Fréttablaðið - 28.08.2018, Blaðsíða 12
Fylkir - Grindavík 3-1
1-0 Daði Ólafsson (50.), 1-1 William Daniels
(54.), 2-1 Ragnar Bragi Sveinsson (58.), 3-1
Daði Ólafsson (82.).
Efri
Valur 38
Stjarnan 35
Breiðablik 34
KR 30
FH 27
Grindavík 24
Neðri
KA 23
ÍBV 22
Víkingur R. 20
Fylkir 19
Fjölnir 16
Keflavík 4
Nýjast
Pepsi-deild karla
Man. Utd. - Tottenham 0-3
0-1 Harry Kane (50.), 0-2 Lucas Moura (52.),
3-0 Lucas Moura (84.).
Enska úrvalsdeildin
Ford Focus er fimur bíll enda
þekktur fyrir frábæra aksturs-
eiginleika og framúrskarandi
gæði. Hann er ríkulega búinn,
með fimm stjörnu öryggi,
Bluetooth samskiptakerfi,
leiðsögukerfi með Íslands-
korti, nálægðarskynjurum,
8” snerti/litaskjá, My Key,
upphitanlegri framrúðu o.fl.
Aukabúnaður innifalinn:
Dökkar rúður í farþegarými
og málmlitur.
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar:
Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17
og laugardaga kl. 12-16
FORD FOCUS
FIMASTUR!
ford.is
Ford er frábær! Komdu, reynsluaktu og upplifðu Ford Focus
A F S L Á T T U R
-410.000 KR.
FOCUS TREND EDITION
5 dyra og sjálfskiptur
3.305.000 KR.
TILBOÐSVERÐ:
2.895.000 KR.
Ford_Focus_5x15_20180827_END.indd 1 27/08/2018 13:47
Fótbolti Finnur Orri Margeirsson,
miðjumaður hjá KR, átti svo sannar-
lega viðburðaríka helgi þegar hann
skoraði loksins fyrsta mark sitt í
Pepsi-deild karla, rúmum sólarhring
eftir að hafa eignast fyrsta barn sitt.
Eignaðist hann barn snemma dags
á laugardaginn og var svo mættur
í byrjunarlið KR í 4-1 sigri á ÍBV í
Pepsi-deild karla um miðjan sunnu-
dag. Tókst honum þar, loksins, að
brjóta ísinn rúmum tíu árum eftir að
hann lék fyrsta leik sinn í efstu deild
fyrir uppeldisfélag sitt, Breiðablik.
Hann var skiljanlega afar kátur er
Fréttablaðið tók á honum púlsinn
eftir helgina.
„Það er ekki hægt að segja annað
en að lífið sé gott þessa dagana, þetta
var ansi mögnuð helgi. Auðvitað
gerðist þetta svona, að fyrsta markið
komi sömu helgi og maður eignast
fyrsta barnið sitt,“ segir Finnur hlæj-
andi og heldur áfram:
„Það var ljúf tilfinning að sjá hann
loksins í netinu, ekki að þetta hafi
eitthvað legið þungt á manni.“
Eina mark hans í meistara-
flokki kom í undankeppni Evrópu-
deildarinnar en það mark var tekið
af honum í Pepsi-deildinni fyrir
tveimur árum. Var það síðar skráð
sem sjálfsmark og biðin hélt áfram.
Sló einn dómaranna á létta strengi
með Finni eftir leik.
„Einn dómarinn hitti á mig eftir
leikinn til að tilkynna mér að þetta
hefði verið skráð sem sjálfsmark,
hann náði mér upp í nokkrar sek-
úndur en svo var þetta allt á léttu
nótunum,“ sagði Finnur en Halldór
Páll Geirsson, markvörður ÍBV, var í
boltanum á leiðinni í netið.
Aðspurður sagðist hann ekki hafa
haft tíma til að henda í neitt eftir-
minnilegt fagn í tilefni dagsins.
„Ég náði því ekki, strákarnir voru
svo ánægðir fyrir mína hönd að þegar
ég sneri mér við voru þeir allir komn-
ir brosandi til mín. Þetta er búið að
liggja svolítið í loftinu, ég var búinn
að vera nálægt því að skora í sumar
en það gerðist ekki. Við töluðum um
það um daginn að annaðhvort kæmi
markið núna í sumar eða aldrei.“
Yngri bróðir hans, Viktor Örn Mar-
geirsson, braut ísinn í efstu deild fyrr
í sumar þegar hann skoraði tvívegis
fyrir Blika í sigri á Víkingi.
„Þegar hann tók upp á því að skora,
þá fór ég að finna fyrir smá pressu.
Ég gat ekki staðið hjá markalaus á
meðan hann er að skila á báðum
endum vallarins,“ sagði Finnur og
hélt áfram: „Ég veit samt ekki hvort ég
næ að skora tvö í einum leik,“ sagði
Finnur léttur að lokum.
kristinnpall@frettabladid.is
Aukin pressa á að ná markinu
þegar yngri bróðirinn skoraði
Finnur Orri var feginn að ná marki í Pepsi-deildinni áður en hann lék 200. leik sinn í efstu deild. FréTTablaðið/aNTON
Finnur Orri Margeirs-
son, miðjumaður hjá
KR, átti viðburðaríka
helgi. Skoraði hann loks-
ins sitt fyrsta mark í efstu
deild í 199. leik sínum,
sólarhring eftir að hafa
eignast fyrsta barn sitt.
Handbolti Lærisveinar Arons Krist-
jánssonar í landsliði Barein leika til
úrslita á Asíuleikunum eftir ellefu
marka sigur, 31-20, á Japan í gær.
Fara leikirnir fram í Djakarta í Indó-
nesíu en í leiknum í gær hafði Aron
betur gegn Degi Sigurðssyni sem
þjálfar japanska landsliðið.
Barein byrjaði leikinn af krafti og
komst langt með að klára leikinn í
fyrri hálfleik. Leiddu þeir með sex
mörkum í hálfleik, 15-9 fyrir Barein
sem sigldi sigrinum heim í seinni
hálfleik.
Mun Barein því leika til úrslita
á Asíuleikunum í fyrsta sinn eftir
að hafa unnið alla sjö leiki liðsins
á mótinu til þessa. Andstæðingur
Barein verður Katar sem vann
Suður-Kóreu í seinni undanúrslita-
leiknum.
Dagur gæti enn farið frá Indó-
nesíu með verðlaunapening um
hálsinn takist Japan að sigra Suður-
Kóreu í bronsleiknum. kpt.
Aron stýrði liði
Barein í úrslitin
2 8 . á g ú s t 2 0 1 8 Þ R i Ð J U d a g U R12 s p o R t ∙ F R É t t a b l a Ð i Ð
sport
2
8
-0
8
-2
0
1
8
0
5
:1
2
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
A
B
-2
B
9
8
2
0
A
B
-2
A
5
C
2
0
A
B
-2
9
2
0
2
0
A
B
-2
7
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
3
2
s
_
2
7
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K