Fréttablaðið - 28.08.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.08.2018, Blaðsíða 16
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Ný sending af yf i rhöfnum og vinsælu peysurnar loksins komnar. NÚ KÓLNAR Í VEÐRI Fyrstu einkennin eru særindi í hálsi og svo bætist við hósti, hnerri og hor. Þú neyðist til að horfast í augu við að haustkvefið er komið. Þrátt fyrir linnulitlar rann- sóknir vísindamanna öldum saman hefur ekki enn fundist skotheld lækning við kvefi og flensu og því grípa flestir til gamalla húsráða til að slá á einkennin og gera biðina eftir bata bærilegri. Taktu því rólega. Þegar við erum lasin berst líkaminn af öllum kröftum við veirurnar sem þýðir að hann þarf meiri orku en venjulega. Þess vegna er lykilatriði að hvílast vel. Taktu veikindaleyfi frá vinnu eða skóla og ef það er ekki hægt þá skaltu alls ekki fara í ræktina fyrr en þér líður betur. Farðu að sofa. Að liggja í hnipri í sófanum og horfa á Netflix er skammgóður vermir. Ónógur svefn veikir ónæmiskerfið og gerir okkur erfiðara fyrir að berjast við sýkla. Farðu snemma í rúmið og leggðu þig yfir daginn. Ef einkenni eins og hósti eða stíflað nef ræna þig svefni má prófa að setja fleiri kodda undir höfuðið sem bæði dregur úr þrýstingi á ennisholur og stíflur og gerir það auðveldara að draga andann. Drekktu og drekktu meira. Nægur vökvi þynnir slím og hor og dregur úr stíflumyndun í nefi. Ofþurrkun getur líka valdið höfuð- verkjum og þreytu. Slepptu samt koffíni og áfengi en hafðu vatn alltaf við höndina. Til að draga úr hálseymslum er gott að gurgla með saltvatni sem dregur úr bólgum og losar um slím. Leysið hálfa teskeið af salti upp í heitu vatni og gurglið nokkrum sinnum á dag. Í hnipri með trefil og te Með haustlægðunum koma haustflensurnar sem margar hverjar hafa þegar numið land og tekið að hrjá landsmenn. Það er engin lækning til við kvefi en ýmislegt getur gert lífið bærilegra. Haustkvefið getur verið í meira lagi hvim- leitt og ef það ber að dyrum er mikilvægt að hvílast vel og snýta sér rétt. Hunang mýkir hálsinn en hefur líka bólgueyðandi eiginleika og hentar vel út í flesta heita vökva. Kjúklingasúpa er ekki bara bragðgóð og næringarrík heldur bætir hún svefn og dregur úr og eyðir bólgum. Nú er sá tími þegar græn-metið er hvað ferskast og best. Það er um að gera að nýta uppskeruna, hvort sem hún er úr eigin garði, skólagörðum eða bara úr búðinni. Spergilkál er svo- kölluð ofurfæða. Spergilkálið eða brokkolí, eins og það er líka nefnt, er stútfullt af vítamínum, þar má nefna C-, B- og K-vítamín auk kalks og járns. Spergilkál heldur næringarefnum sínum ágætlega þótt það sé soðið og er því upplagt í þessa góðu spergilkálssúpu. Súpa með spergilkáli, spínati og kókos 1 stór haus spergilkál 1 laukur 2 hvítlauksrif ½ grænn chili-pipar 1 msk. rifin engiferrót 1 tsk. cumin ½ tsk. kóríander, þurrt 8 dl kjúklingakraftur 3 dl kókosmjólk 100 g spínat Nokkrir dropar sítrónusafi Salt Pipar Olía Til skreytingar Kókosflögur, ristaðar Ferskt kóríander Chili-pipar Skolið spergilkálið og takið í sundur. Skerið stilkinn í litla bita. Skrælið lauk og hvítlauk og skerið smátt. Sömuleiðis er chili-piparinn skorinn smátt. Hitið olíu í stórum potti og steikið laukinn. Því næst er hvítlaukur og chili sett út í, engifer, cumin og kóríander. Bætið þá kraftinum saman við og setjið spergilkálið út í. Látið malla í fimm mínútur en bætið þá kókosmjólkinni saman við. Setjið spínatið saman við og látið sjóða í tvær mínútur. Maukið allt saman með töfra- sprota. Bragðbætið með salti, pipar og nokkrum dropum af sítrónu- safa. Setjið á diska og skreytið með ristuðum kókos, fersku kóríander og smátt skornum chili-pipar. Vel kryddað lamb í karrí Mjög góður hversdagsréttur með asísku tilbrigði. Í þennan rétt er notað grænmeti og því má segja að hann sé hollur og góður. Upp- skriftin ætti að duga vel fyrir fjóra. 