyrnu.
Einhverjir ætla líka að skella
hjólunum aftan á bílinn og taka
þátt í götuhjólreiðum eða fjallahjól-
reiðum. Utan þess geri ég ráð fyrir
að koma að framkvæmd Lands-
mótsins með Ómari Braga Stefáns-
syni, framkvæmdastjóra mótsins,
verkefnastjórunum Thelmu Knúts-
dóttur og Pálínu Hraundal og öllum
þeim frábæru sjálfboðaliðum sem
hjálpa til við að halda Landsmótið,
en mótshaldið er samstarfsverkefni
UMFÍ, héraðssambandsins UMSS
og sveitarfélagsins Skagafjarðar.“
Hún hvetur sem flesta til að taka
þátt og skrá sig til leiks á lands-
motid.is. „Landsmót UMFÍ mun
halda áfram að þróast og verða
skemmtileg samverustund fyrir
fjölskyldur og vini þar sem hreyfing
og íþróttir verða í forgrunni enda
öflugur liður í forvarnarstarfi og
bættri lýðheilsu þjóðarinnar.“
Ég hef sett mér
markmið um að
prófa þrjár til fjórar
íþróttagreinar. Vin-
konur mínar úr íþrótt-
unum í gamla daga eru
orðnar mjög spenntar
fyrir Landsmótinu og
hafa sett saman lið í
bæði brennó og strand-
blaki og skorað á maka
sína til þátttöku í fleiri
greinum.
2 KYNNINGARBLAÐ 5 . j Ú L Í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RLANDSMót UMFÍ
0
5
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
2
-3
1
A
C
2
0
5
2
-3
0
7
0
2
0
5
2
-2
F
3
4
2
0
5
2
-2
D
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
4
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K