Fréttablaðið - 14.09.2018, Síða 38

Fréttablaðið - 14.09.2018, Síða 38
Hann er að takast á við það að vera barn þunglyndrar móður með öllu sem því fylgir og sjálfur glímir Hann svo við veikindi. þarna er verið að taka fyrir viðkvæmt viðfangsefni á ótrúlega fallegan, Húmanískan og Húmorískan Hátt. Valur Freyr Einarsson stendur einn á sviði í leikritinu Allt sem er frábært sem frum-sýnt verður á Litla sviði Borgarleikhúss- ins í kvöld, föstudaginn 14. septem- ber. Leikritið er eftir Duncan Mac- millan, Kristín Eiríksdóttir þýðir og Ólafur Egill Egilsson leikstýrir. „Þetta er gleðileikur um þung- lyndi,“ segir Valur Freyr. „Titillinn vísar í bjartsýni sjö ára gamals barns sem á mömmu sem glímir við þung- lyndi, er með sjálfsvígshugsanir og reynir að svipta sig lífi. Strákurinn bregst við með því að búa til lista fyrir hana um allt sem er frábært í lífinu. Þannig reynir hann að bjarga henni frá þunglyndinu og benda henni á alla litlu hlutina sem eru svo frábærir. Hann er fullorðinn maður þegar hann segir okkur sögu sína. Hann er að takast á við það að vera barn þunglyndrar móður með öllu sem því fylgir og sjálfur glímir hann svo við veikindi. Þarna er verið að taka fyrir viðkvæmt viðfangsefni á ótrúlega fallegan, húmanískan og húmorískan hátt.“ Uppskera að leikslokum Valur Freyr er einn á sviðinu og segir þessa sögu. Það reynir því mikið á hann. „Áhorfendur verða að treysta mér og ég þarf að treysta þeim. Leikhús er alltaf samtal sem byggir á gagnkvæmu trausti. Leikarar finna mjög sterkt fyrir því þegar áhorf- endur eru með þeim í sameiginlegu ferðalagi,“ segir hann. Áhorfendur koma við sögu í sýn- ingunni, þótt þeir þurfi ekki að segja mikið heldur einungis bregðast við. „Það eru nokkrir einstaklingar sem þessi maður hittir og eru hluti af lífi hans,“ segir Valur Freyr. „Ég, í hlut- verki þessa manns, bið til dæmis áhorfanda um að vera pabbi minn í smástund og leik senuna á móti honum. Áhorfandinn er þá allt í einu orðinn hluti af sýningunni.“ Á æfingum fyrir verkið, þar sem áhorfendur voru í sal, gekk fullkom- lega upp að fá þá til að bregða sér í hlutverk. „Fyrir fram kveið ég því nokkuð. Bara það að biðja einhvern að standa upp í miðri sýningu getur verið yfirþyrmandi fyrir suma ein- staklinga því þeir eru komnir til að horfa. Það var athyglisvert á þessum æfingum hvað fólk var opið og gaf mikið af sér. Það er einhver tilfinn- ing í þessu verki sem gerir fólki auð- velt að taka þátt í því.“ Það er þó ekki alveg sjálfgefið að sá sem beðinn er um að bregða sér í hlutverk samþykki það. „Það er leikaramartröðin í þessu verki að áhorfandinn segi nei. Þá verð ég bara að snúa mér að næsta manni,“ segir Valur Freyr. „Áhorfendur þurfa að treysta mér og samtalinu sem sýningin er. Þetta er sameiginleg upplifun mín og þeirra og það er mikil upphefð og heiður að vera valinn og viðkomandi uppsker ríku- lega að leikslokum.“ Verk með erindi Valur Freyr segir verkið eiga mikið erindi. „Það er alltaf einhver nálægt okkur sem glímir eða hefur glímt við andleg veikindi. Hópur fólks frá Pieta samtökunum, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, kom á eina æfingu í vikunni. Í þeim hópi var maður sem hafði misst son sinn fyrir nokkrum árum. Hann sagðist aldrei hafa séð leikrit sem tæki á þessum málum á jafn húmorískan, fallegan og létt- leikandi hátt og væri um leið upp- lýsandi og þurrkaði út fordóma.“ „Áhorfendur þurfa að treysta mér og samtalinu sem sýningin er,“ segir Valur Freyr sem stendur einn á sviði í Allt sem er frábært. FréttAblAðið/Ernir Sameiginlegt ferðalag valur freyr einars- son er eini leikar- inn í allt sem er frábært sem sýnt er í borgarleikhúsinu. Hann nýtur að- stoðar áhorfenda. leikrit um þung- lyndi og það sem er frábært í lífinu. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is FÆST NÚ Í SNEIÐUM 1 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 F Ö s t U D A G U r22 m e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð menning 1 4 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 D 4 -E F C 0 2 0 D 4 -E E 8 4 2 0 D 4 -E D 4 8 2 0 D 4 -E C 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.