Fréttablaðið - 15.09.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.09.2018, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Erik Hamrén þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta sagði 0-3 tapið fyrir bronsliði Belgíu frá HM fína frammistöðu og nauðsynlega eftir 0-6 tapið fyrir Sviss. Árni Gunnarsson formaður Rauða krossins í Reykjavík sagði að Rauði krossinn safnaði tjöldum, svefn- pokum og dýnum fyrir heimilislausa. Að gefa tjald væri algjört neyðar úrræði sem í raun ætti ekki að viðgang- ast í nútíma velferðarþjóðfélagi. Hallgrímur Helgason rithöfundur er óánægður með að ekki eigi að afnema virðisaukaskatt á bækur. Sagði hann langar skýringar á því í fjárlagafrumvarpinu virka sem hlægilega hrútskýringu karlanna í fjármálaráðuneytinu tileinkaða bókhneigðum konum á ráðherrastóli. „Þetta er í raun algjört bla bla og ansi undarlegur texti í fjárlagafrumvarpi.“ Þrír í fréttum Bolti, neyð og hrútskýring Tölur vikunnar 09.09.2018 - 15.09.2018 300 tilkynn- ingar um kyn- ferðisbrot bárust lög- reglunni á höfuð- borgar- svæðinu í fyrra. vetnisbílar eru nú í notkun hér á landi. Þeir eru að mestu í notkun hjá fyrirtækj- um og stofnunum. 29 milljarða króna afgangur verður af rekstri ríkissjóðs á næsta ári samkvæmt fjárlagafrum- varpinu sem kynnt var í vikunni. verður nýskráningu bensín- og dísilbíla hætt samkvæmt að- gerðaáætlun stjórn- valda í loftslagsmálum. 706.000 krónur voru heildar- mánaðarlaun fullvinn- andi launamanna að meðaltali í fyrra. Mið- gildi heildarlauna var 618.000 krónur og var því helmingur launa- manna með laun undir þeirri upphæð og helmingur yfir. 105.000 tonn tæp var fiskafli íslenskra skipa í ágúst eða 13 prósentum minni en í ágúst 2017. Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá september 2017 til ágúst 2018 var rúmlega 1.389 þúsund tonn sem er 5 prósenta sam- dráttur miðað við sama tímabil ári fyrr. 15 2030 UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 TILBOÐSVERÐ FRÁ: 1.790.000 KR. – LISTAVERÐ FRÁ: 2.390.000 KR. TRYGGÐU ÞÉR NÝJAN OG GLÆSILEGAN FIAT 500 MEÐ 5 ÁRA ÁBYRGÐÁRA5ÁBYRGÐ FIAT 500 - FRÁBÆRT TILBOÐSVERÐ! AÐEINS 10 BÍLAR Á ÞESSU EINSTAKA VERÐI FRÁ 1.790.000 KR. fiat.is DÓMSMÁl Deilt var um það í mál- flutningi í Hæstarétti í vikunni hvort lögaðilar njóti verndar ákvæðis mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) sem kveður á um bann við endurtekinni málsmeðferð. Lengi hefur það tíðkast í íslensk- um rétti að refsing við skattalaga- brotum sé tvöföld, það er annars vegar sekt eða álag sem mönnum er gert að greiða hjá skattayfirvöldum og hins vegar rekstur sakamáls fyrir dómstólum. Með tveimur dómum Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE), í fyrsta lagi í máli gegn Nor- egi árið 2016 og öðru lagi í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, var því slegið föstu að ákvæði MSE útilokaði ekki að fjallað væri um brot í tveimur aðskildum málum að ákveðnum skilyrðum fullnægðum. Síðasta haust kvað Hæstiréttur upp dóm þar sem kveðið var á um hvaða skilyrði þyrftu að vera upp- fyllt til að slíkt væri heimilt. Síðan þá hafa verið kveðnir upp dómar og frávísunarúrskurðir í héraði og Landsrétti á grundvelli þess dóms. Málið sem flutt var í