Fréttablaðið - 14.09.2018, Page 12
Frá degi til dags
Halldór
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Fari svo að
krónan gefi
eitthvað eftir
á komandi
misserum,
sem margt
bendir til, þá
væri það
tæpast
einhver
heimsendir.
Til skoðunar
er að skatt-
leggja kaup á
erlendum
netauglýs-
ingum til þess
að jafna stöðu
innlendra
fjölmiðla og
erlendra
vefmiðla.
Akstur undir áhrifum vímuefna er
aldrei réttlætanlegur. Ökum allsgáð.
Minningarsjóður Lovísu Hrundar | lovisahrund.is
húbbahúlle …
Ákvörðun RÚV um að taka þátt í
Eurovision í Ísrael er umdeild eins
og kjarnast svo ágætlega í ólíkum
viðhorfum Semu Erlu Serdar og
Margrétar Friðriksdóttur, sem
sjálfsagt verða aldrei sammála um
nokkurn skapaðan hlut. Sema
segir RÚV með þessu „leggja
blessun sína yfir landrán, hernám,
aðskilnaðarstefnu, pyntingar og
ómannúðlega og ógeðfellda með-
ferð“ á saklausu fólki í Palestínu.
Margrét aftur á móti furðar sig
á æsingnum sem hún kallar bull
og dæmi um hræsnina „sem við-
gengst á þessum klaka alveg með
ólíkindum, svona málflutningur
dæmir sig sjálfur“. Þrátt fyrir
allt verður þó samt ekki tekið af
Ísraelum að engin þátttökuþjóð
hefur greint heimspekilegan
kjarna söngvakeppninnar betur:
Húbbahúllehúbbaba.
lof krónu að falla
Kvikmyndin Lof mér að falla
er ágeng mynd um ömurlegar
aðstæður ungra fíkla. Frétta-
haukurinn Kristinn Hrafnsson
nýtti sér í gráglettni söguþráð
myndarinnar á Facebook og varp-
aði áhugaverðu ljósi á glataða
stöðu krónunnar. „Lof mér að
falla er átakanleg saga örmyntar
sem missir fótanna í hörðum
heimi miskunnarlausra markaðs-
afla.“ Sakleysisleg myntin virðist
á yfirborðinu „búa við velsæld á
traustu heimili en undir niðri toga
þræðir sem hún ræður ekkert
við“. thorarinn@frettabladid.is
Tvær tilfinningar ráða jafnan för á fjármála-markaði. Græðgi og ótti. Við höfum orðið vitni að hvoru tveggja að undanförnu. Allt útlit er fyrir að á því verði framhald í skugga óvissu um stöðu og horfur á flugmarkaði. Miklar sveiflur hafa einkennt hlutabréfa-
markaðinn síðustu daga, ekki hvað síst í tengslum við
fréttir af yfirstandandi skuldabréfaútboði WOW air, og þá
hefur gengi krónunnar gagnvart evru lækkað um fimm
prósent frá mánaðamótum. Sú gengisveiking kann þó
að ganga til baka núna þegar Skúla Mogensen, forstjóra
og eina hluthafa WOW air, virðist vera að takast – þvert á
væntingar margra fyrr í vikunni – að tryggja langtímafjár-
mögnun flugfélagsins. Sá áfangi, sem allir hljóta að fagna,
ætti að róa taugar fjárfesta en kastljós þeirra gæti þá hins
vegar þess í stað enn á ný beinst að Icelandair. Hvernig sem
fer þá er líklega erfiður vetur í vændum.
Fáum hefur dulist að gengi krónunnar hefur um langt
skeið verið afar sterkt á alla hefðbundna mælikvarða. Fyrir
því eru eðlilegar ástæður sem endurspegla undirliggjandi
efnahagsaðstæður. Ævintýralegur vöxtur í ferðaþjónustu,
sem hefur fylgt mikið gjaldeyrisinnstreymi, hefur átt sinn
þátt í því að ýta undir þá gengisstyrkingu en meira kemur
samt til. Gríðarmikill afgangur á fjármagnsjöfnuði frá árinu
2015 hefur ekki síður skipt máli. Þar spila meðal annars inn
í fjárfestingar erlendra sjóða í skráðum félögum, hækkandi
lánshæfismat ríkissjóðs sem hefur ýtt undir erlendar lán-
tökur banka og fyrirtækja og einnig áður óþekktur áhugi
alþjóðlegra fjárfesta á kaupum á íslenskum fyrirtækjum í
hinum ýmsu atvinnugreinum.
