Fréttablaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 24
S toðmjólk er ætluð börnum frá sex mánaða til tveggja ára aldurs en næring ung-
barna er einstaklega mikilvæg
svo þau dafni vel. Fyrstu mánuð-
irnir eru tiltölulega einfaldir að
þessu leyti, en fylgi barnið sinni
vaxtarkúrfu og sé vært dugir
móðurmjólk og/eða rétt blönduð
þurrmjólk því vel. Í kringum sex
mánaða aldurinn fer barnið að
kynnast nýjum fæðutegundum og
smám saman byrjar það að borða
fjölbreyttan mat með öðru heim-
ilisfólki. Á þessu tímabili kynna
margir foreldrar börnunum stút-
könnu og þá er gott að gefa þeim
vatn og Stoðmjólk með
mat.
Stoðmjólk er unnin úr
íslenskri kúamjólk og mælt
er með notkun hennar í
stað nýmjólkur fyrir börn
frá sex mánaða til tveggja
ára aldurs. Stoðmjólkin var
þróuð af MS að beiðni og í
samvinnu við samstarfshóp
um næringu ungbarna á
vegum Manneldisráðs,
Landlæknisembættisins,
barnalækna við Land-
spítalann, félags barna-
hjúkrunarfræðinga og
félags heilsugæsluhjúkrunar-
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Stoðmjólk er C-vítamínbætt og hefur því jákvæð áhrif á járnbúskap barna.
Hún hentar vel samhliða brjóstagjöf. nordiCpHotoS/getty
Stoðmjólk –
fyrir börn frá
6 mánaða til
2 ára aldurs
Hentugur og hollur valkostur fyrir
barnið þitt.
Það er staðreynd að mjög ung börn fara í leikskóla í Noregi en ekki eru allir sáttir við
það. Margir telja börnin vera of
ung. Umræðan er þó á margan hátt
pólitísk. Þrýst er á byggingu fleiri
leikskóla og að börnin fari sem
fyrst á leikskóla eftir fæðingarorlof
foreldra. Mikilvægt er að þessi pól-
itíska umræða leiði ekki til skertrar
þjónustu eða lífsgæða fyrir yngstu
börnin, að því er segir á forskning.
no. Það þarf að leggja áherslu á
að börnin njóti sín í dagvistun á
meðan foreldrar vinna úti. Mikil
fjölgun hefur orðið á leikskólum
víða um land í Noregi á undan-
förnum árum enda brýn nauðsyn
fyrir þá. Nær allir foreldrar vinna
úti og nútímabörn eru alin upp á
leikskólum með öðrum börnum.
Langtímaáhrif leikskólavistar
á ung börn í Noregi hafa ekki
verið rannsökuð sérstaklega. Hins
vegar var gerð bandarísk rann-
sókn árið 2007 þar sem 1.300
börnum var fylgt eftir frá því að
þau voru mánaðargömul fram að
grunnskóla. Sú rannsókn leiddi
í ljós að leikskólar þar sem lögð
er áhersla á gæði í starfi hafa
jákvæð áhrif á málþroska barna.
Sömu niðurstöður fengust einnig
í sænskri rannsókn. Vísbendingar
komu einnig fram um að börn
sem dvalið höfðu frá unga aldri
og í langan tíma á leikskóla voru
frekar með hegðunarvandamál
þegar þau komu í grunnskóla
en önnur börn. Tekið er fram að
hegðunarvandamál barna á fyrstu
árum í grunnskólum hafi aukist
almennt á undanförnum árum.
Það er áhyggjuefni meðal kennara.
Þótt börnin dvelji á leikskóla
yfir daginn eru það vitaskuld for-
eldrarnir sem eru mikilvægastir
í lífi þeirra. Samband barnsins
við foreldra utan leikskóla er afar
þýðingarmikið fyrir þroska þess.
Sterkt og gott samband við for-
eldra hefur mikil áhrif á það hvern-
ig barnið spjarar sig í lífinu. Gæði
leikskólans hafa gríðarlega mikið
að segja, vel rekinn leikskóli með
fagfólki getur haft mikil áhrif á
málþroska og andlega líðan yngstu
barnanna. Starfsfólk leikskóla þarf
að vera meðvitað um ábyrgð sína
á uppeldi barnsins og hvernig það
muni þroskast félagslega.
