Fréttablaðið - 28.08.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.08.2018, Blaðsíða 2
Veður Norðan 8 til 13 metrar á sekúndu, en hægari vindur sunnan- og austan- lands. Búast má við skúrum nokkuð víða. Hiti 7 til 14 stig. sjá síðu 16 Gríðarlegt tjón varð er sumarhús og annað minna þar hjá í Grafningi í landi Heiðarbæjar við Þingvallavatn gereyðilögðust í eldi í gær. Þegar slökkvi- liðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu komu á staðinn upp úr hádegi voru bæði húsin alelda. Þeir voru síðan við störf fram á kvöld til að tryggja svæðið. Ekki er talið að fólk hafi dvalist í húsunum er eldurinn kom upp og ekki var vitað í gær hvers vegna hann kviknaði. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Óþekkt eldsupptök dómsmál „Vettvangurinn benti ein- dregið til þess að þarna hefði ég átt hlut að máli,“ sagði Valur Lýðsson, bóndi á Gýgjarhóli II í Biskupstung- um, um það þegar hann vaknaði að morgni 31. mars og kom að bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, látnum. Þétt var setið í dómsal Héraðs- dóms Suðurlands í gær á fyrri degi aðalmeðferðar í máli Vals, sem ákærður er fyrir að hafa banað bróður sínum. Fulltrúar fjölmiðla voru við- staddir, auk fjölskyldumeðlima og vina Ragnars og Vals, þegar sá síðar- nefndi settist andspænis dómaran- um og lýsti með yfirveguðum hætti því sem hann ræki minni til. Valur greindi frá því að bræður hans, Ragnar og Örn, hefðu komið í heimsókn á Gýgjarhól umrætt kvöld, á föstudeginum langa, og að sá fyrrnefndi hefði komið færandi hendi, með tvær flöskur af sterku áfengi. Valur sagðist á þessum tíma ekki hafa bragðað áfengi í þrjá mánuði. eða allt frá þrettándanum í janúar. Það hafi hann hins vegar gert í til- efni heimsóknar bræðranna. Vel hafi farið á með þeim. Um klukkan tíu hafi Örn lagst til rekkju. Þeir Ragnar hafi hins vegar setið áfram að drykkju. Valur sagðist hafa greint Ragnari frá framtíðaráformum sínum með bæinn. Í þeim fólst að færa bæjar- stæðið og koma upp kaldavatns- veitu. Sagði hann að þá hefði Ragnar sýnt ólundarviðbrögð. Að sögn Vals mundi hann ekki eftir átökum. Það síðasta sem hann hefði séð hefði verið andlit sem svipaði til Ragnars. Hann væri þó ekki viss í þeim efnum. Morguninn eftir hefði hann rankað við sér og komið að líki bróður síns í þvotta- húsinu. Skömmu síðar var hann handtekinn á vettvangi eftir að hafa gert Neyðarlínu viðvart. Valur kvaðst fyrir dómi ekki kunna neinar skýringar á því hvers vegna þeir Ragnar gætu hafa átt í átökum. „Hvorki fyrr né síðar,“ sagði Valur aðspurður hvort hann hefði borið þungan hug til bróður síns. „Hann tók mjög skýrt fram að hann sæi verulega eftir öllu,“ sagði Nanna Briem geðlæknir, sem átti fimm viðtalstíma með Vali. Þar bar hann allan tímann fyrir sig minnis- leysi að sögn Nönnu sem metur Val sakhæfan. Sjálfur greindi Valur frá því fyrir dómi að hann hefði tekið ákvörðun í janúar um að hætta allri drykkju. Hann hefði átt það til að drekka sig til óminnis og þá hefði það gerst oftar en einu sinni að hann yrði ofbeldisfullur undir áhrifum. Lögreglufulltrúar sem mættu fyrir dóminn lýstu vettvangi í þvottahús- inu og áverkum á Ragnari. Hann hefði fengið högg og síðan hefði verið sparkað ítrekað í hægri síðu hans er hann var liggjandi. daniel@frettabladid.is Gýgjarhólsbóndinn sér mikið eftir öllu saman Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað Ragnari bróður sínum á föstu- daginn langa, kveðst aldrei hafa borið þungan hug til hans. Geðlæknir segir Val sakhæfan. Ragnari var banað í þvottahúsinu heima hjá Vali á Gýgjarhóli. Valur lýðsson til hægri með lögmanni sínum í dómsal. Fréttablaðið/Eyþór Hann tók mjög skýrt fram að hann sæi verulega eftir öllu. Nanna Briem, geðlæknir dómsmál Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, neitar að upplýsa hvaðan hann fékk fjárhæð á bilinu 131 til 146 milljónir króna og geymdi á bankareikningi á Ermar- sundseyjunni Jersey. Þetta kemur fram í ákæru héraðssaksóknara á hendur Júlíusi fyrir peningaþvætti. Í ákærunni segir að féð hafi að hluta verið tekjur sem ekki voru taldar fram til skatts. „Fjárhæð hins ólögmæta ávinnings, það er þeir skattar sem ákærði kom sér undan að greiða og vextir af því fé, sem ákærði þvættaði með þessum hætti, var á bilinu 49 tll 57 milljónir króna,“ segir í ákærunni. „Ákærði viðurkenndi við rannsókn málsins að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts og því ekki greitt tekjuskatt eða útsvar af þeim. Hann hefur hins vegar ekki viljað segja nákvæmlega til um það hvenær umræddra tekna var aflað.“ – gar Neitar að skýra 146 milljónir Stór hluti þjóðarinnar hefur óskað eftir upplýsingum í gengum arfgerd.is. Fréttablaðið/VilhElm heilbrigðismál Tvö hundruð og fimmtíu einstaklingar hafa fengið staðfest að þeir bera stökkbreyt- ingu í BRCA2-erfðavísi sem stórlega eykur áhættu á arfgengu brjósta- krabbameini, krabbameini í eggja- stokkum og í blöðruhálskirtli. Í gær höfðu 39.408 einstaklingar óskað eftir því að fá upplýsingar um það hvort stökkbreyting sé til staðar í erfðavísinum, í gegnum vef- svæðið arfgerd.is sem Íslensk erfða- greining opnaði í maí síðastliðnum. Fyrirtækið á dulkóðuð gögn um rúmlega 1.000 einstaklinga sem bera hina alíslensku stökkbreyt- ingu 999del5 í BRCA2. Samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfða- greiningu á enn eftir að taka sýni úr 10.000 einstaklingum sem óskað hafa eftir upplýsingum í gegnum vefsíðuna. Þetta eru sýni sem ýmist voru ekki til hjá fyrirtækinu eða þurfti að gefa aftur. – khn Upplýst 250 um stökkbreytingu í BRCA2-geni Íslensk erfðagreining á dulkóðuð gögn um rúmlega 1.000 einstaklinga sem bera hina alíslensku stökkbreyt- ingu 999del5 í BRCA2. 2 8 . á g ú s t 2 0 1 8 Þ r i ð j u d A g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 2 8 -0 8 -2 0 1 8 0 5 :1 2 F B 0 3 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 A B -0 D F 8 2 0 A B -0 C B C 2 0 A B -0 B 8 0 2 0 A B -0 A 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 3 2 s _ 2 7 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.