Það var samt aðeins tímaspursmál hvenær sterkt gengi
krónunnar, sem hefur verið til þess fallið að viðhalda meira
jafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella, myndi fara að hægja
á hinum ósjálfbæra vexti í ferðaþjónustu. Sú þróun, sem
hófst fyrir nokkrum misserum, hefur aftur ýtt undir vænt-
ingar fjárfesta um að krónan kunni að vera undir þrýstingi
á næstunni. Sú skoðun þarf ekki að koma á óvart þegar litið
er til þess, samhliða óvissu um horfur í ferðaþjónustu hér
á landi, að lífeyrissjóðirnir eru í stórauknum mæli að fjár-
festa erlendis, viðskiptaafgangurinn er að minnka hröðum
skrefum en fjármagnsinnflæði í skráð hlutabréf og skulda-
bréf er á sama tíma að dragast verulega saman á milli ára.
Þrátt fyrir nokkurra prósenta lækkun á gengi krónunnar
á síðustu tveimur vikum, sem verður seint skilgreint sem
einhvers konar gengisfall, þá er hún engu að síður um
fimmtán prósentum sterkari en fyrir aðeins þremur árum.
Kaupmáttur Íslendinga, mældur í erlendri mynt, hefur
þannig sjaldnast verið meiri og Ísland er líklega orðið dýr-
asta land í heimi. Hin hliðin á þeim peningi, sem er síður
æskileg, er þverrandi samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs
enda hefur launakostnaður á framleidda einingu hækkað
margfalt meira hérlendis en í samanburði við okkar helstu
samkeppnisríki á aðeins örfáum árum. Sú staða hefur
þrengt verulega að rekstrarskilyrðum útflutningsatvinnu-
vega landsins, meðal annars flugfélaganna.
Fari svo að krónan gefi eitthvað eftir á komandi miss-
erum, sem margt bendir til, þá væri það tæpast einhver
heimsendir heldur mögulega eftirsóknarverð þróun og til
þess fallin að treysta stöðugleika í hagkerfinu til lengri tíma
litið.
Lof mér að falla
Á dögunum voru kynntar aðgerðir sem miða að því að styrkja stöðu íslenskrar tungu. Þær snerta ólíkar hliðar þjóðlífsins en markmið þeirra allra
ber að sama brunni; að tryggja að íslenska verði áfram
notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Heildstæð
nálgun okkar til stuðnings íslenskunni tengist meðal
annars íslenskum fjölmiðlum og þeirra hlutverki í fram-
þróun tungumálsins okkar; þeir spegla sögu okkar og
sjálfsmynd.
Aðgerðir stjórnvalda til styrktar einkareknum
fjölmiðlum á Íslandi marka ákveðin vatnaskil en við
ráðgerum að verja um 400 milljónum í beinar aðgerðir
þeim til stuðnings frá og með næsta ári. Þar mun mestu
muna um ritstjórnarsjóð sem veita mun endurgreiðslur
vegna hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjöl-
miðla. Skilyrði fyrir slíkum endurgreiðslum verða skýr
og einföld og styrkveitingar hans fyrirsjáanlegar og
óháðar tæknilegum útfærslum. Frumvarp þess efnis
mun fara í opið samráð síðar í vetur og verður síðan lagt
fyrir í ársbyrjun 2019.
Annað brýnt efni sem við höfum kynnt til þess að
jafna hlut íslenskra fjölmiðla er að samræma gjaldtöku
við kaup á auglýsingum svo íslenskir fjölmiðlar standi
jafnfætis erlendum netmiðlum. Til skoðunar er að skatt-
leggja kaup á erlendum netauglýsingum til þess að jafna
stöðu innlendra fjölmiðla og erlendra vefmiðla sem taka
til sín ört stækkandi hluta auglýsingamarkaðar. Í þessu
horfum við til nágrannalanda okkar og Evrópuríkja sem
einnig hafa sambærileg mál til skoðunar.
Aukinheldur munum við styðja betur við textun,
talsetningu og táknmálstúlkun í myndmiðlum þar sem
einkareknir fjölmiðlar munu geta sótt um endurgreiðsl-
ur til að mæta kostnaði vegna lögbundinnar textunar og
talsetningar. Sérstök áhersla verður þar lögð á efni sem
ætlað er börnum og ungmennum.
Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnvöld grípa til beinna
aðgerða til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla en
slíkt hefur þekkst á Norðurlöndunum um áratuga skeið.
Það er von mín og vissa að þessar aðgerðir muni breyta
miklu fyrir rekstrarumhverfi þeirra strax á næsta ári.
Eflum íslenskt mál
Lilja
Alfreðsdóttir
mennta- og
menningar-
málaráðherra
1 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 F Ö s t U D A G U r12 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
SKOÐUN
1
4
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
D
4
-E
A
D
0
2
0
D
4
-E
9
9
4
2
0
D
4
-E
8
5
8
2
0
D
4
-E
7
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
3
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K