Fréttablaðið - 14.09.2018, Síða 4

Fréttablaðið - 14.09.2018, Síða 4
Leiðrétting Björn Sveinbjörnsson, fv. dómari við Hæstarétt Íslands, var ranglega nafngreindur sem Þór Vilhjálmsson, fv. dómari við sama rétt, í umfjöllun Fréttablaðsins í gær um Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Fréttablaðið harmar þessi mistök. FjárLög 2019 „Talan byggist á vinnu stýrihóps sem innanríkisráðherra skipaði í september 2015 til að tryggja leitar- og björgunarþjónustu innan efnahagslögsögu Íslands til framtíðar með endurnýjun á þyrlum Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar (LHG). Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar- innar sem kynnt var á þriðjudag kom fram að samkvæmt fjármála- áætlun 2019-2023 er gert ráð fyrir kaupum á þremur nýjum þyrlum á ríflega 14 milljarða króna. Það gerir um 4,7 milljarða fyrir hverja þyrlu. Þessi mikli kostnaður hefur vakið athygli. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um upphæðina. Ásgeir vísar í skýrslu stýrihópsins sem lagði til að keyptar yrðu þrjár þyrlur af svipaði stærð og LHG er með í sinni þjónustu í dag. Skýrslu- höfundar viðurkenna að tillögurnar útheimti „veruleg fjárútlát  ríkis- sjóðs“. Áætlað er að þyrlurnar kosti 13,9 milljarða og ofan á það bætist útboðskostnaður og ráðgjöf við útboðsferlið upp á 300 milljónir króna. Alls 14,2 milljarðar. Í skýrsl- unni segir: „Ekki eru til aðgengilegir „verð- listar“ framleiðenda yfir þyrlur sem eru sérútbúnar til þeirra starfa sem hér um ræðir. Ofangreindar kostnaðartölur byggjast á gagna- grunni frá framleiðendum, sem og upplýsingum frá aðilum sem hafa verið að fjárfesta í nýjum þyrlum á undanförnum árum fyrir hliðstæða starfsemi.“ Kaupin verða boðin út á næsta ári að sögn Ásgeirs og því ekki vitað hvernig þyrlur verða keyptar. – smj Gert ráð fyrir 300 milljónum í kostnað og ráðgjöf við þyrlukaup Það mun kosta sitt að endurnýja þyrluflota LHG. FréttabLaðið/Ernir FiskeLdi Lax, sem veiddist í Eyja- fjarðará að kveldi 4. september síðastliðins, er mjög líklega ættaður úr eldiskví að sögn fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Útlitsgallar á fiskinum sem og samgróningar í kviðarholi hans benda eindregið til þess að um eldisfisk úr sjókví sé að ræða. Þann 4. september var Gísli Sig- urður Gíslason að veiðum í Eyja- fjarðará og setti í rúmlega áttatíu sentimetra lax um kvöldmatar- leytið. „Hann þumbaðist við í smá stund en svo var bara eins og ég væri að draga inn ruslapoka fullan af vatni. Það er í raun skömm frá því að segja. Ég hef reynslu af því að veiða villtan lax í þessari stærð og þetta var ekki í nokkurri líkingu við það,“ segir Gísli Sigurður. „Hann barðist ekkert og þetta setti leiðan svip á veiðitúrinn.“ Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri og sérfræðingur ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun, segir ýmis- legt benda sterklega til þess að um eldisfisk sé að ræða. „Við fyrstu sýn lítur fiskurinn út fyrir að vera eldisfiskur og ýmis utanáliggjandi ummerki um að hann sé ættaður úr sjókvíaeldi. Það er hægt að sjá bæði á áverkum sem og á uggum og öðrum þáttum sem eru frábrugðnir villtum laxi við strendur landsins,“ segir Guðni. Að sögn Guðna eru einnig ummerki um samgróninga í kviðar- holi fisksins. „Þessir samgróningar