Fréttablaðið - 14.09.2018, Side 26
Barn sem fær
ástúðlegt viðmót
og viðeigandi svörun
jafnt og þétt fær allt aðra
mynd af umheiminum og
sjálfu sér heldur en barn
sem býr við rifrildi og
hranalegt viðmót.
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@frettabladid.is
Sæunn Kjartansdóttir, sál-
greinir og einn af stofn-
endum Miðstöðvar
foreldra og barna.
MYND/ANtoN BriNK
„Það eru minni líkur á að barn verði frekt og stjórnsamt ef brugðist er fljótt við þegar því líður illa.“ NorDicphotoS/GettY
Algengustu ástæður þess að fólk leitar til okkar eru vanlíðan eða áhyggjur foreldra
sem tengjast því að eignast barn,
annaðhvort á meðgöngu eða eftir
fæðingu,“ segir Sæunn Kjartans
dóttir, einn stofnendanna. „Margir
halda að barnsfæðingu fylgi bara
gleði og hamingja en veruleikinn
er sá að fátt veldur jafn miklu álagi;
barneignir reyna á sambandið,
heilsuna, fjárhaginn, starfið, frí
tíminn fer út um þúfur að ekki sé
minnst á nætursvefninn. Og þetta
er bara það venjulega. Í ofanálag
hafa margir foreldrar orðið fyrir
áföllum eða erfiðleikum sem þeir
hafa kannski aldrei leitt hugann
að, en þegar þeir ganga í gegnum
svona miklar breytingar og álag
geta hellst yfir þá tilfinningar sem
trufla þá í foreldrahlutverkinu.
Líðan foreldra er grundvallar
atriði vegna þess að fyrstu árin eru
ungbörn fullkomlega háð því að
þörfum þeirra sé svarað jafnt og
þétt.
Ef foreldri er mjög kvíðið,
áhyggjufullt eða dapurt á það mun
erfiðara með að setja sig í spor
barnsins síns og sinna því á þann
hátt sem það þarfnast. Hjá okkur
starfar þverfaglegt teymi fagfólks
sem hefur sérhæft sig í tengsla
eflandi meðferð og foreldrar geta
leitað beint til okkar eða með
Lítil börn gráta ekki af frekju
heldur vanlíðan
Miðstöð foreldra og barna er tíu ára í ár. Hún var stofnuð af fjórum heilbrigðismenntuðum kon-
um sem allar höfðu að auki menntað sig til að sinna þörfum foreldra og ungbarna sem líður illa.
milligöngu heilsugæslunnar eða
annarra tilvísenda. Miðstöðin er
ekki stór í sniðum og þess vegna
þarf fólk oft að bíða, því miður.“
Sæunn segir miðstöðina hafa
aðstoðað fjölmarga foreldra á
þessum tíu árum. „Starfsemin
felst í viðtalsmeðferð þar sem við
reynum að skilja hvað veldur van
líðaninni og hvernig hægt sé
að bregðast við henni.
Þegar vel tekst til er
ávinningur slíkrar
meðferðar sam
bland margra þátta
eins og að fá að tala
um hvernig manni
líður án þess að
verða dæmdur,
að geta sett hluti í
samhengi og skilið þá
betur og að geta upplifað
tilfinningar sem maður hefur
kannski alltaf óttast. Oft eru það
nefnilega aðferðirnar sem maður
notar til að verjast vanlíðan sem
eru aðalvandamálið. Við skoðum
barnæsku foreldranna og pælum
í hvað var gott og hvað þeir vilja
forðast að endurtaka.“
Sæunn er höfundur bókarinnar
Árin sem enginn man – áhrif frum
bernsku á börn og fullorðna en
hún segir fyrstu ár lífsins skipta
sköpum fyrir framhaldið. „Ef ung
barn upplifir mikla streitu hefur
það áhrif á mótun heilans og eins
fer það að tileinka sér aðferðir til
að verjast vanlíðan, aðferðir sem
geta leitt til erfiðleika síðar. Á
fyrstu árunum byrja hugmyndir
barnsins um sjálft sig og heiminn
sem það fæddist í að verða til,“
segir hún. „Barn sem fær ástúð
legt viðmót og viðeigandi svörun
jafnt og þétt fær allt aðra mynd af
umheiminum og sjálfu sér heldur
en barn sem býr við rifrildi og
hranalegt viðmót. Ef barn upplifir
umhverfið að jafnaði ógnandi
verður streitukerfi þess virkt sem
gerir það óöruggt og á varðbergi,
ekki bara heima hjá sér heldur
líka annars staðar. Þetta getur haft
áhrif á námsgetu og færni í félags
legum samskiptum því að þegar
streitukerfið er í botni er ekki hægt
að gleyma sér í leik eða námi.“
Hún segir mikilvægt að fólk
nálgist börn frá fæðingu sem
hugsandi, viðkvæmar tilfinninga
verur og taki sársauka þeirra alvar
lega. „Ung börn geta ekki huggað
sig sjálf eða komið sér í jafnvægi,
það verða hinir fullorðnu að gera.
