Fréttablaðið - 14.09.2018, Page 34
Viltu birta minningargrein á frettabladid.is?
Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is.
Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Svava Sjöfn Kristjánsdóttir
Ásvegi 1, Hvanneyri,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
á Akranesi, 7. september 2018.
Útför hennar fer fram frá Reykholtskirkju
laugardaginn 15. september klukkan 14.00.
Jarðsett verður í Hvanneyrarkirkjugarði.
Pétur Jónsson
Ómar Pétursson Íris Björg Sigmarsdóttir
Kristján Ingi Pétursson Anna Sigríður Hauksdóttir
Kristín Pétursdóttir Øyvind Kulseng
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, sambýliskona og systir,
Þórdís Harðardóttir
lést á líknardeild Landspítalans
sunnudaginn 9. september. Hún
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
mánudaginn 17. september klukkan 13.
Hörður Lúðvíksson Sigurveig Sigurðardóttir
Laufey Rúnarsdóttir Hjalti Hjaltason
Sigurlaug Rúnarsdóttir Stefán Karlsson
barnabörn
Aðalsteinn Blöndal
systkini
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Kristín Hólmfríður
Tryggvadóttir
fv. skólastjóri,
lést að Hrafnistu í Hafnarfirði
9. september sl. Útför hennar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 17. september kl. 15.00.
Helgi Jóhann Hauksson Heiða Hafdísardóttir
Unnur Aðalbjörg Hauksdóttir
Alda Margrét Hauksdóttir Grettir Sigurjónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
Haraldur Gísli Sigfússon
fv. leigubifreiðastjóri,
frá Stóru-Hvalsá,
Álfheimum 44, Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans 11. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Hreinn Haraldsson Ólöf Erna Adamsdóttir
Hanna Dóra Haraldsdóttir Bjarni Jón Agnarsson
Sigfús Birgir Haraldsson Hanna Jóhannsdóttir
barnabörn og langafabörn.
Ástkær faðir okkar og bróðir,
Victor Friðþjófur Guðnason
Búastaðabraut 8, Vestmannaeyjum,
andaðist fimmtudaginn 6. september.
Jarðarförin fer fram í Landakirkju
22. september kl. 14.00.
Guðni Friðþjófur Victorsson
Halldór Páll Victorsson
Kristinn Freyr Victorsson
Tómar Ingi Victorsson
Hlöðver Sigurgeir Guðnason
Ólafur Óskar Guðnason
Sigríður Ágústa Guðnadóttir
Maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Gunnar Berg Björnsson
flugstjóri,
verður jarðsunginn frá Neskirkju
mánudaginn 17. september kl. 13.00.
Sigrún Jóhannesdóttir
Björn Berg Gunnarsson Tinna Þorsteinsdóttir
Eyjólfur Berg
Þorsteinn Berg
Gunnar Berg Gunnarsson Þórhildur Baldursdóttir
Gréta Gunnarsdóttir
Linda og Elín Hjördís Haraldsdætur
Ástkær eiginkona mín,
Sjöfn Halldórsdóttir
lést miðvikudaginn
5. september. Útförin fer fram
miðvikudaginn 19. september
kl. 14.00 frá Kotstrandarkirkju.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Eyvindur Erlendsson
Hér er yndislegt að vera, það bara bærist ekki strá,“ segir Hilmar Ragnarsson rafmagns-verkfræðingur staddur í S k a g a f i r ð i n u m ,
nánar tiltekið að Mel. Þar er hann með
nokkrum veiðifélögum við Sæmundará
en sjálfur ekki með stöng á lofti þessa
stundina. „Við skiptumst á, þetta er bara
tveggja stanga á,“ útskýrir hann. Kveðst
hafa verið í öðrum laxveiðitúr fyrir fáum
dögum, í Svartá í Húnavatnssýslu sem
leiðsögumaður með nokkrum erlendum
vinum sínum. „Það var líka rosalega
skemmtilegur túr og sama yndislega
veðrið, besta veður sumarsins, sögðu
bændur sem voru að koma af fjalli.“
Tilefni viðtalsins er sjötugsafmæli
Hilmars sem er í dag. Hann biður mig
samt að vera ekkert að auglýsa það. „Það
eru 50 manns búnir að boða komu sína
og húsnæðið er ekki nema 100 fermetr-
ar,“ segir hann til skýringar.
