Fréttablaðið - 14.09.2018, Side 1

Fréttablaðið - 14.09.2018, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 1 6 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 1 4 . s e p t e M b e r 2 0 1 8 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. Fullviss um að útboðið klárist Í tölvupósti sem Skúli sendi á alla starfsmenn WOW air eftir hádegi í gær segir hann meðal annars að skuldabréfaútboði félagsins miði vel og að endamarkið sé í augsýn. Unnið sé dag og nótt við að ljúka útboðinu og þannig tryggja langtíma fjármögnun félagsins. Það sé hins vegar eðlilegt, segir Skúli í tölvupóstinum, að það taki tíma að ganga frá smáatriðum og öðrum lausum endum. 3,4 milljarðar króna er áætlað tap WOW air á þessu ári. Allt sem er frábært FRUMSÝNT Í KVÖLD alÞingi Umræða um fjárlagafrum- varp hófst á Alþingi í gær. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði efnahagsuppbyggingu síðustu ára hafa skilað miklum árangri. Þorsteinn Víglundsson, varafor- maður Viðreisnar, sagði ekki merki- legan árangur að skila ríkissjóði með afgangi á þessum tímapunkti í hagsveiflunni. Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði að svigrúm til að bæta kjör hinna lægst launuðu væri ekki nýtt. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði risavaxin skref stigin. Leggja ætti meira til ýmissa málaflokka eins og kallað hafi verið eftir. – sar / sjá síðu 6 Fjárlög næsta árs rædd á þingi Bjarni Benediktsson í ræðustól í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR bandarÍkin Spá bandarísku felli- byljamiðstöðvarinnar (NHC) í gær gerði ráð fyrir því að fellibylurinn Florence gengi á land í sunnan- verðri Norður-Karólínu klukkan átta í morgun að staðartíma, eða á hádegi að íslenskum tíma. Meðalvindhraði var um 47 metrar á sekúndu í gær og var því spáð að hann yrði svipaður er stormurinn gengi á land. Þrátt fyrir að stormur- inn sé kominn niður á annað stig telst hann enn lífshættulegur. „Það er bara forleikurinn að margra daga eymd,“ sagði í umfjöll- un CNN. – þea / sjá síðu 8 Florence gengur á land í dag Veðurfræðingar spá miklu tjóni af völdum Florence. NORdIcphOTOS/AFp náttúra Jarðskjálfti af stærðinni 4,1 reið yfir 6,2 kílómetra suður af Bláfjallaskála upp úr klukkan átta í gærkvöldi. Sigrún Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veður- stofunni, sagði að Veðurstofunni hefði borist fjöldi símtala vegna skjálftans en margir íbúar höfuð- borgarsvæðisins fundu fyrir honum. Sigrún sagðist ekki búast við frekari skjálftum og sagði að sá sem reið yfir í gærkvöldi hefði verið á þekktu skjálftasvæði. Sömuleiðis væru engin merki um gosóróa. – dfb Jörð skalf í Bláfjöllum Fréttablaðið í dag sport Olís-deild kvenna hefst um helgina. Fréttablaðið spáir í spilin fyrir komandi tímabil. 18 tÍMaMÓt Hilmar Ragnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Símanum, er sjötugur í dag. 18 lÍFið Plata The Vint age Cara van, Gateways, komst á topp 100 yfir mest seldu plötur Þýskalands. Fyrir neðan voru Abba, Mich ael Jackson og Guns N' Roses. 30 plús 2 sérblöð l FÓlk l MÓðir og barn *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 skoðun Til skoð- unar er að skattleggja kaup á erlendum netauglýsingum, segir Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningar- málaráð- herra. 