Fréttablaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 2
Veður Suðvestlæg átt, 3-10 í dag og yfirleitt þurrt en bjart veður fyrir norðan og austan. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast austanlands. sjá síðu 26 Engin sátt hjá sáttasemjara Viðskiptafræðingur úr Háskóla Íslands leitar að þremur góðum uppskriftum að samlokum eða langloku. Verðlaun verða veitt fyrir þær uppskriftir sem valdnar verða og er til mikils að vinna því 20.000 krónur verða veittar fyrir þær útvöldu. Uppskriftirnar má senda á netfangið kristinn@samlokur.com Lumar þú á góðri uppskrift að samloku/langloku? samfélag Guðmundur Ingi Þór­ oddsson, vistmaður á áfangaheimil­ inu Vernd, opnaði nýverið veitinga­ húsið Rakang Thai og sportbarinn Blástein í Hraunbæ. „Við höfum verið á kafi í þessu í marga mánuði og byrjuðum löngu áður en ég fór á Vernd,“ segir Guðmundur Ingi en fjölskylda Guðmundar tekur þátt í rekstrinum með honum. Síðastliðið haust kom að þeim tíma í afplánun Guðmundar að hann gat sótt vinnu utan veggja fangelsisins en hann var þá í afplánun á Sogni og keyrði þaðan á hverjum morgni til Reykjavíkur til að undirbúa opnunina ásamt Björgvini Mýrdal bróður sínum og mætti svo í fangelsið tímanlega fyrir kvöldmat. „Þetta gekk bara vel. Þetta er ekk­ ert öðruvísi en með marga sem búa fyrir austan fjall og sækja vinnu í bænum. Það var aðallega stress­ andi í vetur að eiga á hættu að verða veðurtepptur, en í þeim tilvikum gisti ég á Hólmsheiðinni,“ segir Guðmundur Ingi en hann er nýlega kominn á áfangaheimilið Vernd þar sem hann mun dvelja síðustu mánuði afplánunarinnar, áður en reynslulausn tekur við. Guðmundur Ingi, sem er formað­ ur Afstöðu, félags fanga, segir mikil­ vægt fyrir þá sem hafa verið lengi í fangelsi að geta komið í skrefum út í samfélagið að nýju. „Það mætti bjóða föngum að sækja vinnu utan fangelsa miklu fyrr í afplánunar­ ferlinu og binda það frekar við góða hegðun en árafjölda í fangelsi.“ Hann segir erfitt fyrir marga sem eru að ljúka afplánun að finna vinnu og koma undir sig fótunum eftir afplánun. Hann bindur miklar vonir við starfshóp sem félagsmála­ ráðherra skipaði nýverið til að gera tillögur að úrbótum vegna þessa vanda. „Það er mjög dýrmætt fyrir þá sem tekið hafa út sína refsingu að eiga sér framtíðarsýn til að stefna að og auðvitað gefur það mér mikið að hafa eitthvað til að byggja upp sem ég hef metnað fyrir, það er grund­ völlur betrunar í rauninni að upp­ lifa að maður geti gert jákvæða og góða hluti við líf sitt eftir afplánun.“ Guðmundur segir fjölskylduna hafa verið einhuga um úthverfa­ rekstur. Það er eftirspurn eftir veitingastöðum og hverfisbörum víða í úthverfum borgarinnar og Árbæingar eru að taka okkur mjög vel. En svo bjóðum við auðvitað alla borgarbúa velkomna og þjónustum fyrirtæki um alla borg.“ Á Rakang Thai er boðið upp á taílenska matargerð og það er Siri, stjúpmóðir Guðmundar, sem sér um matargerðina. „Við erum með hlaðborð á Rakang, bæði í hádeginu og á kvöldin, auk þess að keyra út mat til fyrirtækja í hádeginu,“ segir Guðmundur og bætir við: Svo verð­ ur eldhúsið á sportbarnum opnað í næstu viku og þar mun Björgvin bróðir ráða ríkjum og bjóða upp á léttari rétti; hamborgara, steikur og slíkt.