Hæstarétti í vikunni er slíkt mál. Í Landsrétti í maí var kveðinn upp dómur í máli ákæruvaldsins gegn fjórum félög- um og framkvæmdastjóra þeirra en virðisaukaskattskýrslum fyrir árið 2011 var ekki skilað af þeirra hálfu. Niðurstaða Landsréttar var sú að þætti félaganna fjögurra var vísað frá dómi vegna endurtekinnar málsmeðferðar í andstöðu við MSE. Framkvæmdastjórinn var dæmdur í átta mánaða fangelsi og til greiðslu 16,4 milljóna sektar þar sem þáttur hans hafði ekki verið til skoðunar á stjórnsýslustigi. Ríkissaksóknari sótti um kæru- leyfi til Hæstaréttar til að fá frá- vísunina endurskoðaða. Er sú krafa byggð á tvenns konar rökum. Ann- ars vegar á því að í þessu máli sé um virðisaukaskatt að ræða en ekki tekjuskatt líkt og í dómi Hæsta- réttar frá síðasta hausti. Í lögum um tekjuskatt sé veitt heimild til að leggja álag á skattstofn sé ekki talið fram innan tilskilins frests eða ef annmarkar eru á skattframtali. Framkvæmdin í virðisaukaskattsmálum sé allt öðruvísi. Þar leggist eitt prósent álag á fyrir hvern dag sem skil dragast, þó að hámarki tíu pró- sent. „Það álag er lagt sjálfkrafa á af tölvu og því kemur í raun ekki til ákvörðunar þar um,“ sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkis- saksóknari í málflutningsræðu sinni. Álag samkvæmt virðisaukaskatt- slögum beri því einkenni dráttar- vaxta en ekki refsiákvörðunar. Hin rök ákæruvaldsins snúa að því að ekki sé ljóst hvort lög- aðilar njóti þeirrar verndar sem kveðið er á um í umræddu ákvæði MSE. Málið hafi verið kært til Hæstaréttar til að fá úr því skorið. „MSE er að stórum hluta þögull um lög- aðila og mörg réttindi sáttmálans eru þess eðlis að lögaðilar geti notið þeirra,“ sagði Helgi. „Félög geta illa látið sér líða illa yfir því hvort þau hafi fengið tvöfalda málsmeðferð eður ei.“ Björgvin Þorsteinsson, verjandi félaganna fjögurra, vísaði á móti í Ne bis im idem, rit Róberts Spanó dómara við MDE, þar sem segir að óumdeilt sé að lögaðilar njóti þess- arar verndar. Einnig gerði hann að umræðuefni ójafnvægi sem hann telur felast í því að ákæruvaldið hafi fengið samþykkt kæruleyfi vegna frávísunarinnar en ekki hafi verið fallist á áfrýjunarleyfi vegna efnis- dómsins. Skjólstæðingi hans sé lík- lega sá kostur nauðugur að leita til MDE vegna þessa. Dómur Hæstaréttar er væntanleg- ur á næstu vikum. joli@frettabladid.is Þráttað um vernd lögaðila gegn endurtekinni málsmeðferð Lögaðilar geta illa aumkað sér yfir endurtekinni málsmeðferð í skattamálum, segir vararíkissaksóknari. Málflutningur um hvort þeir njóti verndar ákvæðis mannréttindasáttmála Evrópu um bann við slíku fór fram í Hæstarétti í vikunni. Verjandi telur óumdeilt að greinin nái líka yfir málsmeðferð í tilfelli félaga. Málflutningur fór fram í Hæstarétti á þriðjudag og mun dómur liggja fyrir á næstu vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Helgi Magnús Gunnars- son vara- ríkissak- sóknari. 1 5 . S e p T e M b e r 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 1 5 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 1 F B 1 0 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 D 6 -B E A 4 2 0 D 6 -B D 6 8 2 0 D 6 -B C 2 C 2 0 D 6 -B A F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.