Fréttablaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 38
Nýjar vörur frá geoSilica
Kísill Íslenskt kísilsteinefni
Recover Fyrir vöðva og taugar
Renew Fyrir húð, hár og neglur
Repair Fyrir bein og liði
Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum,
Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica.
Nánari upplýsingar má fi nna á www.geosilica.is
H jónin Pamela De Sensi og Stein-grímur Þórhalls-son troða upp saman á hálftíma löngum tónleikum
í Hallgrímskirkju í dag sem hefjast
klukkan tólf. Þar leika þau nýleg
verk eftir Steingrím, fyrir flautur og
orgel. „Við Pamela spilum ekkert
oft saman,“ upplýsir hann. „Síðast
var það, held ég, í Hallgrímskirkju
2016. Þá frumfluttum við einmitt
eitt af verkunum sem við erum með
á dagskránni núna.“
Skyldi Steingrímur hafa samið öll
lögin með Pamelu í huga og hennar
flautur? Hann hlær. „Já, það eru hæg
heimatökin hjá henni að þrýsta mér
út í það. Reyndar hefur talsverður
hluti minna tónsmíða verið gerður
fyrir einhver af hennar verkefnum.
Hún á svo margar flautur,“ segir
hann og nefnir kontrabassaflautu,
altflautu, bassaflautu og venjulega
þverflautu.
„Þegar við Pamela spiluðum
saman 2016 samdi ég verk fyrir
orgelið og allar flauturnar hennar.
Það byrjar rosa djúpt og endar efst
uppi.“
Orgel og flauta geta verið
skemmtileg saman að sögn Stein-
gríms. „Ég þarf auðvitað að passa
sig að kæfa ekki lægri flauturnar,
sérstaklega þegar ég sit við hljóð-
færi með jafn mikinn styrk og það
sem er í Hallgrímskirkju.“
Altflautan er dýrindis hljóðfæri
og fellur sérstaklega vel að orgelinu,
að sögn Steingríms. „Hún er ekkert
mikið lægri en venjuleg þverflauta
en hún er með aðeins þykkri tón.
Við frumflytjum núna tvær glæ-
nýjar rigningarhugleiðingar um
sumarið sem aldrei kom. Önnur
heitir Fimmtíu gráir skuggar og hin
Sólin bak við skýin. Þær eru fyrir alt-
flautur.
Auk þess eru tvö orgelstykki
sem ég samdi í apríl á síðasta ári,
svo þetta eru svolítið egóískir tón-
leikar.“ Hann segir alltaf rosa gaman
að spila á stóra orgelið í Hallgríms-
kirkju. „Ég samdi þessa músík með
það hljóðfæri í hausnum. Sko, þessi
orgelstykki mín tvö eru dálítið
– ég segi ekki hasarverk, heldur
skemmtileg verk um sálma Lúthers
og það eru svo mörg á borð á orgel-
inu í Hallgrímskirkju sem maður
getur leikið sér á. Það er erfiðara á
minni hljóðfærum, sérstaklega ef
enduróm vantar – en hann er fyrir
hendi þarna.“
Steingrímur er, sem kunnugt er,
organisti og kórstjóri í Neskirkju í
Reykjavík.
Auk þess var hann að næla sér í
mastersgráðu í tónsmíðum í vor
frá Listaháskóla Íslands. „Nú er ég
búinn að fá nóg af námi í bili,“ segir
hann.
„En ég hef samið dálítið af kór-
verkum og nýti mér það að vera
með tvo kóra, Neskirkjukórinn og
svo Drengjakór Reykjavíkur sem ég
hef verið með í þrjú ár en er líklega
að sleppa af honum hendinni. Er að
reyna að einbeita mér að tónsmíð-
unum með organistastarfinu.“
gun@frettabladid.is
Hugleiðingar um sumarið sem aldrei kom
Steingrímur og Pamela hafa ekki komið fram saman síðan 2016 og þá í Hallgrímskirkju. Þau endurtaka leikinn í dag. Fréttablaðið/anton brink
Fimmtíu gráir
skuggar er önnur
tveggja nýrra rign-
ingarhugleiðinga
fyrir altflautur eftir
Steingrím Þórhalls-
son organista sem
hann og Pamela De
Sensi flautuleikari
spila á hádegistón-
leikum í Hallgríms-
kirkju í dag.
Sko, ÞeSSi orgel-
Stykki mín tvö
eru Dálítið – ég Segi
ekki HaSarverk, HelDur
Skemmtileg verk um
Sálma lútHerS.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Gestalistamenn SÍM (Sambands
íslenskra myndlistarmanna) standa
fyrir listamannaspjalli í SÍM-húsinu
við Hafnarstræti 16 klukkan 16 í dag.
Þeir eru fjórtán talsins og koma frá
öllum heimshornum, allt frá Norður-
Kóreu til Kanada, að sögn Katrínar
Helenu Jónsdóttur, verkefnastjóra
SÍM.
„Spjallið verður með hraðstefnu-
móta-ívafi þar sem hver listamaður
kynnir verk sín á fimm mínútum.
Síðan situr hann fyrir svörum í aðrar
fimm mínútur. Þannig gengur þetta
koll af kolli og því fá gestir tækifæri
til að kynnast fjölþjóðlegum list-
heimum á mettíma,“ segir hún og
tekur fram að allir séu velkomnir.
„Allt þetta fólk hefur dvalið hér
síðustu vikur og verður áfram út
mánuðinn og sumt lengur. Að
minnsta kosti þrír úr hópnum voru
hér í fyrra líka og Gabriel Goldberg
hefur verið viðloðandi Ísland síðustu
ár, hann er tónlistarmaður líka. Svo
hefur George Scott MacLeod verið
að vinna með víkingana og sögu-
hefðina í samvinnu við HÍ. Hann er
núna að taka upp myndbandsverk
með henni Ásdísi Sif Gunnarsdóttur
myndlistarkonu,“ upplýsir Helena.
Spjallið fer fram á ensku. Kaffi og
aðrar veitingar verða á boðstólum.
– gun
Kynna fjölþjóðlega listheima á mettíma
Húsnæði SÍM við Hafnarstræti þar sem listamannaspjallið fer fram.
SPjallið verður
með Hrað-
SteFnumóta-ívaFi Þar
Sem Hver liStamaður
kynnir verk Sín á Fimm
mínútum
1 2 . j ú l í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R30 M e n n I n G ∙ F R É T T A B l A ð I ð
menning
1
2
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:5
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
5
E
-D
7
7
0
2
0
5
E
-D
6
3
4
2
0
5
E
-D
4
F
8
2
0
5
E
-D
3
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K