Fréttablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 52
Þetta er langhlaup
Þannig að Það
gildir að gefast ekki upp ef
manni finnst maður hafa
eitthvað að segja. eftir
sautján ár líður mér eins
og ég sé loks að uppskera.Rósa Sigrún Jónsdóttir myndlistarkona er á leið á listahátíðina Art Stays í Slóveníu þar sem hún sýnir verk sitt Svelgir. Boðið kom
í kjölfar þess að Svelgir var valið til
sýninga á Arte Laguna Prize í Fen-
eyjum fyrr á þessu ári, en þar sýndu
rúmlega hundrað listamenn verk
sín.
Rósa hefur gert mikið af svo-
nefndum svelgjum, stórum skúlp-
túrum sem eru prjónaðir eða hekl-
aðir, þeir urðu til árið 2015. „Þá
var ég í Ketilhúsinu á Akureyri þar
sem er stór salur og opið á milli
hæða þannig að hægt er að standa
á efri hæðinni og horfa niður í sal-
inn sjálfan. Mig langaði til að gera
þarna stóra innsetningu og sá fyrir
mér form sem eru eins og svelgir í
jöklum. Nokkrum mánuðum síðar
fékk ég sýningarpláss og bjó til snið
með formum sem voru víð efst og
þrengdust niður á við. Ég fékk hóp
handverkskvenna til liðs við mig og
þær höfðu frjálsar hendur um lita-
röðun og munsturgerð. Samstarfið
skilaði fjórtán svelgjum, sumir voru
allt að fjórir metrar að lengd.“
Svelgir í gömlu klaustri
Svelgina hefur Rósa sett upp á fjór-
um stöðum innanlands. Þeir eru
einnig komnir í útrás, hafa verið á
sýningum á Norður-Írlandi, í Fen-
eyjum og halda nú til Slóveníu þar
sem þeir verða til sýnis í gömlu
klaustri. Listahátíðin stendur í eina
viku en myndlistarsýningarnar
standa fram í september.
Rósa segir svelgina hafa vakið
nokkra athygli. „Í myndlistarheim-
inum er talsverður áhugi á á textíl.
Þetta er listform sem á sér djúpar
rætur og er hluti af menningararfi
allra þjóða. Textíllinn er tímalaus
en í nútímamyndlist er verið að
teygja þanþol hans og sýna hann í
nýju ljósi en um leið geta allir auð-
veldlega tengt við hann.“
„Ég trúi á fegurðina,“ segir Rósa.
„Það skiptir mig miklu máli að það
sem ég bý til sé fallegt.“ Fegurðin
er einmitt mjög áberandi í textíl-
verkum sem hún hefur unnið og
sýna íslenskar lækningajurtir. Þar á
meðal er verk sem er blómabeð. „Ég
vann það þannig að ég tók myndir
af jurtum, safnaði litaprufum,
heklaði jurtirnar og bjó til blóma-
beð. Ég er hrifin af hinum fíngerða,
veikburða styrk sem jurtir búa yfir,“
segir hún.
Innsetning í Amsterdam
Rósa fór tiltölulega seint í listnám,
var 35 ára þegar hún fékk inngöngu
í Myndlista- og handíðaskólann og
útskrifaðist 2001. „Þetta er lang-
hlaup þannig að það gildir að gef-
ast ekki upp ef manni finnst maður
Ég trúi á fegurðina
rósa sigrún jónsdóttir sýnir verk sín á
listahátíð í slóveníu. gluggainnsetning í
amsterdam í vetur og sýning í flórens.
Rósa sýnir verk sín víða um heim og er á leið á listahátíð í Slóveníu. FRéttAblAðIð/SIgtRygguR ARI
Rósa sýnir
svelgi eins og
þessa í Sló-
veníu. Mynd/
Páll áSgeIR
áSgeIRSSon
Hér blandar
Rósa saman
teikningu
og útsaumi.
FRéttAblAðIð/
SIgtRygguR ARI
Heklaðar jurtir og grös skapa þetta fallega blómabeð. Mynd/PekkA eloMAA
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrun@frettabladid.is
hafa eitthvað að segja. Eftir sautján
ár líður mér eins og ég sé loks að
uppskera,“ segir hún.
T.I.N.A. Art Prize er verkefni sem
tengir saman listamenn og gallerí en
listamenn senda myndir af verkum
sínum og dómefnd velur síðan lista-
menn til samstarfs. Rósa hefur tvisv-
ar sótt um þátttöku og fékk jáyrði í
bæði skiptin. Í desem ber fer hún til
Amsterdam og gerir innsetningu í
tólf glugga í listagalleríi. „Þetta eru
djúpir gluggar sem snúa út að torgi
og sumir þeirra eru tvisvar sinnum
þrír metrar. Þetta verður heilmikil
vinna sem ég er byrjuð á og saman-
stendur af hekluðum íslenskum
lækningajurtum.“
Ýmis önnur verkefni eru á döf-
inni, þar á meðal þátttaka í samsýn-
ingu í Listasafni Árnesinga í ágúst.
Sú sýning er tileinkuð Halldóri Ein-
arssyni útskurðarmeistara og er efnt
til samtals milli verka hans og verka
nokkurra núlifandi listamanna. Þar
sýnir Rósa textílskúlptúra en hún
vinnur einnig að verkum þar sem
hún blandar saman blýantsteikn-
ingu og útsaumi og þar koma lækn-
ingajurtir enn við sögu. Í febrúar á
næsta ári sýnir hún í Gróttu og vorið
2019 er sýning í galleríi í Flórens.
Margvísleg önnur verkefni eru einn-
ig fram undan innan lands og utan.
Heimasíða Rósu er: rosasigrun.
com.
5 . j ú l í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R32 M e n n I n G ∙ F R É T T A B l A ð I ð
0
5
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
5
2
-2
C
B
C
2
0
5
2
-2
B
8
0
2
0
5
2
-2
A
4
4
2
0
5
2
-2
9
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
4
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K