250 g lambakjöt 3 msk. olía ½ rauður chili-pipar 1 tsk. engifer 2 gulrætur 1 laukur Lítill haus spergilkál 4 dl kókosmjólk 2 sítrónugrasstönglar 1 msk. karrímauk, rautt 2 tsk. púðursykur Salt og pipar Skerið gulrótina smátt og hlutið spergilkálið. Skrælið laukinn og skerið smátt, sömuleiðis engifer og hvítlauk. Fræhreinsið chili-pipar- inn og skerið smátt. Sítrónugrasið er sömuleiðis skorið mjög smátt. Skerið kjötið í bita. Hitið olíu á pönnu og brúnið kjötið. Takið af pönnunni og setjið engifer, chili, lauk og grænmeti á pönnuna, bætið við karrímauki, sítrónugrasi og kókosmjólk. Látið malla í 10-15 mínútur. Bragðbætið með sykr- inum, salti og pipar. Setjið kjötið aftur saman við og látið allt malla í nokkrar mínútur. Berið fram með hrísgrjónum. Nýtt grænmeti í matseldina Súpa með spergilkáli og spínati. Drekktu heita drykki. Bæði er huggun í því að hjúfra sig að heitum tebolla og svo sýna rannsóknir að hiti getur linað kvefeinkenni eins og hálsbólgu og slappleika. Slepptu samt koffíninu og drekktu frekar ávaxtate, sítrónuvatn eða heitt soð. Fáðu þér hunang. Hunang getur mýkt hálsinn og þannig minnkað særindi vegna þráláts hósta. Hunang hefur bólgueyðandi eiginleika og hefur auk þess róandi áhrif á bæði börn og fullorðna. Tvær teskeiðar af hunangi út í heita mjólk eru gamalt og gott húsráð við flensu og ekki skaðar að setja kanil út í sem líka hefur bólgueyðandi eiginleika. Heitt sítrónuvatn með hunangi er líka kjörið að taka með sér í vinnuna á brúsa ef ekki er í boði að vera heima. Athugið að gefa ekki börnum yngri en eins árs hunang vegna möguleika á ofnæmi. Heitt bað eða sturta er alltaf skot- helt ráð til að láta sér líða betur en ef baðið er mjög heitt getur gufan líka losað um slím. Annað gott ráð við miklum stíflum er að setja handklæði yfir höfuðið, beygja sig yfir skál með rjúkandi heitu vatni og anda að sér gufunni. Mundu að hiti er leið líkamans til að drepa bakteríur og þess vegna er ekki endilega rétt að byrja að bryðja hitastillandi lyf um leið og mælirinn sýnir nokkrar kommur. Það er samt að sjálfsögðu mikil- vægt að meta aðstæður hverju sinni því langvinnur hár hiti getur verið hættulegur. Heitir bakstrar geta verið nota- legir og dregið úr bólgum og losað stíflur í nefi. Hægt er að gegnbleyta klút með brennandi heitu vatni, setja hann í plastpoka og vefja svo efni utan um pokann til að búa til þennan fína bakstur. Ilmolíur eins og eukalyptus geta losað um stíflur tímabundið til dæmis í formi smyrsla til að smyrja undir nefið og líka hálsbrjóstsykur. Athugið þó að hálsbrjóstsykur getur þurrkað upp heilbrigðu slímhúðina og það sama á við um nefsprey svo hvort tveggja ber að nota í hófi. Það er mikilvægt að snýta sér oft og vel frekar en að sjúga upp í nefið en það skiptir máli hvernig. Ef þú blæst of harkalega frá þér er hætta á að hor fari upp í eyrnagöngin og valdi sýkingum þar. Besta leiðin er að blása létt til skiptis í gegnum hvora nös og loka hinni með fingr- inum á meðan. Heit súpa er eitt það besta sem hægt er að borða þegar kvef og flensa knýja dyra því hún er bæði auðsnæðanleg og full af næringar- efnum. Kjúklingasúpa hefur sýnt sig að hafa róandi áhrif á bólgur í líkamanum sem gæti dregið úr ein- kennum og þá eru súpur með lauk, hvítlauk og chili kjörfæða þeirra sem vilja láta sér batna fljótt og vel. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . áG ú S T 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 8 -0 8 -2 0 1 8 0 5 :1 2 F B 0 3 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 A B -1 2 E 8 2 0 A B -1 1 A C 2 0 A B -1 0 7 0 2 0 A B -0 F 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 3 2 s _ 2 7 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.