Lítil börn gráta ekki vegna frekju
eða stjórnsemi, þau skortir til þess
vit. Þau gráta af vanlíðan, frústr
asjón og vanmætti. Það eru mun
minni líkur á að barn verði
frekt og stjórnsamt ef
fólk bregst að jafnaði
fljótt við þegar því líður
illa og leyfir því að finna að það
skipti máli.“
Hún segir börn þurfa mikil
samskipti á hverjum einasta degi.
„Annars vegar örvun við hæfi en
hins vegar er streitu þeirra haldið
innan marka. Þetta er krefjandi,
tímafrekt og dýrt,“ segir hún og
bætir við: „Það er mikill mis
skilningur að halda að hægt sé að
sleppa billega frá því að eignast og
annast barn, hvort sem um er að
ræða foreldra eða samfélag. Börn
trufla líf fullorðinna og það getur
aldrei orðið öðruvísi.“
Hún segir enn fremur marga
ofmeta þörf ungra barna fyrir sam
skipti við önnur lítil börn. „Sumir
halda að þau börn sem eru heima
fyrstu árin séu svipt mikilvægum
tækifærum. Lítil börn hafa vissu
lega gaman af því að vera innan
um önnur börn, upp að vissu
marki, en þau hafa mun meiri
þörf fyrir fullorðnar manneskjur.
Þeir fullorðnu þurfa ekki að vera
foreldrar barnsins en þeir verða að
vera nægilega vakandi fyrir því og
bregðast við þegar barnið þarf á að
halda. Þannig læra börn að treysta
og finna til öryggis sem er forsenda
þess að þau geta gleymt sér í leik
og lært.”
Hægt er að fá nánari upplýsingar
um Miðstöð foreldra og barna á
fyrstutengsl.is.
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Nánari á icecare.is
Lífið tók miklum breytingum
Góð og öflug vörn fyrir
meltingarveginn
l Bio-Kult Infantis er vísindalega
þróuð blanda af vinveittum
gerlum fyrir ungabörn og börn á
öllum aldri.
l Inniheldur gæða mjólkursýrugerla
sem styrkja og bæta meltinguna, eru
með hátt hlutfall af Omega 3 og
D3 vítamín.
l Varan inniheldur ekki viðbættur
sykur, litar-, bragð eða önnur
aukaefni.
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
Ég er búin að gefa stráknum mínum Bio Kult infantis frá því að hann var
3 mánaða við bakflæði. Núna er hann orðin 18 mánaða og bakflæðið
eldst af honum. Ég finn að ef ég gef honum ekki Bio Kult er meira loft í
maga hans og meltinginn ekki jafn góð. Hann fær því Bio Kult alla daga
núnaog honum líður betur og er hressari
Tanja Karen Salmon
„Minni magaónot hjá syninum“
6 KYNNiNGArBLAÐ 1 4 . S e p t e M B e r 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RMóÐir oG BArN
1
4
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
D
4
-F
9
A
0
2
0
D
4
-F
8
6
4
2
0
D
4
-F
7
2
8
2
0
D
4
-F
5
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
3
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K