12 dÓMsMál Munnlegur málflutning- ur hófst í Guðmundar- og Geirfinns- málum í Hæstarétti í gær. Verjendur voru myrkir í máli um alla rannsókn og meðferð málanna á sínum tíma. Saksóknari sparaði heldur ekki stóru orðin um óhóflega einangr- unarvist sakborninga og slæma vist í Síðumúlafangelsi. Hann fer fram á sýknu í málinu. – aá / sjá síðu 6 Myrkir í máli í Hæstarétti Í hæstarétti í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Viðskipti WOW air er á lokametr- unum með að sækja sér nægjanlegt fjármagn svo að lágmarksstærð yfir- standandi skuldabréfaútboðs flug- félagsins, 50 milljónir evra, jafnvirði um 6,5 milljarða króna, verði náð. Stjórnendur og ráðgjafar félagsins voru í gærkvöldi, skömmu áður en Fréttablaðið fór í prentun, þann- ig búnir að fá erlenda fjárfesta til að skrá sig fyrir að lágmarki um 45 millj- ónum evra í útboðinu, samkvæmt heimildum blaðsins. Gert er ráð fyrir að skuldabréfaútboðinu ljúki í dag, föstudag, en vonir standa til að endan- leg stærð þess verði eitthvað meiri en sem nemur 50 milljónum evra. Samkvæmt tveimur heimildar- mönnum Fréttablaðsins, sem þekkja vel til stöðu mála, þá er jafnframt stefnt að því að Skúli Mogensen, for- stjóri og eini hluthafi WOW air, fái inn fjárfesti að flugfélaginu sem myndi leggja því til nýtt hlutafé upp á tugi milljóna evra samhliða því að skulda- bréfaútboðið verður klárað. Ekki liggur fyrir hversu stóran hlut hann myndi eignast í félaginu verði þau áform að veruleika. Eiginfjárhlutfall WOW air var aðeins um 4,5 prósent um mitt þetta ár og eigið fé þess um 20 milljónir Bandaríkjadala. Á meðal þeirra sem hafa unnið að því á síðustu dögum að fá erlenda fjár- festa til að taka þátt í útboði WOW air eru Fossar markaðir, sem hafa undan- farin ár verið leiðandi í að hafa milli- göngu um kaup erlendra sjóða í skráð- um verðbréfum á Íslandi, en fyrir tilstuðlan félagsins hefur bandarískur fjárfestingarsjóður skráð sig fyrir um 10 milljónum evra í útboðinu, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Norska verðbréfafyrirtækið Pareto, sem hefur yfirumsjón með skulda- bréfaútboðinu, hefur hins vegar tryggt fjármagn frá erlendum fjárfestum fyrir um 35 milljónir evra. Ráðgjafar flugfélagsins, meðal ann- ars frá verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance, sem hefur hjálpað WOW air við að kynna útboðið hér á landi Skúli nálgast endamarkið Fjárfestar voru í gær búnir að skrá sig fyrir um 45 milljónum evra í útboði WOW air. Stjórnendur félagsins fullvissir um að lágmarksstærð útboðsins verði náð. Unnið að því að fá fjárfesti sem leggur félaginu til tugir milljóna evra í hlutafé. fyrir fjárfestum, unnu að því hörðum höndum síðla dags í gær að fá íslenska fjárfesta til að leggja félaginu til fjár- magn. Þannig var leitað liðsinnis ýmissa umsvifamikilla einkafjárfesta og þá var rætt við forsvarsmenn líf- eyrissjóðanna en ekki lá fyrir í gær- kvöldi hvort þeir myndu hafa ein- hverja aðkomu að útboðinu. Einn af þeim möguleikum sem stjórnendur og ráðgjafar WOW air skoðuðu af alvöru í vikunni var að fá stóru viðskiptabankana þrjá til að koma að fjármögnun félagsins í tengslum við skuldabréfaútboðið. Þær hugmyndir fólust í sambanka- láni, sem myndi tryggja að lágmarks- stærð útboðsins yrði náð, en fljótlega varð hins vegar ljóst að ekkert yrði af þeim áformum þar sem mismikill áhugi var fyrir því hjá bönkunum að hafa aðkomu að slíkri lánveitingu. Skuldabréfafjármögnun WOW air er hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu hlutafjárútboði. Fjár- festar sem taka þátt í skuldabréfaút- boðinu fá kauprétt að hlutafé á 20 til 25 prósenta afslætti, þegar félagið verður skráð á markað, sem nemur helmingi af höfuðstól bréfanna en kauprétturinn verður að fullu fram- seljanlegur og gildir til fimm ára. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna und- anfarið en greinendur Pareto spá því að félagið skili tapi upp á 3,4 milljarða króna í ár. Samkvæmt áætlunum WOW air er gert ráð fyrir verulegum viðsnúningi á næstu mánuð- um og misserum og að félagið skili þannig hagnaði upp á um tvo milljarða króna á næsta ári. – hae 1 4 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 D 4 -E A D 0 2 0 D 4 -E 9 9 4 2 0 D 4 -E 8 5 8 2 0 D 4 -E 7 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.