Fréttablaðið - 14.09.2018, Side 28
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@frettabladid.is
Í mæðraverndinni er fylgst vel með líkamlegri og andlegri líðan hinnar tilvonandi móður. NORDICPHOTOS/GETTY
Ella Björg segir ljósmæður fá spurn-
ingar um allt milli himins og jarðar.
Það er fátt sem breytir jafn miklu og að eignast barn. NORDICPHOTOS/GETTY
Ella Björg útskrifaðist sem ljós-móðir í fyrra og starfar á Með-göngu- og sængurlegudeild
Landspítalans. Hún sinnir einnig
heimaþjónustu eftir fæðingu og er
önnur tveggja ljósmæðra sem reka-
vefinn bumbuspjall.is.
„Ég er hjúkrunarfræðingur í
grunninn og finnst það frábært starf
en ég ákvað að verða ljósmóðir því
ég gat ekki ímyndað mér neitt sem
væri meira gefandi og gleðilegt en
það starf,“ segir Ella brosandi.
Hvert er fyrsta skrefið sem konur
taka þegar þær uppgötva að þær
eiga von á barni?
„Helst eiga þær að hafa samband
við ljósmóður á heilsugæslunni í
sínu hverfi. Þannig komast þær inn í
mæðraverndina og fara inn í ákveð-
ið ferli sem rúllar áfram út með-
gönguna. Miðað er við að konur
komi í mæðraskoðun tíu sinnum á
meðgöngunni, ef allt er eins og það
á að vera, og oftar ef þær þurfa á því
að halda. Reynt er að hafa mæðra-
verndina einstaklingsmiðaða.“
Hvað er gert í mæðraverndinni?
„Þar fá konur mikilvæga fræðslu
um meðgöngu og fæðingu. Mæðra-
verndin er vettvangur þar sem
konur geta rætt sín áhyggjuefni
og fengið svör við spurningum
sem brenna á þeim. Þær læra fjöl-
margt um meðgönguna og hvað í
vændum er. Í mæðraverndinni fer
einnig fram mikilvægt forvarnar-
starf og grannt er fylgst með líkam-
legri og andlegri heilsu verðandi
móður. Fylgst er með merkjum
um meðgöngukvilla því við viljum
geta gripið inn í fyrr en seinna. Svo
er fylgst með andlegri líðan því á
þessu tímabili er hormónastarf-
semin í fullum gangi, auk þess sem
barneignir hafa miklar breytingar
í för með sér fyrir fólk. Við viljum
helst ná utan um fjölskylduna í
heild, fá makann með í mæðra-
Ólétta er ekki sjúkdómur
Ella Björg Rögnvaldsdóttir ljósmóðir segir mæðravernd gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur
að meðgöngu og fæðingu. Hún mælir með að óléttar konur haldi sinni rútínu og hugsi vel um sig.
skoðun og jafnvel eldri systkini.“
Hversu oft fara konur í sónar á
meðgöngu?
„Sónarskoðun er alltaf valfrjáls.
Núna er boðið upp á tólf vikna
ómun með eða án litningaprófa eða
hnakkaþykktarmælingar. Svo er
boðið upp á tuttugu vikna ómun.“
Hvaða óþægindum finna óléttar
konur helst fyrir?
„Fyrstu vikurnar finna margar
konur fyrir ógleði og þegar líður á
meðgönguna fer grindin að segja til
sín með tilheyrandi verkjum, enda
breytist líkamsstaðan og það er álag
á bak og mjaðmir og mjaðmagrind-
ina í heild sinni. Margar finna líka
fyrir meiri þreytu en vanalega.“
Hefur tíðni meðgöngusykursýki
aukist undanfarin ár?
„Já, því miður hefur hún aukist
mikið. Að hluta til er um að ræða
hreina aukningu en einnig er
skimun fyrir meðgöngusykursýki
breytt frá því sem áður var, þ.e.
greiningarviðmiðin eru lægri en
þau voru. Ef kona er í áhættuhópi
er skimað eftir því í fyrstu skoðun
í mæðravernd. Ef grunur leikur á
sykursýki þegar líður á meðgöng-
una fer konan í sykurþolspróf.“
Áttu góð ráð fyrir óléttar konur?
„Ég mæli með að þær haldi sinni
rútínu og geri það sem þær eru
vanar að gera, hugsi almennt vel um
sig, hlusti vel á líkamann og hvíli sig
nóg. Annars er hætta á að þær lendi
á vegg. Svo er gott að hafa í huga að
þungun er ekki sjúkdómur heldur
gangur lífsins.“
Hvað með fæðinguna?
„Mörgum konum finnst gott að
stunda jóga eða sund til að undir-
búa sig fyrir fæðinguna. Konur
þurfa fyrst og fremst að gefa sér
tíma til að hugsa hvernig þær vilja
hafa fæðinguna og útbúa lista með
óskum sínum. Það er alltaf gott að
ræða við ljósmóðurina ef eitthvað
er, en ekki burðast með áhyggjur í
gegnum allt þetta ferli.“
Nú er Ljósmæðrafélagið með opið
Snapchat sem hefur verið vinsælt.
Hvaða spurningar brenna helst á
verðandi foreldrum?
„Við fáum spurningar um allt
milli himins og jarðar. Margar eru
nýbúnar að átta sig á að þær eiga
von á barni og vilja vita hvernig
ferlið er, aðrar vilja vita hvernig
fæðingin og sængurlegan eru. Svo
vilja margar fá ráð, t.d. við ógleði. Í
því sambandi er gott að borða lítið í
einu en oft yfir daginn.“
Yngstu
matgæðingarnir
– ströngustu
kröfurnar
Það skiptir öllu máli að fyrsta fasta
fæða barnanna okkar sé góð og
næringarrík. Þess vegna stöndum
við vörð um gæði alls staðar
í framleiðsluferlinu.
Við notum aðeins sérvalið ferskt
hráefni, gætum vandlega að
næringarsamsetningu matarins
og höfum komið okkur upp
ströngu öryggiseftirliti.
Það dugir jú ekkert minna
fyrir mikilvægustu manneskjur
í heiminum!
8 KYNNINGARBLAÐ 1 4 . S E P T E m B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RmÓÐIR OG BARN
1
4
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
D
5
-0
D
6
0
2
0
D
5
-0
C
2
4
2
0
D
5
-0
A
E
8
2
0
D
5
-0
9
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
1
3
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K