Fréttablaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 11
Bifreiðagjöldin eru komin
í pósthólfið þitt á island.is
Stefnum saman á stafrænt Ísland
Greiðsluseðlar fyrir bifreiðagjöld einstaklinga birtast nú eingöngu á rafrænu formi.
Þú nálgast þá í pósthólfinu þínu á island.is og um leið er krafa stofnuð í netbanka.
Með þessu má spara um 65 milljónir króna og fimm tonn af pappír á hverju ári.
Gjalddagi bifreiðagjalda er 1. júlí og eindagi er 15. ágúst.
Vilt þú útprentaðan seðil?
Hafðu samband við Þjónustuver Tollstjóra í 560 0300 eða á fyrirspurn@tollur.is
Kína Svo virðist sem kínverska ríkis-
stjórnin reyni nú að koma í veg fyrir
að Donald Trump Bandaríkjaforseti
beiti sér af meiri hörku í tollastríð-
inu. Reuters greindi frá því í gær
og hafði eftir heimildarmönnum
sínum að ríkisstjórn Xi Jinping for-
seta hefði bannað ríkisfjölmiðlum
að gagnrýna Trump.
„Í gagnrýni ykkar á gjörðir og
málflutning Bandaríkjamanna
skulið þið passa að tengja það ekki
Trump sjálfum heldur beina því að
bandarísku ríkisstjórninni í heild,“
segir til dæmis í minnisblaði með
leiðbeiningum sem fjölmiðlar
fengu sent. Sagði þar enn fremur
að miðlarnir yrðu að hjálpa til við
að koma stöðugleika á í kínverska
hagkerfinu, stuðla að hagvexti, fullri
atvinnu sem og stöðugleika í milli-
ríkjaviðskiptum.
Viðmælandi Reuters, blaða-
maður á stórum, ónefndum, kín-
verskum fréttavef, sagði reglurnar
þær ströngustu til þessa. Miðillinn
mætti eingöngu birta fréttir um
tollastríðið sem þegar hefðu birst
á ríkismiðlinum Xinhua, en ekki
skrifa sínar eigin. Þá mættu fréttir
um tollastríðið ekki fara á topp vef-
síðunnar.
Ríkisstjórnin Kína sakaði Banda-
ríkjastjórn þó um að ganga fram af
of mikilli hörku í gær og varaði við
mótaðgerðum eftir að Bandaríkja-
stjórn innleiddi tíu prósent tolla á
kínverskar vörur að andvirði 200
milljarða Bandaríkjadala. – þea
Stýra umfjöllun um tollastríðið
Bretland Lögregluyfirvöldum í
Bretlandi hefur ekki enn tekist að
finna út úr því hverjir sökudólg-
arnir í tveimur eiturefnaárásum á
Salisbury-svæðinu eru og þá geta
þau heldur ekki ábyrgst að meira af
eitrinu, novichok, sé ekki að finna
þar í landi. Þetta sagði Neil Basu
aðstoðarlögreglustjóri í yfirlýsingu
í gær.
„Það væri stórkostlegt að geta
staðið hér og sagt ykkur frá því að
við hefðum gómað árásarmennina
og að við værum viss um að ekki
væri örðu af taugaeitrinu að finna
í landinu,“ sagði Basu en raunin er
vitaskuld önnur. „Hinn þungbæri
veruleiki er hins vegar sá að ég get
ekki sett fram neinar slíkar staðhæf-
ingar á þessum tíma,“ bætti Basu við
og sagði að mögulega yrði heldur
ekki hægt að sanna að árásirnar
tvær tengdust.
Um er að ræða annars vegar árás-
ina á Sergej og Júlíu Skrípal í mars
og svo Dawn Sturgess og Charlie
Rowley fyrr í þessum mánuði. Stur-
gess lést af völdum árásarinnar en
sjúkrahúsið í Salisbury greindi frá
því í gær að Rowley væri ekki lengur
í lífshættu. – þea
Sökudólgar enn
ófundnir
Lögregla á vettvangi síðari árásar-
innar. Nordicphotos/AFp
danMÖrK Írani sem búið hefur í
Danmörku frá 1993 og rekið pítsu-
stað þar í rúm 10 ár óttast að verða
sendur aftur til Írans. Ástæðan er sú
að hann hefur heimsótt föðurland
sitt fjórum sinnum á árunum 2000
til 2006.
Ferðirnar fór Íraninn, Abutaleb
Jamshid Farjand, meðal annars til
að vera viðstaddur útför móður
sinnar og föður.
Samkvæmt dönskum lögum
mega þeir sem fengið hafa dvalar-
leyfi til frambúðar ekki fara heim
fyrstu 10 árin á eftir. Mál Íranans er
nú til meðferðar hjá dönsku útlend-
ingastofnuninni. – ibs
Óttast að verða
sendur heim
eftir 25 ára dvöl
Maðurinn hefur búið í danmörku frá
árinu 1993. Nordicphotos/AFp
Xi Jinping, forseti Kína. Nordicphotos/AFp
Bandaríkjastjórn setti 10
prósenta tolla á vörur að
andvirði 200 milljarða dala.
f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 11f i M M t U d a G U r 1 2 . j ú l í 2 0 1 8
1
2
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:5
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
5
E
-D
2
8
0
2
0
5
E
-D
1
4
4
2
0
5
E
-D
0
0
8
2
0
5
E
-C
E
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K