Fréttablaðið - 05.07.2018, Síða 32

Fréttablaðið - 05.07.2018, Síða 32
Gunnar og Sævar hafa báðir æft og keppt í skíðagöngu frá því þeir muna eftir sér. Sævar var í landsliðinu í 13 ár og keppti m.a. á Vetrarólympíuleikunum árið 2014 og á þremur heimsmeistaramótum. Þeir bræður ætla að taka þátt í keppni í hjólaskíðaspretti á æsku- slóðunum á Sauðárkróki og í þetta sinn fer keppnin fram á malbiki. „Hjólaskíðasprettur er sumaræfing fyrir skíðamenn og það eina sem þarf til eru hjólaskíði og malbik,“ segir Gunnar sem starfar á íþrótta- deild RÚV og er þjálfari í knatt- spyrnu hjá Breiðabliki. „Ég vona að sem flestir taki þátt en keppnin verður stutt og laggóð og mjög áhorf- endavæn,“ segir Sævar sem lagði keppnisskíðin á hilluna í vetur. Stífar æfingar í sumar Þeir lofa harðri og spennandi keppni og eru þegar byrjaðir að undirbúa sig. „Við stefnum á að æfa stíft í að minnsta kosti tvo til þrjá tíma á dag vikurnar fyrir mótið. Það hefur alltaf verið mikil keppni á milli okkar bræðranna og við stefnum auðvitað báðir á gullið,“ segir Gunn- ar og bætir glettnislega við hann sjái ekkert því til fyrirstöðu að hann hreppi það. Sævar er þó ekki á sama máli og segir bróður sinn alltaf hafa verið yfirlýsingaglaðan. Það verður því spennandi að sjá hver úrslitin verða en faðir þeirra, Birgir Gunn- arsson, hefur séð um undirbúning keppninnar. „Okkur langar að koma göngu- skíðaíþróttinni meira á kortið á Íslandi. Undanfarin ár hefur verið mikill uppgangur í greininni en það er samt ekki langt síðan við bræð- urnir vorum þeir einu á Sauðárkróki sem stunduðu skíðagöngu, ásamt pabba. Núna eru 2-300 manns á gönguskíðum allar helgar í Blá- fjöllum en það má enn auka veg þessarar góðu íþróttar,“ segir Gunn- ar og bætir við að sennilega séu fáar íþróttir sem reyni á eins marga vöðva líkamans og skíðaganga, auk þess sem útiveran sé alveg geggjuð. Verða í kaffi hjá ömmu á milli keppna Þeir bræður láta sér ekki nægja að keppa í hjólaskíðaspretti. Sævar ætlar einnig að keppa í götuhjól- reiðum. „Við mætum nokkrir sem verðum saman í liði. Hvað keppni snertir er mjög gott að hafa eitthvað til að stefna að. Ég hjóla á hverjum degi, enda er ég vanur að hreyfa mig í allt að fimm tíma daglega. Ég þarf aðeins að trappa mig niður eftir skíðaferilinn,“ segir Sævar sem býr í Mosfellsbæ en lætur sig ekki muna um að hjóla í vinnuna hjá VÍS í Ármúlanum á hverjum degi. Gunnar ætlar að keppa í strand- blaki ásamt Velinu Apostolova, kærustu sinni. „Velina er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í blaki og er mjög öflug íþróttakona. Það er skilyrði fyrir þátttöku að kona og karl séu saman í liði og við ákváðum því að skrá okkur saman til leiks. Svo kemur bara í ljós hvort við eigum skap saman í keppni,“ segir hann og er bjartsýnn á góðan árangur. Þeir bræður búa svo vel að eiga stóra fjölskyldu á Sauðárkróki og gera ráð fyrir að gista í fjölskyldu- bústaðnum á meðan á landsmótinu stendur. „Við reiknum svo með að vera í kaffi og pönnukökum hjá ömmu á milli þess sem við keppum,“ segja Gunnar og Sævar að lokum. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Bræðurnir reikna með að vera í kaffi og pönnukökum hjá ömmu sinni á milli þess sem þeir keppa. MYND/EYÞÓR Stefna báðir á gullið Bræðurnir Gunn- ar og Sævar Birg- issynir frá Sauðár- króki ætla ekki að láta sig vanta á Landsmót UMFÍ í sínum heimabæ. Þeir munu keppa í hjólaskíðaspretti og má búast við harðri baráttu um gullið. Góða skemmtun á Landsmótinu SAUÐÁRKRÓKI 4 KYNNINGARBLAÐ 5 . j ú L í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RLANDSMÓt uMfí 0 5 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 2 -1 D E C 2 0 5 2 -1 C B 0 2 0 5 2 -1 B 7 4 2 0 5 2 -1 A 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 4 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.