finnast ekki í villtum laxi. Ástæður þessa er að þegar seiði eru bólusett eru þau sprautuð með bóluefninu sem er sett saman við formalín. Bólusetningin veldur þessum sam- gróningi,“ segir Guðni. Er þetta annar fiskurinn sem veiðist í Eyjafjarðará sem talinn er Eldislax líkast til í Eyjafjarðará Lax sem ber öll merki þess að vera ættaður úr sjókvíaeldi veiddist þann fjórða september í Eyjafjarðará. Eyjafjörður er nokkuð langt frá sjókvíaeldi. Hafrannsóknastofnun hefur þennan fisk nú undir höndum. Uggarnir eru vansakapaðir og sárir. Eins og sjá má á myndunum ber laxinn ytri merki þess að vera ekki villtur. vera ættaður úr sjókvíaeldi. Hinn fiskurinn veiddist snemma í vor og er einnig í rannsókn hjá Hafrann- sóknastofnun. Von er á niðurstöðum úr erfða- greiningu á næstu dögum og verður þá hægt að sjá með eins nákvæmum hætti og unnt er hvort fiskurinn er úr eldi. Guðni segir að gen foreldrafiska í sjókvíaeldi hér við land séu geymd og því sé mögulegt að komast að því úr hvaða fiskeldi þetta dýr sé. Hins vegar hafi sýnin aldrei verið greind sökum kostnaðar við það. Sé vilji til þess að vita nákvæmlega hvaðan eldisfiskur komi þá er möguleiki til þess. sveinn@frettabladid.is Hann þumbaðist við í smástund en svo var bara eins og ég væri að draga inn ruslapoka fullan af vatni. Það er í raun skömm frá því að segja. Gísli Sigurður Gíslason Þessir samgróningar finnast ekki í villtum laxi. Ástæður þessa er að þegar seiði eru bólusett eru þau sprautuð með bóluefninu sem er sett saman við formalín. Bólu- setningin veldur þessum samgróningi. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri og sérfræðingur ferskvatnsfiska hjá Haf- rannsóknastofnun dAnMörk Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, kveðst ekki skilja gagnrýni GRECO, Samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spill- ingu, sem kemur fram í nýrri skýrslu um Danmörku. Samkvæmt skýrslunni hefur Dan- mörk ekki, eða bara að hluta til, gert úrbætur gegn spillingu meðal stjórn- málamanna, dómara og saksóknara í tengslum við fimm af sex tilmælum GRECO þar um. Vandamálið snýst einkum um stjórnmálamenn, að því er segir í frétt Berlingske. Kjærsgaard segir næstum enga spillingu vera í Danmörku og að GRECO eigi frekar að beina sjónum sínum að löndum þar sem spilling er mikil að hennar mati. Nefnir hún lönd í A- og S-Evrópu sem dæmi. – ibs Vísar á bug gagnrýni um spillingu Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins. FréttabLaðið/anton brinK Danir eru sagðir trassa úrbætur gegn spillingu meðal stjórnmálamanna, dómara og saksóknara. Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. SÝNUM JEEP GRAND CHEROKEE TRAILHAWK MEÐ 33” BREYTINGU OG RAM 3500 MEÐ 40” BREYTINGU Á 35 ÁRA AFMÆLISSÝNINGU FERÐAKLÚBBSINS 4X4 Í FÍFUNNI KÓPAVOGI FRÁ 14.-16. SEPTEMBER. ® UMBOÐSAÐILI JEEP OG RAM TRUCKS • ÞVERHOLTI 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 • WWW.JEEP.IS WWW.RAMISLAND.IS • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 ® 1 4 . s e p t e M b e r 2 0 1 8 F ö s t U d A g U r4 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð 1 4 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 D 5 -0 3 8 0 2 0 D 5 -0 2 4 4 2 0 D 5 -0 1 0 8 2 0 D 4 -F F C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.