Þó hann kunni hvergi betur við sig en á
bökkum veiðiáa á landsbyggðinni kveðst
hann enginn sveitalubbi vera. „Ég er
Reykvíkingur, fæddist við Sjafnargötuna
og ólst mikið upp hjá afa og ömmu, þar
var gott næði til að lesa. Þau dekruðu við
mig og voru frábær en dóu alltof ung.“
Hilmar kveðst hafa varið rúmum
þrjátíu árum af starfsævinni hjá Sím-
anum. „Ég byrjaði þar 1974 og var til
2006, síðustu árin sem framkvæmda-
stjóri talsímasviðs. Var svo heppinn að
fá að taka þátt í stórstígustu framförum
í fjarskiptatækninni á Íslandi, svo sem
að koma á MNT-kerfinu, GSM-kerfinu
og gera landið stafrænt. Síðan varð ég
verkefnastjóri hjá dóttur minni, Ágústu
Ernu hjúkrunarfræðingi, í fyrirtækinu
Hrifum sem er með heilsueflingu innan
fyrirtækja. Sjálf var hún að berjast við
krabbamein og stofnaði Kraft ásamt Hildi
Björk, systur sinni, og fleirum.“
Auk þeirra Ágústu Ernu og Hildar
Bjarkar, kennara og viðskiptafræðings,
kveðst Hilmar eiga soninn Birgi, betur
þekktan sem tónlistarmanninn Bigga
Hilmars, með fyrrverandi konu sinni.
„Eftir að við skildum eignaðist ég dóttur-
ina Veru, hún er myndlistarmaður og býr
í Berlín, er vinsæl fyrirsæta þar úti. Hinar
dætur mínar hafa verið fyrirsætur líka.
Það er svona þegar barnsmæðurnar eru
vel valdar!“ segir hann glaðlega og bætir
við stoltur að svo eigi hann fjögur barna-
börn.
Laxveiði og önnur útivera er eftirlæti
Hilmars. Hann kveðst oft hafa verið leið-
sögumaður á vegum Iceland Seafood
Corp oration og Limited á árum áður,
þegar starfsmönnum og viðskiptavinum
bæði frá Ameríku og Evrópu hafi verið
boðið í lax í Norðurá og Víðidalsá.
Íþróttir er eitt af því sem Hilmar hefur
gaman af, þær iðkaði hann á yngri árum,
fyrst og fremst handbolta. „Ég er áhuga-
maður í golfi en get ekki neitt, einstaka
högg gerir þó það að verkum að maður
heldur áfram,“ segir hann kankvís. „Svo
er tennis ein skemmtilegasta íþrótt sem
ég hef stundað en mjaðmaliðirnir bönn-
uðu mér að halda áfram. Tónlistin er líka
ofarlega á blaði og þegar ég vil slaka á
sest ég við Roland-hljómborðið. Það er
margt tónlistarfólk í ættinni. Svo lengi
sem frændi minn, sem er að koma inn úr
dyrunum núna, tekur ekki lagið, þá er allt
í lagi! (Hlátur).“ gun@frettabladid.is
Það bara bærist ekki strá
Hilmar Ragnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Símanum, var á bökkum skag-
firskrar laxveiðiár þegar síminn hans hringdi og eftirfarandi viðtal var tekið.
Hilmar með 87 cm hrygnu sem tekin var á fluguna Rauðan Frances í Straumunum, ármótum Norðurár og og Hvítár í Borgarfirði.
Ég er áhugamaður í golfi en get ekki neitt,
einstaka högg gerir þó það að
verkum að maður heldur áfram.
1 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 F Ö s t U D A G U r18 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð
tímamót
1
4
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
D
5
-0
8
7
0
2
0
D
5
-0
7
3
4
2
0
D
5
-0
5
F
8
2
0
D
5
-0
4
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
3
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K