“ kjartanh@frettabladid.is Fangi opnar sportbar og veitingahús í Árbænum Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður félags fanga, hefur opnað veitingahús og sportbar í Hraunbæ með fjölskyldu sinni. Tekur út síðustu mánuði refsingar- innar á Vernd. Segir mikilvægt að fangar geti átt framtíðarsýn eftir afplánun. Það er mjög dýr- mætt fyrir þá sem hafa tekið út sína refsingu að eiga framtíðarsýn til að stefna að. Guðmundur hefur opnað veitingahúsið Rakang Thai. FRéTTablaðið/ÞóRsTeinn VElfERðaRmál Viðvarandi vandi ríkir í húsnæðismálum utangarðs­ fólks í Reykjavíkurborg en fjöldi þeirra hefur aukist um 95 prósent frá árinu 2012. Hluti vandans felst í því að fólk leiti í borgina úr öðrum sveitar­ félögum þar sem úrræði þar séu af skornum skammti. Þetta er kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður hóf frumkvæð­ isathugun á málaflokknum í kjölfar ábendinga sem honum höfðu borist um það hvernig sveitarfélögin beita sér í þessum málum. Kvartanirnar tóku meðal annars til langs biðtíma eftir félagslegu húsnæði, skilyrða sem eru sett fyrir úthlutun slíks húsnæðis og dræms framboðs á því. Alþingi hefur falið sveitarfélögum að aðstoða íbúa sína við lausn á hús­ næðisvanda þeirra. Í lögum um félags­ þjónustu sveitarfélaga er þessi skylda ekki útfærð nánar. Umboðsmaður bendir á að við framkvæmd laganna verði sveitarfélögin að taka mið af lágmarkskröfum stjórnarskrárinnar, fjölþjóðlegum samningum og reglum stjórnsýsluréttarins. Áliti umboðsmann fylgir athugun á því hvernig fimmtán fjölmenn­ ustu sveitarfélögin beita sér í mál­ efnum utangarðsfólks. Athugunin leiddi í ljós að lítið hafði reynt á slíkar aðstæður hjá flestum sveitar­ félaganna. Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til sveitarfélaganna að fara yfir þessi mál og þá í samráði við Reykjavíkurborg. Þá lagði hann einnig fyrir sveitar­ félögin að leggja fram eins fljótt og unnt er áætlanir til að bregðast við vandanum. Þá beindi hann þeim til­ mælum til félags­ og jafnréttismála­ ráðherra að kanna hvort tilefni sé til að ráðuneyti hans skoði málið. – jóe Utangarðsfólki fjölgar í borginni BaNDaRíKIN Aftöku Scotts Dozier sem fara átti fram í Nevada í gær var frestað eftir að Alvogen fékk lögbann á notkun lyfs fyrirtækisins við aftökuna. Dozier hafði verið dæmdur fyrir tvö morð og stóð til að taka hann af lífi. Til verksins átti að nota blöndu þriggja lyfja, þar á meðal midazolam, sem er róandi lyf sem Alvogen framleiðir. Lyfjafyrirtækið taldi að fangelsisyfir­ völd í Nevada hefðu komist yfir lyfið með ólögmætum hætti. Þá væru líkur á því að lyfið myndi ekki leiða til þess að aftakan heppnaðist. Mál Alvogen er aðeins annað sinnar tegundar í Banda­ ríkjunum. – jóe Aftöku frestað að kröfu Alvogen Formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, sótti fund með samninganefnd ríkisins í húsakynnum Ríkissátta- semjara í gær í gegnum samskiptaforritið Skype. Ekki er vitað hvort ríkinu hafi þótt Katrín meðfærilegri í stafrænu formi, en niðurstaða fundarins var að minnsta kosti engin og óvíst er með framhaldið þar sem ekki hefur verið boðað til nýs fundar. FRéTTablaðið/siGTRyGGuR aRi 95 hefur útigangsfólki fjölgað um í Reykjavíkurborg frá árinu 2012. scott Raymond Dozier. 1 2 . j ú l í 2 0 1 8 f I m m T u D a g u R2 f R é T T I R ∙ f R é T T a B l a ð I ð 1 2 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :5 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 E -A B 0 0 2 0 5 E -A 9 C 4 2 0 5 E -A 8 8 8 2 0 5 E -A 7 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.