Ef barn sýnir streitueinkenni
í leikskólanum og hegðun þess
versnar þarf að taka fljótt og vel á
því með faglegum hætti. Lítil börn
treysta á fullorðna fólkið og það
þarf að stuðla að góðri tengingu á
milli svo að börnin séu ekki hrædd
eða stressuð í leikskólanum. Á
seinni árum hefur aukist með-
vitund um slíka hluti og leikskóla-
kennarar taka það mjög alvarlega
ef upp koma vandamál í leikskól-
anum. Samskipti og samskipta-
tækni hefur verið efld milli barna
og leikskólakennara í samræmi við
þarfir þeirra.
Sum yngstu börnin í Noregi eru
40 tíma eða lengur í hverri viku
á leikskólanum. Rannsókn sem
gerð var í fyrra sýndi aukið stress-
hormón hjá yngstu börnunum
og sérstaklega þeim sem voru í
leikskólanum í átta tíma á dag.
Nokkuð var rætt um þessa rann-
sókn í Noregi en rannsakendur
bentu á að streita hjá ungum
börnum væri ekki algeng.
Í nútímaleikskólum leggja
starfsmenn mikið upp úr þörfum
barnanna og stuðla að þroska
þeirra. Lögð er áhersla á nám,
öryggi og góða umönnun þannig
að barnið verði tilbúið til að taka
þátt í samfélaginu þegar það eldist.
Foreldrar gera miklar kröfur til
leikskólans og sem betur fer hefur
þróunin verið í rétta átt. Íslenskir
leikskólar eru mjög góðir ekki
síður en þeir norsku. Í könnun sem
gerð var meðal foreldra leikskóla-
barna á síðasta ári í Noregi voru
78% ánægð með starfið. Ekki er
vitað um sambærilega könnun á
Íslandi.
Leikskólakennarar vinna
með börnum frá mismunandi
heimilum og úr ólíkum menn-
ingarheimum. Börnin eiga foreldra
með ólíkan bakgrunn og tungu-
mál. Leikskólar eru líklega með
þýðingarmestu stofnunum í hverju
samfélagi og gera foreldrum kleift
að taka þátt í atvinnulífinu. Fólk
getur síðan verið ósammála um
hversu ung börnin eigi að fara á
leikskóla og hversu lengi dagsins
þau eiga að dvelja þar.
Leikskólar eru góðir fyrir börnin
Nokkur umræða hefur verið í Noregi um það hvort leikskólar séu góðir fyrir mjög ung börn. Þar
geta börn byrjað ársgömul á leikskóla. Umræðan er af hinu góða og kröfur til leikskóla aukast.
fræðinga. „Við framleiðslu hennar
er tekið sérstakt tillit til næringar-
þarfa ungra barna og hún er líkari
móðurmjólk að samsetningu en
venjuleg kúamjólk. Stoðmjólk
hefur lægra próteininnihald en
kúamjólk en það, ásamt járnvið-
bót Stoðmjólkur, hefur jákvæð
áhrif á járnbúskap barna sem er
viðkvæmur á þessu aldursskeiði,“
segir Björn S. Gunnarsson, vöru-
þróunarstjóri MS. „Enn fremur
er bætt í Stoðmjólk C-vítamíni
sem örvar járnupptöku og sér-
staða Stoðmjólkurinnar umfram
erlendar þurrmjólkurblöndur er að
hún er tilbúin til drykkjar og pró-
teinsamsetningin í henni er æski-
legri en í þurrmjólkurafurðum,“
bætir Björn við.
Nýjustu rannsóknir hafa sýnt að
íslenska Stoðmjólkin hefur haft
jákvæð áhrif á járnbúskap í aldurs-
hópnum 6 mánaða til tveggja ára
og mælist hann nú mun betri en
áður. Hún er seld í 500 ml fernu
sem talin er hæfilegur dagskammt-
ur af mjólk og mjólkurmat þegar
barnið er farið að borða úr öllum
fæðuflokkum. Stoðmjólk hentar
vel samhliða brjóstagjöf en mælt
er með áframhaldandi brjóstagjöf
svo lengi sem hugur stendur til hjá
móður og barni.
Börn byrja í leik-
skóla í noregi
ársgömul. Hér
á landi eru þau
yfirleitt orðin
tveggja ára.
nordiCpHotoS/
getty
4 KynningArBLAÐ 1 4 . S e p t e m B e r 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RmóÐir og BArn
1
4
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
D
4
-F
4
B
0
2
0
D
4
-F
3
7
4
2
0
D
4
-F
2
3
8
2
0
D
4
-F
0
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
3
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K