Fréttablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 32
Gunnar og Sævar hafa báðir æft og keppt í skíðagöngu frá því þeir muna eftir sér. Sævar var í landsliðinu í 13 ár og keppti m.a. á Vetrarólympíuleikunum árið 2014 og á þremur heimsmeistaramótum. Þeir bræður ætla að taka þátt í keppni í hjólaskíðaspretti á æsku- slóðunum á Sauðárkróki og í þetta sinn fer keppnin fram á malbiki. „Hjólaskíðasprettur er sumaræfing fyrir skíðamenn og það eina sem þarf til eru hjólaskíði og malbik,“ segir Gunnar sem starfar á íþrótta- deild RÚV og er þjálfari í knatt- spyrnu hjá Breiðabliki. „Ég vona að sem flestir taki þátt en keppnin verður stutt og laggóð og mjög áhorf- endavæn,“ segir Sævar sem lagði keppnisskíðin á hilluna í vetur. Stífar æfingar í sumar Þeir lofa harðri og spennandi keppni og eru þegar byrjaðir að undirbúa sig. „Við stefnum á að æfa stíft í að minnsta kosti tvo til þrjá tíma á dag vikurnar fyrir mótið. Það hefur alltaf verið mikil keppni á milli okkar bræðranna og við stefnum auðvitað báðir á gullið,“ segir Gunn- ar og bætir glettnislega við hann sjái ekkert því til fyrirstöðu að hann hreppi það. Sævar er þó ekki á sama máli og segir bróður sinn alltaf hafa verið yfirlýsingaglaðan. Það verður því spennandi að sjá hver úrslitin verða en faðir þeirra, Birgir Gunn- arsson, hefur séð um undirbúning keppninnar. „Okkur langar að koma göngu- skíðaíþróttinni meira á kortið á Íslandi. Undanfarin ár hefur verið mikill uppgangur í greininni en það er samt ekki langt síðan við bræð- urnir vorum þeir einu á Sauðárkróki sem stunduðu skíðagöngu, ásamt pabba. Núna eru 2-300 manns á gönguskíðum allar helgar í Blá- fjöllum en það má enn auka veg þessarar góðu íþróttar,“ segir Gunn- ar og bætir við að sennilega séu fáar íþróttir sem reyni á eins marga vöðva líkamans og skíðaganga, auk þess sem útiveran sé alveg geggjuð. Verða í kaffi hjá ömmu á milli keppna Þeir bræður láta sér ekki nægja að keppa í hjólaskíðaspretti. Sævar ætlar einnig að keppa í götuhjól- reiðum. „Við mætum nokkrir sem verðum saman í liði. Hvað keppni snertir er mjög gott að hafa eitthvað til að stefna að. Ég hjóla á hverjum degi, enda er ég vanur að hreyfa mig í allt að fimm tíma daglega. Ég þarf aðeins að trappa mig niður eftir skíðaferilinn,“ segir Sævar sem býr í Mosfellsbæ en lætur sig ekki muna um að hjóla í vinnuna hjá VÍS í Ármúlanum á hverjum degi. Gunnar ætlar að keppa í strand- blaki ásamt Velinu Apostolova, kærustu sinni. „Velina er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í blaki og er mjög öflug íþróttakona. Það er skilyrði fyrir þátttöku að kona og karl séu saman í liði og við ákváðum því að skrá okkur saman til leiks. Svo kemur bara í ljós hvort við eigum skap saman í keppni,“ segir hann og er bjartsýnn á góðan árangur. Þeir bræður búa svo vel að eiga stóra fjölskyldu á Sauðárkróki og gera ráð fyrir að gista í fjölskyldu- bústaðnum á meðan á landsmótinu stendur. „Við reiknum svo með að vera í kaffi og pönnukökum hjá ömmu á milli þess sem við keppum,“ segja Gunnar og Sævar að lokum. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Bræðurnir reikna með að vera í kaffi og pönnukökum hjá ömmu sinni á milli þess sem þeir keppa. MYND/EYÞÓR Stefna báðir á gullið Bræðurnir Gunn- ar og Sævar Birg- issynir frá Sauðár- króki ætla ekki að láta sig vanta á Landsmót UMFÍ í sínum heimabæ. Þeir munu keppa í hjólaskíðaspretti og má búast við harðri baráttu um gullið. Góða skemmtun á Landsmótinu SAUÐÁRKRÓKI 4 KYNNINGARBLAÐ 5 . j ú L í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RLANDSMÓt uMfí 0 5 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 2 -1 D E C 2 0 5 2 -1 C B 0 2 0 5 2 -1 B 7 4 2 0 5 2 -1 A 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 4 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.