Fréttablaðið - 15.09.2018, Blaðsíða 46
Píparar
Aflmót byggingafélag ehf. óskar eftir að ráða öfluga
aðila í pípulagningadeild fyrirtækisins. Verkefnas-
taðan er góð og þörf fyrir að bæta við hæfu fólki.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Sveinspróf í pípulögnum skilyrði,
meistararéttindi eru kostur.
• Getur unnið sjálfstætt og er stundvís.
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Íslenska og/eða ensku kunnátta skilyrði.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Kristinn Aðalbjörnsson, verkefnastjóri lagnadeildar,
í síma 775-5092.
Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið
kristinn@aflmot.is. Farið verður með allar
fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál
og þeim svarað.
Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2018.
GRETTISGÖTU 87 • Rétt við Hlemm • 105 Reykjavík
GRETTISGÖTU 87 • Rétt við Hlemm • 105 Reykjavík
Bílrúður og ísetningar í allar gerðir bifreiða
Skiptum um rúður samdægurs
Símar: 552 5780 & 552 5755
Tjónaskoðun, réttum og sprautum
Vönduð vinna, unnin af fagmönnum
Símar: 552 5780 & 893 7277
BIFREIÐASMIÐUR/BÍLARMÁLARI
Óskum eftir bifreiðasmið/bílamálar til starfa, menntun er kostur
en ekki nauðsyn. Góð kjör í boði fyrir réttan mann.
Upplýsingar í síma: 893-7277.
Umsóknir sendist á ingimar@hedinshurdir.is
Óskum eftir að ráða öflugan starfsmann við
uppsetningu og viðhald á iðnaðarhurðum.
Viðkomandi þarf að vera handlaginn, vandvirkur,
með ríka þjónustulund og geta unnið sjálfstætt.
Einnig talað og lesið íslensku og hafa bílpróf.
Íshella 10 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100
Uppsetning og viðhald á iðnaðarhurðum
Rafvirki eða vélvirki
Héðinn Schindler lyftur ehf.
óskar eftir rafvirkja eða vélvirkja
Starfssvið:
Eftirlit, viðgerðir og uppsetningu á lyftum og rennistigum.
Einnig önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar og hæfniskröfur:
Sveinspróf í rafvirkjun eða vélvirkjun er skilyrði.
Tölvukunnátta, nákvæm og skipulögð vinnubrögð.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfsstætt, hafa góða
þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
Umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist á schindler@schindler.is.
Persónuvernd hefur eftirlit með allri vinnslu persónupplýsinga hérlendis. Öll fyrirtæki,
stofnanir og aðrir sem vinna með persónuupplýsingar, hvort heldur um eigið starfsfólk,
viðskiptavini, notendur eða aðra, verða að fylgja persónuverndarlögum. Verkefni Persónu-
verndar eru því umfangsmikil og spanna flesta geira samfélagsins auk þess sem verkefni
tengd tæknibyltingunni koma á borð stofnunarinnar. Vegna þessa eru nú auglýstar til
umsóknar fimm lausar stöður hjá Persónuvernd. Leitað er að framúrskarandi einstaklingum
sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni með samhentu teymi hjá Persónuvernd.
Lausar eru fjórar
stöður lögfræðinga:
HELSTU VERKEFNI:
• Hefðbundin lögfræðistörf, m.a. vinna að
úrskurðum í ágreiningsmálum og álitum
• Afgreiðsla fyrirspurna
• Önnur verkefni sem forstjóri kann að fela
starfsmanni, m.a. vegna nýrra verkefna
hjá Persónuvernd
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:
• Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
• Mikil áhersla er lögð á gott vald á
íslensku, auk færni til að tjá sig í ræðu
og riti
• Góð kunnátta í ensku og þekking á
Norðurlandamáli
• Nákvæmni, frumkvæði og ögun í vinnu-
brögðum
• Góð samskiptahæfni og lipurð í mann-
legum samskiptum er skilyrði
Laus er staða
skjalastjóra.
HELSTU VERKEFNI:
• Móttaka gagna, bókun og frágangur
skjala, pökkun gagna, þjónusta við starfs-
menn og skráning á bókasafni.
• Verkefni á sviði rafrænnar skjalavörslu
auk móttökuafgreiðslu og annarra tilfall-
andi verkefna.
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:
• Próf í bókasafns- og upplýsingafræði eða
önnur menntun sem nýtist í starfi
• Góð almenn tölvukunnátta
• Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í
teymisvinnu
• Nákvæmni, frumkvæði og ögun í vinnu-
brögðum
• Lögð er áhersla á gott vald á íslensku,
auk góðrar kunnáttu í ensku og þekkingu
á Norðurlandamáli
• Góð samskiptahæfni og lipurð í mann-
legum samskiptum er skilyrði
PERSÓNUVERND
FIMM LAUSAR STÖÐUR!
Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2018. Umsóknir um starfið skulu berast á netfangið postur@personuvernd.is, merktar „Umsóknir um
starf hjá Persónuvernd“, og skulu þeim fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil, ásamt prófskírteinum. Launakjör eru samkvæmt gild-
andi kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar um störf lögfræðinga veita Þórður Sveinsson og Vigdís Eva Líndal,
skrifstofustjórar hjá Persónuvernd, í síma 510-9600. Nánari upplýsingar um störf skjalastjóra veitir Svava Björg Kristjánsdóttir, í síma 510-9600.
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um þessi störf. Umsóknir munu gilda í sex mánuði frá móttöku þeirra.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Persónuvernd, Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík | www.personuvernd.is
Persónuvernd er sjálfstætt stjórnvald
sem annast eftirlit með framkvæmd
laga nr. 90/2018 um persónuvernd
og vinnslu persónuupplýsinga og
reglna settra samkvæmt þeim. Eitt af
helstu verkefnum Persónuverndar
er að ráðleggja og leiðbeina þeim
sem vinna með persónuupplýsingar.
Persónuvernd er fjölskylduvænn og
samhentur vinnustaður. Síðastliðin
tvö ár hefur Persónuvernd verið
„Stofnun ársins“ í könnun SFR.
Starfsmaður í
mötuneyti
Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða starfsmann í
mötuneyti skólans. Um er að ræða hlutastarf og er vinnutími frá kl.
09:00-14:00. Starfið felur í sér afgreiðslu, undirbúning málsverða
og frágang. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af vinnu í
mötuneyti og/eða menntun á þessu sviði.
Áríðandi er að viðkomandi eigi gott með samskipti og sé þjónustu-
lipur.
Laun eru skv. samningi SFR- stéttarfélags í almannaþjónustu og
fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 594 4000
hjá skrifstofustjóra eða umsjónarmanni mötuneytis og umsóknir
skulu sendar á mk@mk.is.
Skólameistari
Við finnum rétta
einstaklinginn í starfið
www.capacent.is
Ráðgjafar okkar búa
yfir víðtækri þekkingu
á atvinnulífinu
og veita trausta og
persónu lega ráðgjöf.
1
5
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:1
1
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
D
7
-1
7
8
4
2
0
D
7
-1
6
4
8
2
0
D
7
-1
5
0
C
2
0
D
7
-1
3
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
0
4
s
_
1
4
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K