Fréttablaðið - 14.09.2018, Side 39

Fréttablaðið - 14.09.2018, Side 39
Það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við fólkið sitt og náttúruna. Hvort sem þú velur margverðlaunaðan KODIAQ eða glænýjan og snjallan KAROQ gerir þú hvorutveggja. Komdu og prófaðu jeppabræðurna frá ŠKODA. Hlökkum til að sjá þig! HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.skoda.is ENDURNÝJAÐU TENGSLIN MEÐ KODIAQ OG KAROQ. KODIAQ OG KAROQ. FYRIR FÓLKIÐ ÞITT OG NÁTTÚRUNA. ŠKODA KAROQ frá: 4.490.000 kr. ŠKODA KODIAQ 4x4 frá: 5.590.000 kr.5 ára á by rg ð fy lg ir f ól ks bí lu m H E K LU a ð up pf yl lt um á kv æ ðu m á by rg ða rs ki lm ál a. Þ á er a ð fin na á w w w .h ek la .is /a by rg d Vetrarpakki með vetrardekkjum, dráttar- krók og gúmmímottu í farangursrými fylgir öllum nýjum jeppum og jepplingum frá Skoda í september. Dagskráin er spenn-andi, þrjú verk, öll samin á 20. öldinni,“ segir Guðný Guð-mundsdóttir um tónleika Kammer- músíkklúbbsins í Hörpu á sunnu- daginn sem hefjast klukkan 16 í Kaldalóni. Þeir eru haldnir henni til heiðurs í tilefni sjötugsafmælis fyrr á árinu. Nú fær hún til liðs við sig öndvegis hljóðfæraleikara, íslenska og erlenda. „Það er merkilegt að stærsta verk- ið sem við flytjum, píanókvintett eftir Edward Elgar, er hundrað ára gamalt, stórt og viðamikið, róman- tískt kammerverk sem hefur aldrei heyrst á Íslandi áður. Við erum búin að fletta gegnum timarit.is og sögu Kammermúsíkklúbbsins og ég tel mig geta fullyrt það.“ Guðný segir ómögulegt að spila sömu verkin, aftur og aftur. „Það er svo ótrúlega margt fallegt til og nú til dags er svo auðvelt að finna verk í tölvunni. Ég fór bara inn á YouTube og kannaði þennan Elgar- kvintett sem ég hef vitað af í mörg ár og margir höfðu sagt mér að væri flottur. Ég gat ekki staðist að setja hann á dagskrá. Erlendu gestirnir okkar, Anton Miller og Rita Porfiris, eru hjón, fiðlu- og víóluleikarar og við höfum spilað töluvert saman sem strengjatríó. Nú bætum við við okkur Bryndísi Höllu sellóleikara og Bjarna Frímanni á píanó til að geta flutt kvintettinn. Fyrir hlé eru tvö verk. Hjónin Miller og Porfiris leika það fyrra, sem er eftir Ungverjann László Weiner. „Þessi Weiner var nemandi Zoltáns Kodály, sem var samlandi hans og er höfundur síðara verksins fyrir hlé. Weiner var óskaplega efnilegur en varð fyrir þeirri hörmung að lenda í útrýmingarbúðum nasista og náði bara 28 ára aldri. Kodály gerði allt sem hann gat til að fá hann lausan, því Weiner var svo frábær nemandi. Eftir Weiner liggja einungis sjö tón- verk og þetta dúó er eitt þeirra. Þegar flutningi þess er lokið hljóm- ar strengjatríó (kvöldlokka) eftir Kodály,“ segir Guðný. „Það er þekkt verk og hefur verið flutt hér áður.“ Guðný segir Kammermúsíkklúbb- inn stórkostlegt fyrirbæri. Hún hafi sótt tónleika þar frá því hún var ung að læra að spila. „Þá var ekki mikið um klassíska tónleika en kennar- arnir mínir voru gjarnan að spila hjá klúbbnum,“ rifjar hún upp og kveðst síðar hafa tekið virkan þátt í starfinu og sett saman hinar ýmsu grúppur. gun@frettabladid.is Leika þrjú verk sem öll eiga sína sögu Anton Miller, Bjarni Frímann, Guðný Guðmunds, Bryndís Halla og Rita Porfiris á æfingu. FRéttABlAðið/Anton BRink Hundrað ára kvint­ ett eftir Edward Elgar verður flutt­ ur í fyrsta sinn á Íslandi á tónleikum Kammermúsík­ klúbbsins í Kalda­ lónssal Hörpu á sunnudaginn. WEinEr var ósKaplEga Efni- lEgur En varð fyrir þEirri Hörmung að lEnda Í útrýmingar- búðum nasista og náði bara 28 ára aldri. m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 23F Ö S T U D A g U R 1 4 . S e p T e m B e R 2 0 1 8 1 4 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 D 4 -F E 9 0 2 0 D 4 -F D 5 4 2 0 D 4 -F C 1 8 2 0 D 4 -F A D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.